32015L2302

Directive (EU) 2015/2302 of the European Parliament and of the Council of 25 November 2015 on package travel and linked travel arrangements, amending Regulation (EC) No 2006/2004 and Directive 2011/83/EU of the European Parliament and of the Council and repealing Council Directive 90/314/EEC

Tilskipun evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/2302 frá 25. nóvember 2015 um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 2006/2004 og tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/83/ESB og niðurfellingu á tilskipun ráðsins 90/314/EBE
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 19 Neytendavernd
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 187/2017
Samþykktardagur ákvörðunar sameiginlegu nefndarinnar
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Í eldri tilskipun um alferðir voru innleidd mikilvæg réttindi fyrir neytendur sem keyptu alferð (pakkaferð). Gerð var sú krafa að neytendur nytu fjárhagslegrar verndar gegn gjaldþroti fyrirtækis sem skipulagði ferð og gerði það ábyrgt fyrir vanefndum. Auk þess voru í reglunum gerðar ítarlegar kröfur um að neytandi fengi ítarlegar upplýsingar um ferðina og alla skilmála sem giltu um hana. Tilskipunin var innleidd með lögum nr. 80/2994.
Með tilkomu netsins geta neytendur nú auðveldlega sett saman sínar eigin ferðir og í raun skipulagt pakkaferðir sem falla utan við þá vernd sem gildandi löggjöf veitir þeim. Þessi breytta staða hefur leitt til þess að mikill þrýstingur hefur verið á að breyta Evrópulöggjöfinni þannig að hún taki framvegis til ferða sem neytendur setja saman sjálfir. Ný tilskipun um ferðapakka hefur nú verið samþykkt til að koma til móts við kröfur neytenda. Tilskipunin víkkar annars vegar út gildissvið gildandi löggjafar svo hún nái yfir það sem kalla má „létta ferðapakka“ eða linked travel arrangements - LTA og mælir hins vegar fyrir um gagnkvæma viðurkenningu tryggingakerfa.
Léttir ferðapakkar eiga við þau tilvik þar sem neytendur kaupa t.d. tvenns konar þjónustu af tveimur mismunandi ferðaþjónustuaðilum sem ekki telst vera ferðapakki en verður samt sem áður að líta á sem samkeppni við hefðbundna ferðapakka. Þá veitir seljandi þjónustu sem auðveldar neytanda að velja sérstaklega og greiða fyrir hvern ferðaþjónustuþátt fyrir sig eða býður með beinni markaðssetningu fram a.m.k. eina viðbótarþjónustu frá öðrum seljanda í tengslum við kaup á ferðaþjónustu. Dæmi: Við kaup á flugmiða er neytandi leiddur inn á bókunarsíðu bílaleiga, hótela o.s.frv. Léttir ferðapakkar heyra nú undir gildissvið tilskipunarinnar.
Gagnkvæm viðurkenning tryggingakerfa er nýmæli sem kynnt er í tilskipun 2015/2302. Þar er nú gert ráð fyrir að öll aðildarríki ESB/EES verði með gagnkvæmum hætti að viðurkenna tryggingakerfi hvers annars. Breytingin gæti leitt til ákveðinnar samkeppni milli aðildarríkja. Ófullnægjandi eða dýrt tryggingakerfi mun ýta undir að fyrirtæki og seljendur ferðaþjónustu muni frekar ákveða að staðsetja sig innan þeirrar lögsögu þar sem skilvirk og ódýr tryggingakerfi eru fyrir hendi. Þetta getur kallað á aðstæður, t.d. varðandi heimflutning ferðamanna, sem eru flóknar í útfærslu.
Tilskipun 2015/2032 hefur verið samþykkt innan ESB og skal taka gildi í aðildarríkjum ESB þann 1. júlí 2018. Innleiðing hennar kallar á breytingar á lögum nr. 80/1994. Tilskipunin heyrir undir innanríkisráðuneytið og lög nr. 80/1994 eru á forræði þess. Ferðamál og tryggingamál heyra hins vegar undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Ljóst er því að við útfærslu á innleiðingu hennar er mikilvægt að hafa náið samstarf við Ferðamálastofu, Samtök ferðaþjónustunnar, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og Neytendastofu.

Nánari efnisumfjöllun

Í eldri tilskipun um alferðir voru innleidd mikilvæg réttindi fyrir neytendur sem keyptu alferð (pakkaferð). Gerð var sú krafa að neytendur nytu fjárhagslegrar verndar gegn gjaldþroti fyrirtækis sem skipulagði ferð og gerði það ábyrgt fyrir vanefndum. Auk þess voru í reglunum gerðar ítarlegar kröfur um að neytandi fengi ítarlegar upplýsingar um ferðina og alla skilmála sem giltu um hana. Tilskipunin var innleidd með lögum nr. 80/2994.
Með tilkomu netsins geta neytendur nú auðveldlega sett saman sínar eigin ferðir og í raun skipulagt pakkaferðir sem falla utan við þá vernd sem gildandi löggjöf veitir þeim. Þessi breytta staða hefur leitt til þess að mikill þrýstingur hefur verið á að breyta Evrópulöggjöfinni þannig að hún taki framvegis til ferða sem neytendur setja saman sjálfir. Ný tilskipun um ferðapakka hefur nú verið samþykkt til að koma til móts við kröfur neytenda. Tilskipunin víkkar annars vegar út gildissvið gildandi löggjafar svo hún nái yfir það sem kalla má „létta ferðapakka“ eða linked travel arrangements - LTA og mælir hins vegar fyrir um gagnkvæma viðurkenningu tryggingakerfa.
Léttir ferðapakkar eiga við þau tilvik þar sem neytendur kaupa t.d. tvenns konar þjónustu af tveimur mismunandi ferðaþjónustuaðilum sem ekki telst vera ferðapakki en verður samt sem áður að líta á sem samkeppni við hefðbundna ferðapakka. Þá veitir seljandi þjónustu sem auðveldar neytanda að velja sérstaklega og greiða fyrir hvern ferðaþjónustuþátt fyrir sig eða býður með beinni markaðssetningu fram a.m.k. eina viðbótarþjónustu frá öðrum seljanda í tengslum við kaup á ferðaþjónustu. Dæmi: Við kaup á flugmiða er neytandi leiddur inn á bókunarsíðu bílaleiga, hótela o.s.frv. Léttir ferðapakkar heyra nú undir gildissvið tilskipunarinnar.
Gagnkvæm viðurkenning tryggingakerfa er nýmæli sem kynnt er í tilskipun 2015/2302. Þar er nú gert ráð fyrir að öll aðildarríki ESB/EES verði með gagnkvæmum hætti að viðurkenna tryggingakerfi hvers annars. Breytingin gæti leitt til ákveðinnar samkeppni milli aðildarríkja. Ófullnægjandi eða dýrt tryggingakerfi mun ýta undir að fyrirtæki og seljendur ferðaþjónustu muni frekar ákveða að staðsetja sig innan þeirrar lögsögu þar sem skilvirk og ódýr tryggingakerfi eru fyrir hendi. Þetta getur kallað á aðstæður, t.d. varðandi heimflutning ferðamanna, sem eru flóknar í útfærslu.
Tilskipun 2015/2032 hefur verið samþykkt innan ESB og skal taka gildi í aðildarríkjum ESB þann 1. júlí 2018. Innleiðing hennar kallar á breytingar á lögum nr. 80/1994. Tilskipunin heyrir undir innanríkisráðuneytið og lög nr. 80/1994 eru á forræði þess. Ferðamál og tryggingamál heyra hins vegar undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Ljóst er því að við útfærslu á innleiðingu hennar er mikilvægt að hafa náið samstarf við Ferðamálastofu, Samtök ferðaþjónustunnar, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og Neytendastofu.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð Nei
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Lagasetning/lagabreyting
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Ákvörðunin kallar á lagabreytingar hér á landi. Breyta þarf lögum um alferðir, nr. 80/1994.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Samráð

Samráð Nei

Áhrif

Mat á áhrifum og sérstökum hagsmunum Íslands Sjá efnisútdrátt
Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32015L2302
Samþykktardagur hjá ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 326, 11.12.2015, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2013) 512
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Ísland)
Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Liechtenstein)
Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Noregur)

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Samþykktardagur
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 52, 27.6.2019, p. 70
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 174, 27.6.2019, p. 59