32015L0413

Directive (EU) 2015/413 of the European Parliament and of the Council of 11 March 2015 facilitating cross-border exchange of information on road-safety-related traffic offences


iceland-flag
Þýðing EES-gerðar birtist hér á íslensku við upptöku í EES-samninginn og birtingu í EES-viðbæti.
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun hjá ESB og EFTA-ríkjunum innan EES
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.02 Flutningar á vegum

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Markmiðið með gerðinn er að auka umferðaröryggi með því að koma í veg fyrir að ökumenn sleppi við viðurlög vegna umferðarlagabrota sem framin eru í öðru ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins en því ríki sem ökutæki er skráð í. Er þannig leitast við að tryggja jafna meðferð ökumanna sem fremja umferðarlagabrot, óháð þjóðerni/búsetu. Í stuttu máli felur tilskipunin í sér að aðildarríki skuli tryggja gagnkvæman aðgang annarra ríkja að tilteknum upplýsingum úr ökutækjaskrá, svo ríki geti framfylgt viðurlögum. Ekki er um að ræða viðurlög af hálfu stofnana á vegum Evrópusambandsins, né samræmingu í þeim efnum. Eingöngu er um að ræða viðurlög aðildarríkjanna sjálfra vegna umferðarlagabrota sem framin eru á þeirra yfirráðasvæði.

Nánari efnisumfjöllun

Markmiðið með gerðinn er að auka umferðaröryggi með því að koma í veg fyrir að ökumenn sleppi við viðurlög vegna umferðarlagabrota sem framin eru í öðru ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins en því ríki sem ökutæki er skráð í. Er þannig leitast við að tryggja jafna meðferð ökumanna sem fremja umferðarlagabrot, óháð þjóðerni/búsetu.Aðdragandann má rekja til þess að borið hefur á því að ökumenn á ökutækjum skráðum í öðrum ríkjum innan Evrópska efnahagssvæðisins en því ríki sem umferðarlagabrot er framið í, hafa sloppið við viðurlög vegna brots. Tilskipuninni er ætlað að auðvelda aðildarríkjum þar sem brot er framið að nálgast upplýsingar um það ökutæki sem við á í hvert skipti.Í stuttu máli felur tilskipunin í sér að aðildarríki skuli tryggja gagnkvæman aðgang annarra ríkja að tilteknum upplýsingum úr ökutækjaskrá, svo ríki geti framfylgt viðurlögum. Ekki er um að ræða viðurlög af hálfu stofnana á vegum Evrópusambandsins, né samræmingu í þeim efnum. Eingöngu er um að ræða viðurlög aðildarríkjanna sjálfra vegna umferðarlagabrota sem framin eru á þeirra yfirráðasvæði.Verða nú helstu ákvæði tillögunnar reifuð nánar:Í 2. gr. er í 8 málsliðum talið upp til hvers konar umferðarlagabrota tilskipunin á að taka til. Hér er um að ræða hraðakstur, áfengis- og vímuefnaakstur, akstur gegn rauðu ljósi, brot gegn skyldu til að vera með sætisbelti o.þ.h. Í öllum tilfellum er um að ræða brot sem lögregla sektar fyrir hér á landi.Í 4. gr. er kveðið á um skyldu ríkja til að tryggja rafrænan aðgang annarra ríkja að tilteknum upplýsingum um ökutæki og ökumenn. Umræddar upplýsingar eru nánar skilgeindar í viðauka I. Í 4. gr. er einnig kveðið á um að kerfin skuli uppfylla sams konar öryggiskröfur og krafist er skv. 2. og 3. tölul. 3. kafla viðauka Council Decision 2008/615/JHA of 23 June 2008 on the stepping up of cross-border cooperation, particularly in combating terrorism and cross-border crime. (Prüm Decision).Í 5. gr. er fjallað um hvernig aðildarríki skulu haga framfylgd viðurlaga þegar brot er framið á ökutæki skráðu í öðru ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins.Í 6. gr. er kveðið á um að aðildarríki beri að skila skýrslu á tveggja ára fresti um framfylgd viðurlaga skv. tilskipuninni.Í 7. gr. er kveðið á um meðferð gagna, en að töluverðu leyti er um persónuupplýsingar að ræða og skal tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 95/46/EB frá 24. október 1995 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga, gilda um meðferð þeirra. Þær stofnanir sem að málinu koma eru ríkislögreglustjóri, lögregluembætti, Samgöngustofa og Persónuvernd.Kostnaður af innleiðingu tilskipunarinnar er enn óljós. 

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoð fyrir innleiðingu tilskipunarinnar er 72. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Nánari útskýring á kostnaði, þ.á.m. á hvern hann fellur Kostnaður við að koma upp og starfrækja skrána sem um ræðir. Kostnaður er enn óljós.
Áætlaður kostnaður hins opinbera Aukakostnaður

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32015L0413
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 68, 13.03.2015, p. 9
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2014) 476
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar