32017L0159

Council Directive (EU) 2017/159 of 19 December 2016 implementing the Agreement concerning the implementation of the Work in Fishing Convention, 2007 of the International Labour Organisation, concluded on 21 May 2012 between the General Confederation of Agricultural Cooperatives in the European Union (Cogeca), the European Transport Workers' Federation (ETF) and the Association of National Organisations of Fishing Enterprises in the European Union (Europêche)


iceland-flag
Tilskipun ráðsins (ESB) 2017/159 frá 19. desember 2016 um framkvæmd samningsins um framkvæmd samþykktar Alþjóðavinnumálastofnunarinnar um vinnu við fiskveiðar, 2007, sem gerður var 21. maí 2012 milli Samtaka samvinnufélaga í landbúnaði í Evrópusambandinu (Cogeca), Sambands félaga flutningaverkamanna í Evrópu (ETF) og Bandalags landssamtaka fiskveiðifyrirtækja í Evrópusambandinu (Europêche)
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 18 Öryggi og hollustuhættir á vinnustöðum, vinnuréttur og jafnrétti kynjanna
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 178/2021
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Markmiðið er að bæta vinnuskilyrði sjómanna og stuðla að vinnuvernd um borð í fiskiskipum sem sigla undir fána EES ríkja. Þann 14. júní 2007 var gerð samþykkt hjá Alþjóðavinnumálastofnuninni um vinnu við fiskveiðar. Gerðinni er ætlað að taka gildi þegar samþykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar um vinnu við fiskveiðar hefur tekið gildi. Hún tók gildi 16. nóvember 2017 eftir að 10 aðildarríki höfðu fullgilt hana. Tilskipunin felur í sér innleiðingu á samningi milli Samtaka samvinnufélaga í landbúnaði í Evrópusambandinu (Cogeca), Sambands félaga flutningaverkamanna í Evrópu (ETF) og Bandalags landssamtaka fiskveiðifyrirtækja í Evrópusambandinu (Europêche). en með henni er innleidd samþykkt ILO188 frá 2007. Enginn kostnaður annar en almennt leiðir af fylgni við lög.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Markmiðið er að bæta vinnuskilyrði sjómanna og stuðla að vinnuvernd um borð í fiskiskipum sem sigla undir fána EES ríkja.
Aðdragandi: Þann 14. júní 2007 var gerð samþykkt hjá Alþjóðavinnumálastofnuninni um vinnu við fiskveiðar, táknuð ILO188. Þann 21. maí 2012 var gerður samningur milli Samtaka samvinnufélaga í landbúnaði í Evrópusambandinu (Cogeca), Sambands félaga flutningaverkamanna í Evrópu (ETF) og Bandalags landssamtaka fiskveiðifyrirtækja í Evrópusambandinu (Europêche) um innleiðingu samþykktarinnar innan Evrópusambandsins.
Gildistaka: Gerðinni var ætlað að taka gildi þegar ofangreind samþykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar um vinnu við fiskveiðar frá 2007 hafði tekið gildi. Hún tók gildi 16. nóvember 2017 eftir að 10 aðildarríki höfðu fullgilt hana.
Hins vegar er kveðið á um það í 4. gr. tilskipunarinnar að ríki Evrópusambandsins skuli hafa innleitt laga-, reglugerðar- og stjórnvaldsfyrirmæli sem nauðsynleg eru til að framfylgja tilskipuninni fyrir 15. nóvember 2019.
Efnisútdráttur: Tilskipunin felur í sér innleiðingu á ofangreindum samningi en með henni er innleidd samþykkt ILO188 frá 2007. Í samþykktinni eru gerðar ýmsar bætur á lágmarksréttindum sjómanna. Þar má nefna að lágmarksaldur sjómanna hækkar um eitt ár, kröfur um aðbúnað skipverja eru hertar að einhverju leyti og sjómenn öðlast rétt til að láta greiða laun sín til fjölskyldu sinnar án kostnaðar. Þá eru innleidd ákvæði um einkareknar ráðningarstofur sjómanna.
Umsögn: helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Með lögum nr. 158/2019 um breytingu á lögum vegna alþjóðasamþykktar um vinnu við fiskveiðar voru gerðar breytingar til að unnt væri að fullgilda samþykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar um vinnu við fiskveiðar (ILO 188). Tilskipun þessa þarf að innleiða með reglugerð.
Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Lagastoð fyrir reglugerðarbreytingum er að finna í 2. og 3. mgr. 8. gr. og 3. mgr. 30. gr. sjómannalaga nr. 35/1985 og 3. gr. a og 8. gr. a laga um áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa nr. 30/2007 sem og 4. mgr. 3. gr. laga um eftirlit með skipum nr. 47/2003Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitarfélaga og atvinnulífs og almennings, ef einhver er: Enginn annar en almennt leiðir af fylgni við lög.
Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: Óveruleg skörun við félagsmálaráðuneytið að því leyti sem vinnuvernd sjómanna og atvinnuþátttaka ungmenna heyrir undir það ráðuneyti
Tilgreining á hagsmunaaðilum: Hagsmunasamtök og stéttarfélög sjófarenda svo sem félag vélstjóra og málmtæknimanna, sjómannafélög, félag skipstjórnarmanna sem og hagsmunasamtök útgerða (SFS) og útgerðir.
Horizontal issues: -Sektir, -Aðrar refsingar, -Stofnanir, -Lönd utan EES: Nei
Þörf fyrir EFTA-komment – aðlaganir sem þegar eru í gildi vegna undanfarandi gerða: Nei

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoð 2. og 3. mgr. 8. gr. og 3. mgr. 30. gr. sjómannalaga nr. 35/1985 og 3. gr. a og 8. gr. a laga um áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa nr. 30/2007 og 4. mgr. 3. gr. laga um eftirlit með skipum nr. 47/2003
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32017L0159
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 25, 31.1.2017, p. 12
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2016) 235
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 10, 1.2.2024, p. 29
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2024/170, 1.2.2024