32017R1354

Commission Implementing Regulation (EU) 2017/1354 of 20 July 2017 specifying how to present the information provided for in Article 10(10) of Directive 2014/53/EU of the European Parliament and of the Council


iceland-flag
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/1354 frá 20. júlí 2017 um hvernig eigi að leggja fram upplýsingarnar sem kveðið er á um í 10. mgr. 10. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2014/53/ESB
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 02 Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun, 02.18 Upplýsingatækni, fjarskipti og gagnavinnsla
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 145/2018
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Í reglugerðinni er mælt fyrir um með hvaða hætti upplýsingar sem kveðið er á um í 10. mgr. 10. gr. tilskipunar 2014/53 skulu koma fram á umbúðum búnaðarins og upplýsingum sem fylgja þráðalausa fjarskiptabúnaðinum. Upplýsingarnar eru um takmörkun á notkun og/eða leyfisveitingu fyrir notkun þráðlauss fjarskiptabúnaðar í einu eða fleiri aðildarríkjum Evrópusambandsins. Einungis er um að ræða frekari útfærslu á þeim skyldum sem kveðið er á um í tilskipun 2014/53 og hagkvæma leið fyrir framleiðendur þráðlauss fjarskiptabúnaðar til að uppfylla þær skyldur þar er kveðið á um. Þá gerir hin nýja reglugerð neytendum auðveldara fyrir að átta sig á að mögulegar takmarkanir eða kröfur geta verið á notkun þráðlauss fjarskiptabúnaðar í ákveðnum aðildarríkjum. Eins er eftirlit gert einfaldara með innleiðingu hinnar nýju reglugerðar.

Nánari efnisumfjöllun

Almennt
Í reglugerðinni er mælt fyrir um með hvaða hætti upplýsingar sem kveðið er á um í 10. mgr. 10. gr. tilskipunar 2014/53 skulu koma fram á umbúðum búnaðarins og upplýsingum sem fylgja þráðalausa fjarskiptabúnaðinum. Upplýsingarnar eru um takmörkun á notkun og/eða leyfisveitingu fyrir notkun þráðlauss fjarskiptabúnaðar í einu eða fleiri aðildarríkjum Evrópusambandsins.
Í 10. gr. er fjallað um þær skyldur sem framleiðendur þráðlauss fjarskiptabúnaðar þurfa að uppfylla áður en hann er boðinn fram á EES-svæðinu. Í 10. mgr. greinarinnar segir:
„Ef um er að ræða takmarkanir á að taka í notkun eða kröfur um leyfi til notkunar, skulu þær upplýsingar sem eru á umbúðunum gera það kleift að auðkenna aðildarríkin eða landsvæðið innan aðildarríkis þar sem takmarkanir á að taka í notkun eða kröfur um leyfi til notkunar eru til staðar. Slíkar upplýsingar skulu vera í heild sinni í leiðbeiningunum sem fylgja þráðlausa fjarskiptabúnaðinum. Framkvæmdastjórnin má samþykkja framkvæmdargerðir sem tilgreina hvernig á að koma þeim upplýsingum á framfæri. Þessar framkvæmdargerðir skulu samþykktar í samræmi við ráðgjafarnefndarmeðferðina sem um getur í 2. mgr. 45. gr.“
Hin nýja gerð sambandsins er því um samræmingu á framsetningu framangreindra upplýsinga á umbúðum þráðlauss fjarskiptabúnaðar og upplýsingum sem skulu fylgja búnaðinum þegar notkun hans er takmörkuð í einu eða fleiri aðildarríkjum hins innri markaðar eða ákveðnum landssvæðum þeirra og/eða þegar leyfisveitingar er þörf í viðkomandi ríki fyrir notkun búnaðarins. Kveðið er á um einfaldaða aðferð við að setja fram slíkar upplýsingar framleiðendum búnaðarins til aðstoðar við að skilja betur og fylgja þeim kröfum sem gert er í ofangreindu ákvæði tilskipunar 2014/53. Vert er að taka fram að hin nýja reglugerð nær ekki til þráðlauss fjarskiptabúnaðar sem ekki sætir umræddum takmörkunum eða kröfum.
Reglugerðin samanstendur af þremur greinum og tveimur viðaukum. Í 1. gr. er að finna efnistök og tilgang reglugerðarinnar. Í 2. gr. koma fram þeir möguleikar sem framleiðendur hafa við að merkja umbúðir þráðlauss fjarskiptabúnaðar sem og hvernig upplýsingar skulu settar fram í leiðbeiningum sem fylgja búnaðinum. Í 3. gr. er að finna gildistökuákvæði. Í viðaukunum eru settar fram frekari leiðbeiningar um hvernig merkja skuli umbúðir þráðlauss fjarskiptabúnaðar.
Merking á umbúðum þráðlauss fjarskiptabúnaðar
Líkt og að framan segir þá er framleiðendum þráðlauss fjarskiptabúnaðar gert skylt í 10. mgr. 10. gr. tilskipunar 2014/53 að upplýsa á umbúðum búnaðarins ef takmarkanir eru á notkun hans í einstaka aðildarríkjum eða hvort leyfisveitingar sé þörf fyrir notkun á honum. Reglugerðir gerir ráð fyrir tveimur möguleikum við framsetningu texta á umbúðir búnaðarins. Framleiðendur geta þannig valið hvort þeir setji upplýsingarnar fram myndrænt eða í texta á umbúðir þráðlausa fjarskiptabúnaðarins, sbr. 2. gr. reglugerðarinnar svo fremi sem upplýsingarnar eru bæði sjáanlegar og læsilegar.
Kjósi framleiðendur að setja upplýsingarnar fram myndrænt ber þeim að setja þær fram í samræmi við viðauka I. við reglugerðina, sbr. a -lið 1. mgr. 2. gr. Í viðaukanum kemur fram að upplýsingarnar skuli vera í töfluformi og innihalda ákveðna mynd ásamt upptalningu á stöfum þeirra landa sem takmörkun er til staðar eða leyfisveitingar er þörf. Í viðauka II við reglugerðina er svo að finna einkennisstafi hvers aðildarríkis.
Ekki er að finna frekari kröfur um myndræna framsetningu upplýsinganna. Þannig eru ekki gerðar kröfur um ákveðinn lit, leturgerð, stærð eða form töflunnar. Upplýsingarnar verða einungis að vera sjáanlegar og læsilegar.
Kjósi framleiðendur þráðlauss fjarskiptabúnaðar aftur á móti að setja upplýsingarnar fram í texta ber þeim, skv. b -lið 1. mgr. 2. gr., að hafa textann „takmarkanir eða kröfur“ á því tungumáli sem er auðskiljanlegt fyrir neytendur, sem og upptalningu á einkennisstöfum þeirra landa, sbr. viðauka II, sem takmarkanir eru í gildi. Að öðru leiti eru ekki gerðar kröfur um framsetningu á texta upplýsinganna. Þær verða þó, eins og fyrr greinir, að vera sjáanlegar og læsilegar.
Upplýsingar í leiðbeiningum þráðlauss fjarskiptabúnaðar
Í ákvæði 10. mgr. 10. gr. tilskipunar 2014/53 er einnig gerð krafa til framleiðenda þráðalauss fjarskiptabúnaðar að upplýsingar um takmörkun á notkun hans eða leyfisveitingu skuli koma fram í heild sinni í leiðbeiningum sem fylgja búnaðinum. Í 2. mgr. 2. gr. hinnar nýju reglugerðar eru settar fram þær kröfur að leiðbeiningarnar skuli hafa að geyma lista af aðildarríkjum og landfræðilegum svæðum innan aðildarríkja þar sem takmarkanir eða kröfur eru til staðar ásamt upplýsingum um hvers konar takmarkanir eða kröfur eiga við í hverju aðildarríki eða á hverju landssvæði innan aðildarríkis. Kröfurnar skulu vera á því tungumáli sem aðildarríki ákveður, Hér er það sett í hendur aðildarríkja að ákveða það tungumál sem það telur vera auðskiljanlegt fyrir neytendur. Getur það verið opinbert tungumál aðildarríkis eða annað tungumál sem aðildarríkið telur eðlilegt að nota. Er þetta í samræmi við ákvæði tilskipunar 2014/53 sem kveður á um að leiðbeiningar með þráðlausum fjarskiptabúnaði og upplýsingar um öryggismál hans skuli einnig vera á tungumáli sem aðildarríki telur auðskiljanlegt fyrir neytendur og aðra endanlega notendur búnaðarins, sbr. t.d. 8. mgr. 10. gr. tilskipunar 2014/53.
Áhrif nýrrar reglugerðar, lagastoð o.fl.
Hin nýja reglugerð sækir stoð sína í 10. mgr. 10. gr. tilskipunar 2014/53, sbr. einnig 2. mgr. 45. gr. hennar. Í fyrrgreinda ákvæðinu er að finna efnislegan grundvöll hennar en í síðarnefnda ákvæðinu er að finna þá málsmeðferð sem skal viðhafa við samningu reglugerðarinnar. Kveður ákvæðið á um að viðhafa skuli ákveðna nefndarmeðferð þar sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins skal njóta aðstoðar nefndar um samræmismat í fjarskiptum og markaðseftirlit, sbr. 4. gr. reglugerðar Evrópusambandsins nr. 182/2011, þ.e. TCAM, eða Telecommunication Conformity Assessment and Market Surveillance Committee.
Við samningu reglugerðarinnar var því haft samráð við tilgreinda nefnd sem í eru fulltrúar aðildarríkjanna og hagsmuna aðila. Má þar nefna samtök atvinnugreinarinnar, tilkynningaryfirvöld, neytendasamtök og staðlaráð innan Evrópu. Auk þess sem evrópskir borgarar og aðrir hagsmunaaðilar hafa haft tök á að senda inn athugasemdir og ábendingar um efni reglugerðarinnar. Það er því ljóst að nokkuð víðtækt samráð hefur farið fram við samningu reglugerðarinnar.
Hin nýja reglugerð sækir efnislegan grundvöll sinn til þeirra krafna sem nú þegar hafa tekið gildi í Evrópu. Ekki er því um neinar viðbótarkröfur að ræða heldur eingöngu samræmingu á framsetningu þeirra, framleiðendum fjarskiptabúnaðar til einföldunar. Þess ber að geta að kröfur 10. mgr. 10. gr., sem og hinnar nýju reglugerðar, ná eingöngu til framleiðenda þráðlauss fjarskiptabúnaðar. Þeir einir bera ábyrgð á umræddar upplýsingar séu á umbúðum búnaðarins sem og í leiðbeiningum sem honum fylgja. Innflytjendur eða dreifingaraðilar bera ekki þessar skyldur skv. tilskipun 2014/53.
Það er einnig ljóst af framangreindu að hin nýja reglugerð sækir lagastoð sína í ákvæði tilskipunar 2014/53 og er eingöngu sett til frekari skýringar á kröfum hennar um. Það er því mat Póst- og fjarskiptastofnunar að ekki þurfi að koma til frekari lagastoðar umfram þeirrar er hlýst af innleiðingu tilskipunar 2014/53 enda ljóst að kveðið er á um heimild til frekari reglusetningar í ákvæðum hennar hvað þetta varðar. Ákvæði hinnar nýju reglugerðar eru sett fram til einföldunar fyrir framleiðendur til að átta sig á þeim kröfum sem þeir þurfa að uppfylla en kveða ekki á um frekari íþyngjandi skyldur.
Þess ber að geta að kröfur sambærilegar þeim sem fram koma í 10. mgr. 10. gr. RED-tilskipunarinnar eru gerðar til framleiðenda fjarskiptatækja, sbr. 3. mgr. 7. gr. reglugerðar, nr. 90/2007, um þráðlausan búnað og notendabúnað til fjarskipta og gagnkvæma viðurkenningu á samræmi þeirra. Sú reglugerð byggir á R&TTE-tilskipun Evrópusambandsins 1999/5/EB, fyrirrennara tilskipunar 2014/53, sbr. 3. mgr. 6. gr. hennar. Það er því ljóst að framleiðendur þurfa nú þegar að hafa samskonar upplýsingar á umbúðum og í leiðbeiningum fjarskiptatækja og standa straum af kostnaði vegna þess. Hin nýja einfaldaða leið, með myndræna framsetningu sem valkost, gerir framleiðendum kleift að komast hjá kostnaði við þýðingu á mismunandi tungumál, hafi aðildarríki gert kröfu þar um, á umbúðum búnaðarins. Að mati Póst- og fjarskiptastofnunar er slíkt til hagræðingar fyrir framleiðendur þráðlauss fjarskiptabúnaðar. Kom slíkt einnig fram í því samráði sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins viðhafði við samningu reglugerðarinnar.
Velji framleiðandi þá leið að hafa upplýsingar á umbúðum í textaformi má gera ráð fyrir því að þær verði á sama tungumáli og aðildarríki gerir kröfu um að séu á öðrum leiðbeiningum með búnaðinum, sbr. önnur ákvæði tilskipunar 2014/53. Að mati Póst- og fjarskiptastofnunar ætti hin nýja reglugerð eingöngu, þ.e. krafa um að hafa texta um takmarkanir á notkun og kröfur um leyfisveitingu, ekki að leiða til svo aukins kostnaðar að það teljist um of íþyngjandi fyrir framleiðendur.
Reglugerðin felur ekki í sér aukið eftirlit af hálfu yfirvalda en þegar er til staðar á grundvelli núgildandi reglna um fjarskiptatæki. Aftur á móti gerir samræmd framsetning eftirlitsyfirvöldum auðveldara að kanna hvort framleiðandi uppfylli kröfu 10. mgr. 10. gr. tilskipunar 2014/53. Það verður því ekki séð af hálfu Póst- og fjarskiptastofnunar að innleiðing á hinni nýju reglugerð leiði af sér aukinn kostnað fyrir hið opinbera.
Lokaorð
Póst- og fjarskiptastofnun telur að innleiðing umræddrar reglugerðar í EES-samninginn hafi ekki í för með sé neinar íþyngjandi afleiðingar fyrir hið opinbera eða hagsmunaaðila hér á landi. Einungis er um að ræða frekari úrfærslu á þeim skyldum sem kveðið er á um í tilskipun 2014/53 og hagkvæma leið fyrir framleiðendur þráðlauss fjarskiptabúnaðar til að uppfylla þær skyldur þar er kveðið á um. Þá gerir hin nýja reglugerð neytendum auðveldara fyrir að átta sig á að mögulegar takmarkanir eða kröfur geta verið á notkun þráðlauss fjarskiptabúnaðar í ákveðnum aðildarríkjum. Eins er það mat stofnunarinnar að eftirlit með hvort ákvæði 10. mgr. 10. gr. tilskipunar 2014/53 sé uppfyllt er gert einfaldara með innleiðingu hinnar nýju reglugerðar.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Innleiðing fyrirhuguð með reglugerð (samhliða innleiðingu tilskipunar 2014/53/ESB), með vísan til 66. gr. a í lögum um fjarskipti nr. 81/2013 með síðari breytingum.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Samráð

Samráð Nei
Hvaða hagsmunaaðilar póst og fjarskiptastofnun

Áhrif

Nánari útskýring á kostnaði, þ.á.m. á hvern hann fellur Ekki vegna þessarar gerðar sérstaklega
Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar
Mat á áhrifum og sérstökum hagsmunum Íslands Sjá efnisútdrátt

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Fjarskiptastofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32017R1354
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 190, 21.7.2017, p. 7
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer D051562/01
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 13, 25.2.2021, p. 39
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 67, 25.2.2021, p. 38