32017R0352
Regulation (EU) 2017/352 of the European Parliament and of the Council of 15 February 2017 establishing a framework for the provision of port services and common rules on the financial transparency of ports


Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/352 frá 15. febrúar 2017 um að setja ramma um veitingu hafnarþjónustu og um sameiginlegar reglur um gagnsæi í fjármálum fyrir hafnir
-
Tillaga sem gæti verið EES-tæk
-
Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum
-
Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun
-
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi
-
Tekin upp í EES-samninginn og í gildi
-
Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi
Staða og svið tillögu/gerðar
Staða tillögu/gerðar | ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi |
---|---|
Svið (EES-samningur, viðauki) | 13 Flutningar, 13.05 Sjóflutningar |
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) | 128/2019 |
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu | |
Staðfestur gildistökudagur | |
Í gildi á EES-svæðinu | Já |
Almennar upplýsingar
Útdráttur
Reglugerðin er um fjárhagslegt gagnsæi í rekstri þeirra hafna, sem eru hluti af samevrópska flutninganetinu, milli hafnarstjórna og þeirra sem veita þjónustu í höfnum, jafnræði, samráð við hagsmunaaðila og notendur og skilyrði fyrir veitingu þjónustu í höfnum. Hvaða kröfur má gera til veitenda hafnarþjónustu og skilyrði fyrir því að nýir aðilar fái að veita hafnarþjónustu. Fjallað er um sjónarmið sem réttlæta fjöldatkm á þeim sem veita þjónustu í höfnum, möguleika á að leggja almannaþjónustu kvöð á þjónustuvt, réttindi starfsmanna hafna og þjálfun starfsfólks. Þeir sem slík ákvæði gætu átt við um eru höfnin, skipafélag/útgerð og utanaðkomandi aðilar sem útgerðin semur við.
Gera þarf lagabreytingar m.a. vegna krafna sem gera á til þeirra sem veita þjónustu í höfnum. gert er ráð fyrir því í hafnalögum að hafnir sjái sjálfar um þjónustu sem þar er veitt, samráð um álagningu gjalda, mismunandi kæruferil vegna gjaldskrár mála ofl.
Gera þarf lagabreytingar m.a. vegna krafna sem gera á til þeirra sem veita þjónustu í höfnum. gert er ráð fyrir því í hafnalögum að hafnir sjái sjálfar um þjónustu sem þar er veitt, samráð um álagningu gjalda, mismunandi kæruferil vegna gjaldskrár mála ofl.
Nánari efnisumfjöllun
Reglugerðin er um fjárhagslegt gagnsæi í rekstri hafna, jafnræði aðila, samráð við hagsmunaaðila og notendur auk skilyrða fyrir veitingu þjónustu í höfnum. Kveðið er á um skipulag þjónustu sem veitt er í höfnum og skilyrði sem slík þjónusta skal uppfylla. Sérstaklega er kveðið á um fjárhagsleg tengsl hafnarstjórna við þá sem bjóða upp á hafnarþjónustu og gagnsæi þeirra tengsla.
Fjallað er um hvaða skyldur má leggja á veitendur hafnarþjónustu og hvaða skilyrði má setja fyrir því að nýir aðilar komi inn á markað til að veita hafnarþjónustu. Fjallað er um sjónarmið sem réttlæta fjöldatakmarkanir á þeim sem veita þjónustu í höfnum, möguleika til að leggja á þjónustuveitendur skyldu til að veita opinbera þjónustu, réttindi starfsmanna hafna og þjálfun starfsfólks. Þeir sem slík ákvæði gætu átt við um eru höfnin sjálf, skipafélag/útgerð og utanaðkomandi aðilar sem útgerðin semur við
Reglugerðin nær til allra evrópskra hafna sem eru hluti af samevrópska flutninganetinu eins og þær eru taldar upp í viðauka II við reglugerð ESB nr 1315/2013. Á korti sem er í viðauka III við reglugerðina má sjá hvernig netið nær til EFTA-ríkja EES-svæðisins auk tiltekinna landa utan EES-svæðisins. Af íslenskum höfnum falla undir reglugerðina eru hafnirnar í Reykjavík, Seyðisfirði, Reyðarfirði/Mjóeyrarhöfn, Vestmannaeyjum auk Landeyjahafnar. Aðildarríkjum er heimilt að beita reglugerðinni á aðrar hafnir en slíkt ber að tilkynna Framkvæmdastjórninni eða þá Eftirlitsstofnun EFTA í tilviki EFTA-ríkjanna.
Rekstraraðili hafnar á að hafa samráð við alla hagsmuna aðila um álagningu gjalda. Hægt á að vera að skjóta ákvörðun um gjald til stjórnvalds sem skal leysa úr slíkum deilumálum. Gjöld skulu lögð á út frá hugmyndafræði um þjónustugjöld, þ.e. að greitt sé fyrir veitta þjónustu. Kveðið er á um við hvaða aðstæður heimilt sé að víkja frá þeirri meginreglu. Þá skal leggja á innviðagjald.
Í hafnalögunum er gengið út frá því að ákvæði um hafnaþjónustu og veitingu hennar séu í þeim ákvæðum þar sem fjallað er um rekstur hafna. Eina ákvæðið sem hægt væri að líta á sem sérákvæði um slíkt er ákvæðið um gjaldskrár en það er um um gjald sem tekið er af skipum og útgerðum. Í ákvæðinu er gert ráð fyrir að höfnin bjóði upp á þjónustu sem veitt er í höfnum. Í hafnalögunum eru ekki ákvæði um það þegar einhver annar en höfnin sjálf býður upp á þessa þjónustu. Þannig er ekkert í lögunum um möguleika hafnar um að gera lágmarkskröfur til utanaðkomandi aðila til að fá að bjóða upp á þjónustu við skip. Í lögunum kemur heldur ekkert fram um að ekki megi takmarka fjölda þeirra sem bjóða upp á þessa þjónustu. Þarna er um að ræða ákveðna heimild til atvinnufrelsisskerðingar sem verði að vera skýrt mælt fyrir um í hafnalögum og því þurfi lagabreytingu.
Gert er ráð fyrir að hafnarstjórn skuli ráðfæra sig við notendur hafna við álagningu gjalda. Núgildandi 17. gr. hafnalaga mælir fyrir um að notendur geti krafið hafnarstjórn upplýsinga um afkomu hafnar og um almennar forsendur gjaldtöku samkvæmt gjaldskrá. Þannig gera núgildandi lög ráð fyrir upplýsingagjöf, sé þess óskað, um gildandi gjaldskrá. Reglugerð ESB gerir hins vegar ráð fyrir því að breytingar á gjöldum verði gerðar að höfðu samráði við notendur. Þetta kallar á lagabreytingu.
Í reglugerðinni er mælt fyrir um kæruferli vegna ágreinings um beitingu reglugerðarinnar. Í 27. gr. hafnalaga segir að notendum hafna sé heimilt að skjóta ákvörðunum hafnarstjórna samkvæmt lögunum, öðrum er gjaldskrárákvörðunum, til Samgöngustofu. Ljóst er að hér þyrfti að gera breytingu þar sem gjaldskrárákvarðanir mega ekki vera undanskildar slíkum kærum.
Hafnirnar sem breytingarnar taka til gætu haft af því einhvern kostnað og vinnu við að taka upp nýja reglur. Þá kallar nýjar reglur á meira samráð við notendur og hagsmunaaðila sem gæti falið í sér kostnað. Í reglugerðinni er mælt fyrir um kæruferli vegna ágreinings. Þar undir fellur ágreiningur um gjaldskrá. Færist það verkefni til Samgöngustofu getur stofnunin haft af því kostnað þegar slíkt kemur upp.
Engin ákvæði eru í íslenskum lögum um þjónustuskyldu þeirra aðila sem sinna losun eða lestun skipa. Í reglugerð ESB er talsvert fjallað um réttindi og skyldur þessara aðila og réttindi og skyldur eigenda og/eða rekstraraðila hafna gagnvart slíkum aðilum að því er virðist til að tryggja jafna stöðu þeirra og þá um leið samkeppni í slíkum rekstri. Reglugerðin heimilar ýmis frávik frá reglum hér að lútandi m.a. út frá aðstæðum á hverjum stað. Því þarf að huga að lagabreytingum vegna þessa.
Hefðbundin starfsemi hafna á Íslandi hefur um áratugaskeið falist í því að byggja og reka hafnarmannvirki, útvega nauðsynlegt bakland hafna, annast hefðbundna þjónustu við skip sem koma til eða frá höfn (festarþjónusta, sala á vatni, móttaka á sorpi, rafmagnstengingar o.fl.), hafnsöguþjónusta og dráttarbátaþjónusta. Íslenskar hafnir hafa hins vegar aldrei annast losun og lestun skipa eða rekstur framstöðva. Þau verkefni hafa nær alfarið verið á könnu skipafélaga, fyrirtækja og skipaeigenda. Sjálfstæðir aðilar í þeim verkefnum, eins og þekkist í erlendum höfnum, e. stevedoring-fyrirtæki, eru því ekki til staðar á Íslandi. Þó eru nokkur fyrirtæki sem taka að sér losun og er það aðallega um að ræða losun á fiski, en þau fyrirtæki starfa alfarið sem verktakar á vegum útgerðarfyrirtækja. Vöruflutningar til og frá Íslandi eru litlir í samanburði við erlendar hafnir. Að auki eru þær hafnir á Íslandi mjög fáar þar sem sjávarafla og vöru er landað eða lestað í einhverju magni. Því hafa aðstæður leitt til þess að fyrirtæki og útgerðir telja hagkvæmast að annast sjálf um þessi verkefni. Samkeppni fleiri þjónustuaðila á þessu sviði hér á landi er því ólíkleg.
Í hafnalögum er þegar ákvæði um ákveðna upplýsingaskyldu hafna um tekjur og gjöld, sem eiga að tryggja ákveðið gegnsæi hafnarekstursins. Að nokkru hliðstætt við það sem reglugerðin áskilur.
Fjallað er um hvaða skyldur má leggja á veitendur hafnarþjónustu og hvaða skilyrði má setja fyrir því að nýir aðilar komi inn á markað til að veita hafnarþjónustu. Fjallað er um sjónarmið sem réttlæta fjöldatakmarkanir á þeim sem veita þjónustu í höfnum, möguleika til að leggja á þjónustuveitendur skyldu til að veita opinbera þjónustu, réttindi starfsmanna hafna og þjálfun starfsfólks. Þeir sem slík ákvæði gætu átt við um eru höfnin sjálf, skipafélag/útgerð og utanaðkomandi aðilar sem útgerðin semur við
Reglugerðin nær til allra evrópskra hafna sem eru hluti af samevrópska flutninganetinu eins og þær eru taldar upp í viðauka II við reglugerð ESB nr 1315/2013. Á korti sem er í viðauka III við reglugerðina má sjá hvernig netið nær til EFTA-ríkja EES-svæðisins auk tiltekinna landa utan EES-svæðisins. Af íslenskum höfnum falla undir reglugerðina eru hafnirnar í Reykjavík, Seyðisfirði, Reyðarfirði/Mjóeyrarhöfn, Vestmannaeyjum auk Landeyjahafnar. Aðildarríkjum er heimilt að beita reglugerðinni á aðrar hafnir en slíkt ber að tilkynna Framkvæmdastjórninni eða þá Eftirlitsstofnun EFTA í tilviki EFTA-ríkjanna.
Rekstraraðili hafnar á að hafa samráð við alla hagsmuna aðila um álagningu gjalda. Hægt á að vera að skjóta ákvörðun um gjald til stjórnvalds sem skal leysa úr slíkum deilumálum. Gjöld skulu lögð á út frá hugmyndafræði um þjónustugjöld, þ.e. að greitt sé fyrir veitta þjónustu. Kveðið er á um við hvaða aðstæður heimilt sé að víkja frá þeirri meginreglu. Þá skal leggja á innviðagjald.
Í hafnalögunum er gengið út frá því að ákvæði um hafnaþjónustu og veitingu hennar séu í þeim ákvæðum þar sem fjallað er um rekstur hafna. Eina ákvæðið sem hægt væri að líta á sem sérákvæði um slíkt er ákvæðið um gjaldskrár en það er um um gjald sem tekið er af skipum og útgerðum. Í ákvæðinu er gert ráð fyrir að höfnin bjóði upp á þjónustu sem veitt er í höfnum. Í hafnalögunum eru ekki ákvæði um það þegar einhver annar en höfnin sjálf býður upp á þessa þjónustu. Þannig er ekkert í lögunum um möguleika hafnar um að gera lágmarkskröfur til utanaðkomandi aðila til að fá að bjóða upp á þjónustu við skip. Í lögunum kemur heldur ekkert fram um að ekki megi takmarka fjölda þeirra sem bjóða upp á þessa þjónustu. Þarna er um að ræða ákveðna heimild til atvinnufrelsisskerðingar sem verði að vera skýrt mælt fyrir um í hafnalögum og því þurfi lagabreytingu.
Gert er ráð fyrir að hafnarstjórn skuli ráðfæra sig við notendur hafna við álagningu gjalda. Núgildandi 17. gr. hafnalaga mælir fyrir um að notendur geti krafið hafnarstjórn upplýsinga um afkomu hafnar og um almennar forsendur gjaldtöku samkvæmt gjaldskrá. Þannig gera núgildandi lög ráð fyrir upplýsingagjöf, sé þess óskað, um gildandi gjaldskrá. Reglugerð ESB gerir hins vegar ráð fyrir því að breytingar á gjöldum verði gerðar að höfðu samráði við notendur. Þetta kallar á lagabreytingu.
Í reglugerðinni er mælt fyrir um kæruferli vegna ágreinings um beitingu reglugerðarinnar. Í 27. gr. hafnalaga segir að notendum hafna sé heimilt að skjóta ákvörðunum hafnarstjórna samkvæmt lögunum, öðrum er gjaldskrárákvörðunum, til Samgöngustofu. Ljóst er að hér þyrfti að gera breytingu þar sem gjaldskrárákvarðanir mega ekki vera undanskildar slíkum kærum.
Hafnirnar sem breytingarnar taka til gætu haft af því einhvern kostnað og vinnu við að taka upp nýja reglur. Þá kallar nýjar reglur á meira samráð við notendur og hagsmunaaðila sem gæti falið í sér kostnað. Í reglugerðinni er mælt fyrir um kæruferli vegna ágreinings. Þar undir fellur ágreiningur um gjaldskrá. Færist það verkefni til Samgöngustofu getur stofnunin haft af því kostnað þegar slíkt kemur upp.
Engin ákvæði eru í íslenskum lögum um þjónustuskyldu þeirra aðila sem sinna losun eða lestun skipa. Í reglugerð ESB er talsvert fjallað um réttindi og skyldur þessara aðila og réttindi og skyldur eigenda og/eða rekstraraðila hafna gagnvart slíkum aðilum að því er virðist til að tryggja jafna stöðu þeirra og þá um leið samkeppni í slíkum rekstri. Reglugerðin heimilar ýmis frávik frá reglum hér að lútandi m.a. út frá aðstæðum á hverjum stað. Því þarf að huga að lagabreytingum vegna þessa.
Hefðbundin starfsemi hafna á Íslandi hefur um áratugaskeið falist í því að byggja og reka hafnarmannvirki, útvega nauðsynlegt bakland hafna, annast hefðbundna þjónustu við skip sem koma til eða frá höfn (festarþjónusta, sala á vatni, móttaka á sorpi, rafmagnstengingar o.fl.), hafnsöguþjónusta og dráttarbátaþjónusta. Íslenskar hafnir hafa hins vegar aldrei annast losun og lestun skipa eða rekstur framstöðva. Þau verkefni hafa nær alfarið verið á könnu skipafélaga, fyrirtækja og skipaeigenda. Sjálfstæðir aðilar í þeim verkefnum, eins og þekkist í erlendum höfnum, e. stevedoring-fyrirtæki, eru því ekki til staðar á Íslandi. Þó eru nokkur fyrirtæki sem taka að sér losun og er það aðallega um að ræða losun á fiski, en þau fyrirtæki starfa alfarið sem verktakar á vegum útgerðarfyrirtækja. Vöruflutningar til og frá Íslandi eru litlir í samanburði við erlendar hafnir. Að auki eru þær hafnir á Íslandi mjög fáar þar sem sjávarafla og vöru er landað eða lestað í einhverju magni. Því hafa aðstæður leitt til þess að fyrirtæki og útgerðir telja hagkvæmast að annast sjálf um þessi verkefni. Samkeppni fleiri þjónustuaðila á þessu sviði hér á landi er því ólíkleg.
Í hafnalögum er þegar ákvæði um ákveðna upplýsingaskyldu hafna um tekjur og gjöld, sem eiga að tryggja ákveðið gegnsæi hafnarekstursins. Að nokkru hliðstætt við það sem reglugerðin áskilur.
Staða innan stjórnsýslunnar
Stofnun hefur lokið yfirferð | Já |
---|---|
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar | Ekki þörf á aðlögun |
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar | Já |
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB | Já |
Sent til Alþingis | |
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB |
Innleiðing
Innleiðing | Lagasetning/lagabreyting |
---|---|
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta | Innleiðing gerðarinnar kallar á lagabreytingar hér á landi. Gera þarf breytingu á hafnalögum nr. 61/2003. Gera þarf breytingu á reglugerð um hafnir eða gera nýja reglugerð um efnið. |
Staða innleiðingarvinnu | Innleiðing ekki hafin |
Samráð
Samráð | Nei |
---|---|
Hvaða hagsmunaaðilar | Samgöngustofa, Vegagerðin, Hafnasamband Íslands |
Niðurstöður samráðs | Sjá efnisatriði |
Áhrif
Áætlaður kostnaður hins opinbera | Innan fjárhagsáætlunar |
---|---|
Mat á áhrifum og sérstökum hagsmunum Íslands | Sjá efnisatriði |
Ábyrgðaraðilar
Ábyrgt ráðuneyti | Innviðaráðuneytið |
---|---|
Ábyrg stofnun | Samgöngustofa |
Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB
CELEX-númer | 32017R0352 |
---|---|
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB | |
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB | OJ L 57, 3.3.2017, p. 1 |
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB |
Vinnslustig (pipeline stage)
COM numer | COM(2013) 296 |
---|---|
Dagsetning tillögu ESB | |
Dagsetning tillögu | |
Samþykktardagur i ESB |
Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Ísland) |
---|
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar | |
---|---|
Staðfestur gildistökudagur | |
Tilvísun í EES-viðbæti | EEA Supplement No 69, 27.10.2022, p. 34 |
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB | OJ L 279, 27.10.2022, p. 33 |
Staða innleiðingar samkvæmt ESA
Staða innleiðingar á Íslandi samkvæmt ESA | Græn: Innleitt |
---|---|
Viðeigandi lög/reglugerði |