32016D2317

Commission Implementing Decision (EU) 2016/2317 of 16 December 2016 amending Decision 2008/294/EC and Implementing Decision 2013/654/EU, in order to simplify the operation of mobile communications on board aircraft (MCA services) in the Union


iceland-flag
Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/2317 frá 16. desember 2016 um breytingu á ákvörðun 2008/294/EB og framkvæmdarákvörðun 2013/654/ESB í því skyni að einfalda starfrækslu farsímafjarskipta um borð í loftförum (MCA-þjónustu) í Sambandinu
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 11 Rafræn fjarskipti, hljóð- og myndmiðlun og upplýsingasamfélagið, 11.01 Fjarskiptaþjónusta
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 143/2017
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Nokkur umræða hefur verið um hvort heimila ætti notkun farsíma um borð í flugfélum. Hingað til hefur verið í notkun sérstök tækni til að koma í veg fyrir að farnet um boð í flugvélum geti valdið truflunum á jörðu niðri.

Nánari efnisumfjöllun

Nokkur umræða hefur verið um hvort heimila ætti notkun farsíma um borð í flugfélum. Hingað til hefur verið í notkun sérstök tækni til að koma í veg fyrir að farnet um boð í flugvélum geti valdið truflunum á jörðu niðri.
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fór fram á það við CEPT, European Conference of Postal and Telecommunications Administrations, að stofnunin gerði rannsókn á því hvort nauðsynlegt væri að nota svokallað NCU-tækni í flugvélum þar sem boðið er upp á MCA, Mobile Communications Aircraft, þjónustu. Núverandi löggjöf krefst notkunar NCU, Network Control Unit einingar sem hluta af MCA kerfisbúnaði flugvélar. NCU-einingin kemur í veg fyrir að símar um borð í flugvélum nái sambandi við farnetskerfi á jörðu niðri.
MCA er samheiti yfir þrjár tegundir farnets þjónustu sem boðið er upp á í flugvélum. Þær tegundir þjónustu sem um ræðir eru:
GSM, Global System for Mobile Communications, sem er hin almenna farnetsþjónusta fyrir tal og að einhverju leyti SMS-skeyti
LTE, Long Term Evolution, sem er fjórða kynslóð farnetsþjónustu fyrir farsíma, eða 4G
UMTS, sem er þriðja kynslóð farnetsþjónustu fyrir farsíma Universal Mobile Telecommunications System, eða 3G
CEPT sem er samstarfsvettvangur póst- og fjarskiptaeftirlitsstofnana í Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að hægt væri að reka MCA þjónustu um borð, án NCU, fyrir GSM og LTE farnetskerfið með nægilegu truflanaöryggi fyrir slík farnetskerfi á jörðu niðri. Því er notkun NCU valkvæð fyrir þau farsíma og farnetskerfi. Af því leiðir að ekki verður lengur nauðsynlegt að hindra tengingu farsíma/snjallsíma með NCU við farnet á jörðu á tíðnibandinu 2.570-2.690 MHz.
Hinsvegar var niðurstaða CEPT jafnframt sú að fyrir UMTS-kerfið væri áfram nauðsynlegt að nota NCU til að hindra farsímar í flugvélum tengist UMTS sendum á jörðu og valdi þannig truflunum.
Breytingin felur í sér einföldun á rekstri MCA farnetsþjónustu í flugvélum.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoð er að finna í 14 gr. laga um fjarskipti, nr. 81/2003. Innleiðing fer fram með breytingu tíðniskipulaginu á Íslandi sem er birt á heimasíðu Póst og fjarskiptastofnunar.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Samráð

Samráð Nei
Hvaða hagsmunaaðilar póst og fjarskiptastofnun
Niðurstöður samráðs Sjá efnisútdrátt

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar
Mat á áhrifum og sérstökum hagsmunum Íslands Sjá efnisútdrátt

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið
Ábyrg stofnun Fjarskiptastofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32016D2317
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 345, 20.12.2016, p. 67
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 40, 16.5.2019, p. 43
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 128, 16.5.2019, p. 43