32017R1369

Regulation (EU) 2017/1369 of the European Parliament and of the Council of 4 July 2017 setting a framework for energy labelling and repealing Directive 2010/30/EU

  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 04 Orka
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 072/2019
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Útdráttur: Gildissvið reglugerðarinnar er það sama og gildissvið tilskipunar nr. 2010/30/EU um orkumerkingar en með reglugerðinni eru reglurnar uppfærðar og skýrðar með hliðsjón af tæknilegum framförum í orkunýtni vara. Þá er gert skýrt að reglugerðin gildir um allar vörur sem eru boðnar fram á innri markaðinum í fyrsta sinn, að meðtöldum notuðum vörum sem eru innfluttar og boðnar fram á innri markaðinum í fyrsta sinn.

Nánari efnisumfjöllun

Reglugerð er talin betri vettvangur en tilskipun í þessu samhengi til að tryggja að reglurnar séu skýrar og ítarlegar, koma í veg fyrir mismunandi innleiðingu í aðilarríkjum sem og að tryggja frekari einsleitni innan innri markaðarins. Þetta ætti að lækka kostnað fyrir framleiðendur, gera það að verkum að allir starfi á sama vettvangi og eftir sömu reglum og tryggja frjálst flæði vöru á innri markaðinum. Með reglugerðinni er gert skýrt að reglugerð nr. 765/2008 um markaðseftirlit gildi einnig um orkutengdar vörur.

Með reglugerðinni er skali orkumerkinga endurnýjaður, þar sem nauðsynlegt er að gera ítarlegri greinarmun á vörum vegna tækniþróunar i orkunýtni vara, og auka þannig skilvirkni orkumerkinga. Núverandi merkingar verða því endurskalaðar á einsleitum A til G skala en efsti flokkur nýrra orkumerkinga á að vera auður til að hvetja til áframhaldandi tækniframfara og framleiðni og skilvirkari vörum. Birgjar skulu afhenda bæði núgildandi og endurskalaða merkingu til söluaðila í ákveðinn tíma samkvæmt reglugerðinni en eldri merkingar á sýningareintökum og á vefsíðum skulu standa þar til dagsetning verður ákveðin sem ógildir eldri merkingar.

Samkvæmt reglugerðinni halda núgildandi reglur um tilteknar vörur, sem hafa verið innleiddar með framseldum gerðum á grundvelli tilskipunarinnar, gildi sínu þangað til þær verða felldar úr gildi með nýjum reglum á grundvelli reglugerðarinnar. Frá 1. janúar 2019 þurfa framleiðendur að færa inn upplýsingar um vöru í gagnagrunn um vörur, sem settur verður á fót af hálfu framkvæmdarstjórnarinnar til að auðvelda markaðseftirlit.

Framkvæmdastjórnin getur sett framseldar gerðir samkvæmt reglugerðinni, á sama hátt og með tilskipuninni, og er í reglugerðinni að finna skyldur, sambærilegar og í öðru markaðseftirliti, um tilkynningu til aðildarríkja og framkvæmdarstjórnar þegar vörur uppfylla ekki reglurnar þegar það hefur áhrif á fleiri aðildarríki. Einnig er skylt að tilkynna um þvingunarúrræði, svo sem sölubann eða innköllun. Þá er fjallað um union safeguard procedure, sem er sambærilegt ferli og í öðru markaðseftirliti.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB
Sent til Alþingis

Innleiðing

Innleiðing Lagasetning/lagabreyting
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Til að innleiða reglugerðina þarf lagabreytingu, breyta þarf lögum nr. 72/1994 og taka upp reglugerðina, þar sem hana ber að innleiða í stað tilskipunarinnar en gæta þarf að lagastoð fyrir framseldu gerðirnar, sem teknar voru inn á grundvelli tilskipunari
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing í vinnslu

Samráð

Samráð Nei

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Ábyrg stofnun Mannvirkjastofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32017R1369
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 198, 28.7.2017, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2015) 341
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Ísland)
Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Noregur)

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 44, 2.7.2020, p. 46
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 210, 2.7.2020, p. 41