Þriðja pósttilskipunin - 32008L0006

Directive 2008/6/EC of the European Parliament and of the Council of 20 February 2008 amending Directive 97/67/EC with regard to the full accomplishment of the internal market of Community postal services

  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 11 Rafræn fjarskipti, hljóð- og myndmiðlun og upplýsingasamfélagið, 11.02 Póstþjónusta
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 136/2020
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2008/6/EB (þriðja pósttilskipunin) felur í sér frekari breytingar á pósttilskipun 97/67/EB. Með þriðju póstilskipunin er kveðið á um einkaréttur ríkisins á póstþjónustu verði afnuminn og opnað fyrir samkeppni á sviði póstþjónustu. Eftir sem áður er réttur notenda til alþjónustu á sviði póstþjónustu tryggður og skilgreindar þær leiðir sem hið opinbera getur farið við að tryggja aðgengi notenda að alþjónustu. Jafnframt er fjallað um fjármögnun alþjónustu í tilskipuninni. Sé alþjónustukvöð lögð á alþjónustuveitanda er sá möguleiki fyrir hendi að alþjónustuveitandi eigi kost á fjárhagslegum stuðningi ef alþjónustukvöðin telst ósanngjörn fjárhagsleg byrði. Í því tilviki eru einnig að finna í tilskipuninni leiðbeiningar um útreikning á hreinum kostnaði vegna alþjónustukvaða.

Nánari efnisumfjöllun

Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2008/6/EB (þriðja pósttilskipunin) felur í sér frekari breytingar á pósttilskipun 97/67/EB. Eitt meginmarkmið póstlöggjafar Evrópusambandsins er að skilgreina jafnan aðgang notenda að svonefndri alþjónustu, þ.e. grunnþjónustu á sviði póstþjónustu (universal postal service). Alþjónusta hefur verið tryggð hér á landi þar sem pósttilskipunin og önnur pósttilskipunin hafa verið teknar inn í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Meginatriði þriðju pósttilskipunairnnar er að kveða á um að einkaréttur á póstþjónustu verði afnuminn og opnað fyrir samkeppni á sviði póstþjónustu.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð Á ekki við
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB
Sent til Alþingis
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Engar laga- eða reglugerðabreytingar
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Tilskipun 2008/6 var innleidd með lögum 98/2019.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið
Ábyrg stofnun Fjarskiptastofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32008L0006
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 052, 27.02.2008, p. 3
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2006) 594
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Liechtenstein)

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 52, 6.7.2023, p. 36
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 173, 6.7.2023, p. 37

Staða innleiðingar samkvæmt ESA

Staða innleiðingar á Íslandi samkvæmt ESA Græn: Innleitt