32017D1483

Commission Implementing Decision (EU) 2017/1483 of 8 August 2017 amending Decision 2006/771/EC on harmonisation of the radio spectrum for use by short-range devices and repealing Decision 2006/804/EC

  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 11 Rafræn fjarskipti, hljóð- og myndmiðlun og upplýsingasamfélagið, 11.01 Fjarskiptaþjónusta
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 240/2017
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins 2006/771 er í meginatriðum um samræmingu tæknilegra skilyrða fyrir notkun tíðnisviðsins fyrir skammdrægan tæknibúnað, t.d. viðvörunarbúnað, staðbundinn fjarskiptabúnað o.fl. Með því að auðvelda aðgang að tíðnirófinu er stuðlað að frjálsri notkun slíks búnaðar. Það mun verða til að kostnaður við framleiðslu hans lækkar og minnkar áhættu á truflunum fyrir annan fjarskiptabúnað. Með opinberum reglum er hægt að ýta undir að fjölbreyttar tæknilausnir verði til og stuðla að sameiginlegri notkun tíðnisviðsins. Með því mun skilvirkni og sveigjanleiki aukast og aðgangur að tíðnisviðinu batna. Fyrirliggjandi ákvörðun, 2017/1483, er komin til vegna vaxandi notkunar skammdrægs tækjabúnaðar og mikilla breytinga á tækni og samfélagslegum kröfum. Því er nauðsynlegt nú að uppfæra viðaukann við ákvörðun 2006/771. Áhrif hér á landi verða góð. Kostnaður mun ekki hljótast af upptöku gerðarinnar og innleiðingu hér á landi.

Nánari efnisumfjöllun

Almennt:
Með ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins nr. (ESB) 2017/1483 frá 8. ágúst 2017 er ákvörðun 2006/771 um samræmingu á tíðnisviði til notkunar fyrir skammdrægan tæknibúnað breytt.
Ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins nr. 2006/771 fjallar í meginatriðum um samræmingu tæknilegra skilyrða fyrir notkun tíðnisviðsins fyrir fjölbreytt úrval af skammdrægum tæknibúnaði. Slíkur búnaður getur verið viðvörunarbúnaður, staðbundinn fjarskiptabúnaður, hurðaopnarar, læknisfræðilegur búnaður og ýmis konar snjallbúnaður í flutningum. Skammdrægur tæknibúnaður er venjulega í miklu magni á markaði. Hann er oft auðvelt að færa og því hægt að flytja með sér og nota í fleiri ríkjum en einu.
Mismunandi aðgangur að tíðnirófinu eftir tíðnisviði kæmi því í veg fyrir frjálsa notkun búnaðar af þessu tagi. Það gæti aukið framleiðslukostnað og skapað aukna áhættu á að annar fjarskiptabúnaður og fjarskiptaþjónusta yrði fyrir truflunum. Löggjafarammi fyrir skammdrægan tækni- og fjarskiptabúnað getur ýtt undir nýsköpun fjölbreyttra tæknilausna og stuðlar að samhentri og sameiginlegri notkun tíðnisviðsins. Það mun auka skilvirkni og sveigjanleika og verða til að auðvelda aðgang að tíðnisviðinu fyrir t.d. auðkenningartæknina RFID, eða Radio-Frequency IDentification og internet hlutanna, eða IoT; Internet of Things.
Fyrirliggjandi ákvörðun, 2017/1483, er komin til vegna vaxandi notkunar skammdrægs tæknibúnaðar og mikilla breytinga á tækni og samfélagslegum kröfum. Vaxandi notkun mun krefjast þess að ákvæði um samræmd tæknileg skilyrði fyrir notkun tíðnisviðsins verði uppfærð oft. Það er af þessum orsökum sem nauðsynlegt er nú að uppfæra viðaukann við ákvörðun 2006/771 og afnema ákvörðun 2006/804 í samræmi við það. Þessar breytingar eru jafnframt í samræmi við álit Radio Spectrum Committee, RSC, nefnd Evrópusambandsin.
Efni:
Grein 1
Viðauki þessarar ákvörðunar kemur í stað viðaukans við ákvörðun 2006/771 / EB.
Umsögn PFS: Stofnunin gerir ekki athugasemd við þessa grein.
Grein 2
Ákvörðun 2006/804 / EB fellur úr gildi frá og með 1. janúar 2018.
Umsögn PFS: Stofnunin gerir ekki athugasemd við þessa grein.
Grein 3
Aðildarríkin skulu tilkynna framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um innleiðingu þessarar ákvörðunar eigi síðar en 2. maí 2018.
Umsögn PFS: Stofnunin gerir ekki athugasemd við þessa grein.
Grein 4
Ákvörðun þessari er beint til allra aðildarríkja Evrópusambandsins.
Umsögn PFS: Stofnunin gerir ekki athugasemd við þessa grein.
Viðauki
Í viðauka þessarar ákvörðunar má sjá nánara yfirlit (sjá töflu) yfir samhæfð tíðnisvið og tæknileg skilyrði fyrir skammdrægan tæknibúnað
Almenn umsögn: Nefndar breytingar verða uppfærðar, m.a. í tíðnitöflum á vefsíðu Póst- og fjarskiptastofnunar.
Engin fjárhagsleg skuldbinding hins opinbera felst í innleiðingu þessarar tilskipunar verði hún að veruleika.
Áhrif:
Áhrif hér á landi verða góð í samræmi við það sem segir í umsögn. Kostnaður mun ekki hljótast af upptöku gerðarinnar og innleiðingu hér á landi.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Engar laga- eða reglugerðabreytingar
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoð er að finna í 14. gr. fjarskiptalaga, nr. 61/2003. Innleiðingin fer fram með birtingu á heimasíðu Póst- og fjarskiptastofnunar.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Samráð

Samráð Nei
Hvaða hagsmunaaðilar póst og fjarskiptastofnun

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið
Ábyrg stofnun Fjarskiptastofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32017D1483
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 214, 18.8.2017, p. 3
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 80, 3.10.2019, p. 55
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 254, 3.10.2019, p. 52