32017R0815

Commission Implementing Regulation (EU) 2017/815 of 12 May 2017 amending Implementing Regulation (EU) 2015/1998 as regards clarification, harmonisation and simplification of certain specific aviation security measures


iceland-flag
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/815 frá 12. maí 2017 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2015/1998 að því er varðar nánari útlistun, samræmingu og einföldun á tilteknum flugverndarráðstöfunum
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.06 Almenningsflug
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 200/2017
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Með reglugerð þessari taka gildi tilteknar breytingar á framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/1998 um ítarlegar ráðstafanir til að framfylgja sameiginlegum grunnkröfum um flugvernd. Meðal annars er um að ræða breytingar í því skyni að tryggja skýrleika, auka sveigjanleika og auðvelda samræmda beitingu reglnanna. Verið er að breyta ákvæðum um flugvernd á flugvöllum og vernd loftfara, skimun vara og birgða, ráðningu og þjálfun starfsfólks, flugverndarbúnað, kröfur til aðgangsheimilda ökutækja o.fl. Þá er krafa um viðkvæmustu haftasvæði flugverndar á flugvöllum nú sett við flugvelli þar sem meira en 60 manns hafa útgefin flugvallarskilríki í stað 40 manns áður. Ekki er um að ræða meiri háttar efnisbreytingar. Helstu áhrifn hér á landi er á skráða sendendur, þ.e. sendendur sem hafa verið vottaðir sem bærir til að senda vörur með flugvélum. Þeirra heimild fellur nú út.

Nánari efnisumfjöllun

Almennt
Með reglugerð þessari taka gildi tilteknar breytingar á framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/1998 um ítarlegar ráðstafanir til að framfylgja sameiginlegum grunnkröfum um flugvernd. Meðal annars er um að ræða breytingar í því skyni að tryggja skýrleika, auka sveigjanleika og auðvelda samræmda beitingu reglnanna. Ekki er um að ræða meiri háttar efnisbreytingar.
• Verið er að breyta ákvæðum um:
• Flugvernd á flugvöllum og vernd loftfara
• Skimun vökva, úðaefna og gels,
• Kröfur í tengslum við lestarfarangur
• Kröfur í tengslum við ákvæði um farm, póst og birgðir til notkunar um borð í flugvélum.
• Ráðningu og þjálfun starfsfólks
• Flugverndarbúnað.
• Dýra með starfstengt hlutverk.
• Krafna til aðgangsheimilda ökutækja
Þá er krafa um viðkvæmustu haftasvæði flugverndar á flugvöllum nú sett við flugvelli þar sem meira en 60 manns hafa útgefin flugvallarskilríki í stað 40 manns áður.
Nánari umfjöllun um tilteknar breytingar.
Breytingar á kafla 3 um vernd loftfara felast m.a. í skýrari leiðbeiningum um leit í loftförum og hvað telst til hluta sem ekki má fara með um borð.
Breytingar á kafla 4 um skimun vökva, úðaefna og gels felast m.a í því að viðkomandi yfirvald, þ.e. Samgöngustofa, getur skilgreint tiltekna flokka efna sem skima þarf eða undanskilja má skimun.
Breytingar á kafla 5 um lestarfarangur felast í því að kveðið er á um að það sé ábyrgð flugrekanda að sjá til þess að farþegum sé kunnugt um reglur um hluti sem bannað er að hafa um borð.
Breytingar á kafla 6 um farm og póst. Helstu breytingar í kaflanum eru á ákvæðum um ábyrgð aðila og skráningu farms auk þess sem gerðar eru auknar kröfur til þekktra sendenda. Skráðir sendendur falla af lista eftir fjögur ár. Viðurkenndir umboðsaðilar, regulated agents, mega ekki frá gildistöku reglugerðarinnar tilnefna skráða sendendur, account consigner. Skráðir sendendur sem hlotið hafa tilnefningu fyrir gildistöku reglugerðarinnar halda tilnefningunni í síðasta lagi til og með 30. júní 2021, og skulu þeir hafa möguleika á því að fá stöðu viðurkennds umboðsaðila eða þekkts sendanda.
Einnig hafa bæst við ítarlegri ákvæði um ACC3 aðila.
Breytingar á 8. kafla, birgðir til notkunar um borð. Gerð er strangari krafa um hraða afgreiðslu viðkomandi yfirvalds og skráningu viðurkennds birgis í evrópskan gagnagrunn, Union database.
Breytingar á 11. kafla um kröfur um ráðningu og þjálfun starfsfólks. Breytingarnar felast aðallega í viðbótum við nokkrar greinar þar sem fjallað er um þjálfunarkröfur. Þá hefur viðhengi 11-A independence declaration – EU aviation security validator verið endurbætt.
Breytingar á 12. kafla um flugverndarbúnað. Breytingarnar eru minni háttar en með þeim er m.a. fellt út úrelt ákvæði.
Þau áhrif sem reglugerðin kemur til með að hafa hér á landi eru helst þau sem að framan er lýst um skráða sendendur. Nokkrir tugir aðila hafa þá stöðu hérlendis, þ.á.m. fyrirtæki í fiskverkun. Þau þurfa annaðhvort að sæta því að vörur þeirra séu skimaðar eða fá stöðu þekktra sendenda.
Á grundvelli reglugerðarinnar þarf Samgöngustofa að endurskoða verklagsreglur og handbækur. Þá þurfa aðilar sem viðhafa flugverndarráðstafanir að breyta verklagi sínu og þarf þjálfun þeirra að taka mið af breytingunum. Þá þarf Samgöngustofa á grundvelli breytinga 11. kafla að endurvotta viðurkennda leiðbeinendur sem hlutu vottun fyrir meira en fimm árum.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Innleiðing gerðarinnar kallar ekki á lagabreytingar hér á landi. Reglugerðina er rétt að innleiða með breytingu á reglugerð um flugvernd, nr. 750/2016, með stoð í 70. gr. d, sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Samráð

Samráð Nei
Hvaða hagsmunaaðilar Samgöngustofa
Niðurstöður samráðs Sjá efnisútdrátt

Áhrif

Nánari útskýring á kostnaði, þ.á.m. á hvern hann fellur Á grundvelli reglugerðarinnar þarf Samgöngustofa að endurskoða verklagsreglur og handbækur. Þá þurfa aðilar sem viðhafa flugverndarráðstafanir að breyta verklagi sínu og þarf þjálfun þeirra að taka mið af breytingunum. Þá þarf Samgöngustofa á grundvelli breytinga 11. kafla að endurvotta viðurkennda leiðbeinendur sem hlutu vottun fyrir meira en fimm árum.
Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar
Mat á áhrifum og sérstökum hagsmunum Íslands Helstu áhrifn hér á landi er á skráða sendendur, þ.e. sendendur sem hafa verið vottaðir sem bærir til að senda vörur með flugvélum. Þeirra heimild fellur nú út. Nokkrir tugir aðila hafa þá stöðu hérlendis, þ.á.m. fyrirtæki í fiskverkun. Þau þurfa annaðhvort að sæta því að vörur þeirra séu skimaðar eða fá stöðu þekktra sendenda.

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32017R0815
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 122, 13.5.2017, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 68, 22.8.2019, p. 14
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 219, 22.8.2019, p. 13