32015R0983

Commission Implementing Regulation (EU) 2015/983 of 24 June 2015 on the procedure for issuance of the European Professional Card and the application of the alert mechanism pursuant to Directive 2005/36/EC of the European Parliament and of the Council


iceland-flag
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/983 frá 24. júní 2015 um málsmeðferð við útgáfu evrópska fagskírteinisins og beitingu viðvörunarkerfisins samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2005/36/EB
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 07 Viðurkenning á faglegri menntun og hæfi, 07.A Almennt kerfi, viðurkenning á starfsreynslu og sjálfvirk viðurkenning
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 237/2017
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Reglugerðin tekur bæði til útgáfu Evrópska fagskírteinisins (EPC) samkvæmt gr. 4a-4e í tilskipuninni og viðvörunarkerfis samkvæmt grein 56a, en hvort tveggja styðst við IMI-kerfið sem komið var á með reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins nr. 1024/2012. Evrópska fagskírteininu er ætlað að hraða afgreiðslu umsókna um viðurkenningu faglegrar menntunar og gera fagmenntuðum einstaklingum kleift að njóta fyrr þeirra réttinda sem þeim eru tryggð á innri markaði EES-svæðisins. Viðvörunarkerfið leggur þær skyldur á herðar stjórnvöldum að upplýsa án tafar um þá fagmenntuðu einstaklinga sem eru sviptir starfsleyfum vegna misferlis eða dóma eða sem uppvísir hafa orðið að því að leggja fram fölsuð prófskírteini með umsókn um viðurkenningu til starfsréttinda. Á þetta einkum við störf á sviði heilbrigðisþjónustu og störf sem varða uppeldi og menntun ólögráða einstaklinga.

Nánari efnisumfjöllun

Reglugerðin tekur bæði til útgáfu Evrópska fagskírteinisins (EPC) samkvæmt gr. 4a-4e í tilskipuninni og viðvörunarkerfis samkvæmt grein 56a, en hvort tveggja styðst við IMI-kerfið sem komið var á með reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins nr. 1024/2012.

Evrópska fagskírteininu er ætlað að hraða afgreiðslu umsókna um viðurkenningu faglegrar menntunar og gera fagmenntuðum einstaklingum kleift að njóta fyrr þeirra réttinda sem þeim eru tryggð á innri markaði EES-svæðisins. Viðvörunarkerfið leggur þær skyldur á herðar stjórnvöldum að upplýsa án tafar um þá fagmenntuðu einstaklinga sem eru sviptir starfsleyfum vegna misferlis eða dóma eða sem uppvísir hafa orðið að því að leggja fram fölsuð prófskírteini með umsókn um viðurkenningu til starfsréttinda. Á þetta einkum við störf á sviði heilbrigðisþjónustu og störf sem varða uppeldi og menntun ólögráða einstaklinga.

Fyrstu starfsstéttir sem uppfylla skilyrði greinar 4a (7) í tilskipuninni og njóta góðs af Evrópska fagskírteininu eru hjúkrunarfræðingar, lyfjafræðingar, sjúkraþjálfarar, fjallaleiðsögumenn og fasteignasalar. Fyrirsjáanlega munu aðrar starfsstéttir fylgja á eftir.

Reglugerðin mælir fyrir um aðskilnað milli þess vefumhverfis þar sem sótt er um Evrópska fagskírteinið og IMI-kerfisins sem tekur við umsóknum í þeim tilgangi að tryggja að óviðkomandi hafi ekki aðgengi að sjálfu umsóknarferlinu. Sérstakar reglur eru settar í reglugerðinni um umsóknir um fagskírteinið og um móttöku þeirra af hálfu lögbærra stjórnvalda.

Í reglugerðinni er mælt fyrir um skilyrði þess að lögbær stjórnvöld geti kallað eftir viðbótargögnum og birtur listi yfir þau skjöl og upplýsingar sem kalla má eftir og hvenær krefjast má staðfestra afrita af gögnum og þýðinga á þeim.

Heimaaðildarríkjum er heimilt að bjóða upp á skriflegar umsóknir um Evrópska fagskírteinið.

Greiðslum fyrir umsóknir um Evrópska fagskírteinið skal haldið aðskildum frá sjálfu umsóknarferlinu í IMI.

Umsækjandi fær í hendur rafrænt skírteini við lok umsóknarferlis. Tryggja þarf að rétt lögbært stjórnvald hafi gefið skírteinið út og að því verði ekki ruglað saman við önnur skírteini. Því þarf að setja fyrirvara þar um á Evrópska fagskírteinið.

Niðurstöður úr umsóknarferlinu geta verið mismunandi og því þarf að gera ráð fyrir að hægt verði að skrá þær greinilega á skírteininu.

Gera þarf þriðja aðila sem hefur hagsmuna að gæta vegna útgáfu Evrópsks fagskírteinis kleift að ganga úr skugga um það á vefnum að Evrópskt fagskírteini sé gilt.

Tryggja þarf öryggi og vernd persónuupplýsinga við beitingu viðvörunarkerfis með því að skilgreina vel hlutverk lögbærra stjórnvalda við meðhöndlun viðvarana sem koma inn eða eru sendar út og virkni IMI þegar viðvaranir eru dregnar tilbaka, þeim breytt eða lokað.

Eingöngu þeim lögbærum stjórnvöldum sem hlut eiga að máli er tryggt aðgengi að viðvaranakerfinu.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð Nei
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Engar laga- eða reglugerðabreytingar
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoð er að finna í lögum nr. 26/2010 um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi til starfa hér á landi
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Samráð

Samráð Nei

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32015R0983
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 159, 25.6.2015, p. 27
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 80, 3.10.2019, p. 52
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 254, 3.10.2019, p. 50