32017L0774

Commission Directive (EU) 2017/774 of 3 May 2017 amending, for the purpose of adopting specific limit values for chemicals used in toys, Appendix C to Annex II to Directive 2009/48/EC of the European Parliament and of the Council on the safety of toys, as regards phenol


iceland-flag
Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/774 frá 3. maí 2017 um breytingu, að því er varðar samþykkt tiltekinna viðmiðunarmarka um íðefni, sem eru notuð í leikföng, á viðbæti C við II. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/48/EB um öryggi leikfanga, að því er varðar fenól
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 02 Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun, 02.23 Leikföng
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 178/2017
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Í tilskipun 2009/48 um öryggi leikfanga er framkvæmdastjórninni veitt heimild til að aðlaga viðauka tilskipunarinnar eftir því sem ný þekking berst.

Nánari efnisumfjöllun

Í tilskipun 2009/48 um öryggi leikfanga er framkvæmdastjórninni veitt heimild til að aðlaga viðauka tilskipunarinnar eftir því sem ný þekking berst. Vísbendingar hafa komið fram um að það magn ýmissa efna sem smitast í líkama barna frá leikföngum sé meira en áður var talið. Eitt þessara efna er Phenol. Phenol er lífrænt efni sem upprunalega var unnið úr tjöru en er í dag að mestu unnið úr jarðolíu. Efnið er notað að mestu sem hráefni til framleiðslu plasts. Hér eru því lagðar til breytingar á 13. grein tilskipunarinar þar sem fjallað er um sérstakar öryggiskröfur. Breytingin sem lögð er til er sú að sett verði hámark á leyfilegt magn Phenol í leikföngum en efnið hefur ekki verið háð takmörkunum hingað til.
Hér á landi verða hverfandi áhrif þó tillagan verði samþykkt að öðru leyti en því að öryggis barna verður betur gætt..
Í viðbæti C í viðauka II er hægt að setja sértæk viðmiðunarmörk fyrir íðefni sem notuð eru í leikföng, sem ætluð eru börnum yngri en 36 mánaða eða önnur leikföng sem gert er ráð fyrir að notendur setji upp í sig, sem samþykkt er í samræmi við 2. mgr. 46. gr. tilskipunar 2009/48/EB, um öryggi leikfanga. Í nefndri 2. mgr. 46. gr. tilskipunar 2009/48/EB, um öryggi leikfanga segir að framkvæmdastjórnin geti samþykkt sérstök viðmiðunarmörk fyrir íðefni í leikföngum sem ætluð eru börnum yngri en 26 mánaða eða í öðrum leikföngum sem gert er ráð fyrir að notendur setji upp í sig, að teknu tilliti til krafna um matvælaumbúðir sem mælt er fyrir um í reglugerð (EB) nr. 1935/2004 og tengdra sértækra ráðstafana fyrir tiltekin efni og einnig mismun á milli leikfanga og efna sem komast í snertingu við matvæli. Einnig segir að þær ráðstafanir sem ætlað er að breyta veigalitlum þáttum tilskipunarinnar með því að bæta við hana skuli samþykktar í samræmi við reglugerðarmeðferðina sem um getur í 2. mgr. 47. gr. tilskipunarinnar.
Efni CAS No. Viðmiðunarmark
Phenol 108-95-2 5 mg/l (migration limit) in polymeric materials in accordance with the methods laid down in in EN 71-10:2005 and EN 71-11:2005.
10 mg/kg (content limit) as preservative in accordance with the methods laid down in EN 71-10:2005 and EN 71-11:2005.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Nei
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Engar laga- eða reglugerðabreytingar
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoð er að finnan í lögum nr. 134/1995, um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu. nnleiðingin færi því fram með reglugerðarbreytingu á reglugerð nr. 944/2014, um öryggi leikfanga og markaðssetningu þeirra á Evrópska efnahagssvæðinu.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Samráð

Samráð Nei

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað
Mat á áhrifum og sérstökum hagsmunum Íslands Sjá efnisútdrátt

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Menningar- og viðskiptaráðuneytið
Ábyrg stofnun Neytendastofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32017L0774
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 115, 4.5.2017, p. 47
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer D039805/04
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 52, 27.6.2019, p. 57
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 174, 27.6.2019, p. 47