32017R1152

Commission Implementing Regulation (EU) 2017/1152 of 2 June 2017 setting out a methodology for determining the correlation parameters necessary for reflecting the change in the regulatory test procedure with regard to light commercial vehicles and amending Implementing Regulation (EU) No 293/2012


iceland-flag
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/1152 frá 2. júní 2017 um aðferð til að ákvarða nauðsynlegar fylgnibreytur til að endurspegla breytinguna á lögbundnu prófunaraðferðinni með tilliti til léttra atvinnuökutækja og um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 293/2012
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn en er ekki lengur í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 20 Umhverfismál, 20.03 Loft
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 071/2018
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu Nei

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Í reglugerð (ESB) 2017/1151 er sett fram ný prófunaraðferð til að mæla koltvísýringslosun og eldsneytisnotkun léttra ökutækja. Prófunaraðferðinni er ætlað að leysa af hólmi eldri prófunaraðferð sem nú er notuð samkvæmt reglugerð (ESB) nr. 692/2008 frá og með 1. september 2017. Gert er ráð fyrir að nýja aðferðin muni gefa betri mynd af koltvísýringslosun og eldsneytislosun ökutækja en eldri aðferðin.
Í reglugerð (ESB) nr. 293/2012 eru ákvæði um eftirlit með losunarmörkum koltvísýrings. Í reglugerð 2017/1152 eru settar fram nauðsynlegar breytingar á ákvæðum reglugerðar nr. 293/2012 er snúa að eftirliti með losunarmörkum koltvísýrings. Einnig eru settar fram breytingar sem ætlað er að samræma eftirlitsákvæði með léttum atvinnuökutækjum að eftirlitsákvæðum um fólksbifreiðar sem fram koma í reglugerð (ESB) nr. 1014/2010.
Lítil sem engin áhrif hér.

Nánari efnisumfjöllun

Almennt: Um er að ræða framkvæmdareglugerð um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 293/2012 um vöktun gagna um skráningu nýrra, léttra atvinnuökutækja og gerð skýrslu um þau samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 510/2011/ESB.
Í reglugerð (ESB) 2017/1151 er sett fram ný lögboðin prófunaraðferð (WLTP) til að mæla koltvísýringslosun og eldsneytisnotkun léttra ökutækja. Prófunaraðferðinni er ætlað að leysa af hólmi eldri prófunaraðferð (NEDC) sem nú er notuð samkvæmt reglugerð (ESB) nr. 692/2008 frá og með 1. september 2017. Gert er ráð fyrir að nýja aðferðin muni gefa betri mynd af koltvísýringslosun og eldsneytislosun ökutækja en eldri aðferðin.
Eftirliti með losunarmörkum koltvísýrings er stjórnað samkvæmt ákvæðum reglugerðar (ESB) nr. 293/2012. Nauðsynlegt er að samræma eftirlitsákvæði er snúa að léttum atvinnuökutækjum við eftirlitsákvæði um fólksbifreiðar sem fram koma í reglugerð (ESB) nr. 1014/2010.
Í þessari reglugerð (ESB) 2017/1152 eru því gerðar nauðsynlegar breytingar á ákvæðum reglugerðar (ESB) nr. 239/2012 til samræmis við framangreint.
Efnisútdráttur:
Reglugerðin kveður á um:
(a) aðferðir til að ákvarða fylgni í losun koltvísýrings sem mæld er í samræmi við XXI. viðauka við reglugerð (ESB) 2017/1151 með þeim sem ákvarðast í samræmi við XII. viðauka við reglugerð (EB) nr. 692/2008.
(b) leið til að beita aðferðunum sem vísað er til í a-lið í því skyni að ákvarða meðaltal sértækrar losunar koltvísýrings hvers framleiðanda.
(c) breytingar á framkvæmdareglugerð (ESB) nr. 293/2012 sem nauðsynlegar eru til að aðlaga eftirlit með gögnum um losun koltvísýrings svo það endurspegli breytingu á losunarmörkum.
Umsögn:
Engir framleiðendur ökutækja á Íslandi eins og er og hefur reglugerðin því lítil sem engin áhrif hér á landi eins og stendur. Kostnaður við innleiðingu þessarar reglugerðar er metinn óverulegur sem enginn.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Engar laga- eða reglugerðabreytingar
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoðin er 60. gr. umferðalaga nr. 50/1987. Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð nr. 822/2004 um gerð og búnað ökutækja
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Samráð

Samráð Nei
Hvaða hagsmunaaðilar Samgöngustofa

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32017R1152
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 175, 7.7.2017, p. 644
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 6, 30.1.2020, p. 60
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 26, 30.1.2020, p. 69