32017H0615(01)

Council Recommendation 615/2017 of 22 May 2017 on the European Qualifications Framework for lifelong learning and repealing the recommendation of the European Parliament and of the Council of 23 April 2008 on the establishment of the European Qualifications Framework for lifelong learning


iceland-flag
Tilmæli ráðsins frá 22. maí 2017 um evrópska viðmiðarammann fyrir ævinám og um niðurfellingu tilmæla Evrópuþingsins og ráðsins frá 23. apríl 2008 um að koma á fót evrópskum ramma um menntun og hæfi að því er varðar símenntun (2017/C 189/03)
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, bókun) 31 um samvinnu á sérstökum sviðum utan marka fjórþætta frelsisins
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 076/2018
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Samþykkt hafa verið ný tilmæli um Evrópska hæfnirammann sem munu leysa af hólmi eldri tilmæli frá 2008. Þau tilmæli voru tekin inn í EES-samninginn á sínum tíma og hefur Ísland tekið fullan þátt í Evrópusamstarfi um hæfniramma. Ísland hefur unnið í samræmi við eldri tilmæli og á síðasta ári var t.d. undirrituð yfirýsing um hæfniramma um íslenska menntun. Helstu breytingar sem lagðar eru til í nýjum tilmælum eru m.a. að aðildarríkin uppfæri tengingu eigin hæfniramma við EQF reglulega, að aðferðafræði tenginga tryggi samræmi í innleiðingu EQF milli einstakra ríkja, að tengiviðmið sem EQF AG hefur þróað frá 2008 verði hluti af tilmælunum sem Viðauki III, settur er inn viðauki um einingakerfi sem tengd eru EQF að aðildarríkjum er gert að birta niðurstöður tengivinnu opinberlega og sýnileiki EQF verði aukinn og kynning meiri gagnvart námsmönnum, launamönnum og öðrum hlutaðeigandi.

Nánari efnisumfjöllun

Minnisblað 3.8.2017:

Þann 5. júlí sl. barst fulltrúum í vinnuhópi EFTA um menntun og þjálfun erindi frá EFTA skrifstofunni þar sem óskað var eftir mati á innleiðingu nýrra tilmæla ESB um European Qualification Framework frá sem voru samþykk 22. maí og birt í Official Journal of the EU þann 15. júní 2017: Council recommendation of 22 May 2017 on the European Qualifications Framework for lifelong learning and repealing the recommendation of the European Parliament and of the Council of 23 April 2008 on the establishment of the European Qualifications Framework for lifelong learning.

Tilmælin eru ekki merkt sem EES tæk af ESB en bæði Noregur og Ísland hafa á fyrri stigum lýst áhuga á að innleiða þau í gegnum viðauka 31 við EES-samninginn þar sem tilmælin eru endurskoðun á tilmælum frá 2008 sem voru tekin inn í samninginn: Recommendation of the European Parliament and of the Council of 23 April 2008 on the establishment of the European Qualifications Framework for lifelong learning.

EFTA skrifstofan hefur fyllt út í staðalskjal (Standard Procedure Form ) þar sem engin altæk viðfangsefni eru tilgreind.

Til að undirbúa ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar er óskað er eftir að EFTA ríkin fylli út staðalskjalið og sendi til EFTA skrifstofunnar í gegnum EEA registrar ([email protected]) með afrit á Jacqueline Breidlid ([email protected]) fyrir 15. ágúst 2017.

Lagt er til að MRN taki undir mat EFTA skrifstofunnar um altæk viðfangsefni (EEA Horizontal challenges) og staðfesti jákvæða afstöðu til þess að innleiða tilmælin í EES-samninginn.


Minnisblað 16.8.2016:

Framkvæmdastjórn ESB hefur lagt fram drög að nýjum tilmælum (recommendation) um Evrópska hæfnirammann - EQF - sem munu leysa af hólmi eldri tilmæli frá 2008. Þau tilmæli voru tekin inn í EES-samninginn á sínum tíma og hefur Ísland tekið fullan þátt í Evrópusamstarfi um hæfniramma. EFTA skrifstofan hefur sent fyrirspurn um hvort EFTA-ríkin vilji taka nýju tilmælin inn í samninginn.

Helstu breytingar sem lagðar eru til í nýjum tilmælum eru þessar:
- mælst er til þess að aðildarríkin uppfæri tengingu eigin hæfniramma við EQF reglulega til þess að tryggja að samanburður milli þrepa í landsrömmum og EQF sé áreiðanlegur og viðeigandi;
- aðildarríkjum er ætlað að beita aðferðafræði tenginga (methodologies of referencing) til þess að tryggja samræmi í innleiðingu EQF milli einstakra ríkja;
- hugtakinu "hæfni" verður skipt út fyrir "sjálfstæði og ábyrgð";
- tengiviðmið sem EQF AG hefur þróað frá 2008 verða hluti af tilmælunum sem Viðauki III;
- viðauka um gæðatryggingu sem beitt er gagnvart prófum sem tengd eru EQF verður breytt;
- settur er inn viðauki um einingakerfi sem tengd eru EQF;
- aðildarríkjum er gert að birta niðurstöður tengivinnu opinberlega og gera þær aðgengilegar og sameiginlegt form til þess að lýsa prófum er sett inn í viðauka;
- framkvæmdastjórninni verður gert kleift að setja upp skrá fyrir stofnanir sem hafa með höndum umsjón með gæðakerfum fyrir próf;
- sýnileiki EQF verði aukinn og kynning meiri gagnvart námsmönnum, launamönnum og öðrum hlutaðeigandi;
- lagður verður grunnur að samstarfi við þriðjalandsríki um hæfniramma;
- komið verður á samstarfsvettvangi sérfræðinga sem mun hafa umsjón með innleiðingu nýrra tilmæla (ný EQF AG);
- aðildarríki eru hvött til að auka samræmi í innleiðingu EQF á landsvísu;
- ekki verður lengur tilvísun í alþjóðleg geirasamtök sem nota þrep og meginreglur EQF.

Drög að nýjum tilmælum og viðauka er að finna á málinu.

Taka þarf afstöðu til þess hvort Ísland vill taka tilmælin inn í EES-samninginn og koma sjónarmiðum okkar á framfæri við EFTA skrifstofuna.

Efnisútdráttur 3.8.2016:

Samþykkt hafa verið ný tilmæli (Council recommendation) um Evrópska hæfnirammann - EQF for lifelong learning - sem munu leysa af hólmi eldri tilmæli frá 2008. Þau tilmæli voru tekin inn í EES-samninginn á sínum tíma og hefur Ísland tekið fullan þátt í Evrópusamstarfi um hæfniramma. Á síðasta ári var t.d. undirrituð yfirýsing um hæfniramma um íslenska menntun: https://www.rannis.is/frettir/undirritun-islenska-haefnirammans-um-menntun

Helstu breytingar sem lagðar eru til í nýjum tilmælum eru þessar:
- mælst er til þess að aðildarríkin uppfæri tengingu eigin hæfniramma við EQF reglulega til þess að tryggja að samanburður milli þrepa í landsrömmum og EQF sé áreiðanlegur og viðeigandi;
- aðildarríkjum er ætlað að beita aðferðafræði tenginga (methodologies of referencing) til þess að tryggja samræmi í innleiðingu EQF milli einstakra ríkja;
- hugtakinu "hæfni" verður skipt út fyrir "sjálfstæði og ábyrgð";
- tengiviðmið sem EQF AG hefur þróað frá 2008 verða hluti af tilmælunum sem Viðauki III;
- viðauka um gæðatryggingu sem beitt er gagnvart prófum sem tengd eru EQF verður breytt;
- settur er inn viðauki um einingakerfi sem tengd eru EQF;
- aðildarríkjum er gert að birta niðurstöður tengivinnu opinberlega og gera þær aðgengilegar og sameiginlegt form til þess að lýsa prófum er sett inn í viðauka;
- framkvæmdastjórninni verður gert kleift að setja upp skrá fyrir stofnanir sem hafa með höndum umsjón með gæðakerfum fyrir próf;
- sýnileiki EQF verði aukinn og kynning meiri gagnvart námsmönnum, launamönnum og öðrum hlutaðeigandi;
- lagður verður grunnur að samstarfi við þriðjalandsríki um hæfniramma;
- komið verður á samstarfsvettvangi sérfræðinga sem mun hafa umsjón með innleiðingu nýrra tilmæla (ný EQF AG);
- aðildarríki eru hvött til að auka samræmi í innleiðingu EQF á landsvísu;
- ekki verður lengur tilvísun í alþjóðleg geirasamtök sem nota þrep og meginreglur EQF.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð Á ekki við
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Engar laga- eða reglugerðabreytingar
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Samráð

Samráð Nei

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Mennta- og barnamálaráðuneytið
Önnur ráðuneyti sem hafa aðkomu Mennta- og barnamálaráðuneytið
Aðrar stofnanir sem hafa aðkomu Menntamálastofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32017H0615(01)
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ C 189, 15.6.2017, p. 15
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2016) 383
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 6, 30.1.2020, p. 66
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 26, 30.1.2020, p. 75