32017R1499

Commission Delegated Regulation (EU) 2017/1499 of 2 June 2017 amending Annexes I and II to Regulation (EU) No 510/2011 of the European Parliament and of the Council for the purpose of adapting them to the change in the regulatory test procedure for the measurement of CO2 from light commercial vehicles

Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/1503 frá 25. ágúst 2017 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2016/68 um sameiginlegar verklagsreglur og forskriftir sem nauðsynlegar eru fyrir samtengingu rafrænna skráa yfir ökumannskort
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn en er ekki lengur í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 20 Umhverfismál, 20.03 Loft
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 247/2017
Samþykktardagur ákvörðunar sameiginlegu nefndarinnar
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu Nei

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Um er að ræða breytingu á viðaukum I. og II. við reglugerð (EB) nr. 510/2011. Ný lögboðin prófunaraðferð til mælinga á koltvísýringslosun og eldsneytislosun léttra ökutækja sem fram kemur með reglugerð (ESB) nr. 2017/1151 kemur í stað eldri prófunaraðferðar samkvæmt reglugerð (EB) nr. 692/2008. Gert er ráð fyrir að nýja aðferðin muni gefa raunverulegri mynd af koltvísýringslosun og eldsneytislosun ökutækja en sú eldri. Með reglugerð 2017/1499 koma fram breytingar sem miða að því að aðlaga ákvæði reglugerðar EB nr. 510/2011. Í 510/2011 eru settir staðlar um mengunarvarnargetu léttra atvinnuökutækja sem hluta af samþættri stefnu sambandsins. Aðlögunin snýst um að draga úr losun koltvísýrings frá léttum ökutækjum, að nýju prófunaraðferðinni. Engir framleiðendur ökutækja á Íslandi og hefur reglugerðin því lítil sem engin áhrif hér á landi eins og stendur. Kostnaður við innleiðingu þessarar reglugerðar er metinn óverulegur sem enginn.

Nánari efnisumfjöllun

Almennt: Um er að ræða framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar um breytingu á viðaukum I. og II. við reglugerð (EB) nr. 510/2011.
Ný lögboðin prófunaraðferð (WLTP) til mælinga á koltvísýringslosun og eldsneytislosun léttra ökutækja sem fram kemur með reglugerð (ESB) nr. 2017/1151 kemur í stað eldri prófunaraðferðar (NEDC) samkvæmt reglugerð (EB) nr. 692/2008 frá og með 1. september 2017. Gert er ráð fyrir að nýja aðferðin muni gefa raunverulegri mynd af koltvísýringslosun og eldsneytislosun ökutækja en eldri aðferð.
Með þessari reglugerð (EB) 2017/1499 koma fram breytingarnar sem miða að því að aðlaga reglugerð EB nr. 510/2011. Tilgangurinn er að aðlaga ákvæði um staðla sem settir eru fram í reglugerð 510/2011 um mengunarvarnargetu léttra atvinnuökutækja að nýju prófunaraðferðinni (WLTP). Staðlarnir eru hluti af samþættri stefnu Sambandsins um að draga úr losun koltvísýrings frá léttum ökutækjum.
Efnisútdráttur: Í reglugerð (EB) 2017/1153 er settar fram aðferðir sem taka mið af mun á koltvísýringslosun samkvæmt nýju aðferðinni (WLTP) og þeirrar eldri (NEDC). Til að tryggja að bílaframleiðendur geti staðist viðmiðunarmörk á grundvelli losunarheimilda eldri aðferðar (NEDC) skal þeirri aðferð beitt við innleiðingu á nýju aðferðinni (WLTP) til ársloka 2020. Samkvæmt því skal marklosun koltvísýrings samkvæmt nýju aðferðinni (WLTP) eiga við almanaksárið 2021. Árið 2020 skal ákvarða koltvísýringslosun allra nýrra skráðra ökutækja á grundvelli beggja aðferða í samræmi við framangreinda aðferðafræði. Halda skal utan um magn losunar samkvæmt báðum aðferðum í gagnabönkum til samanburðar og í samræmi við kröfur sem settar eru fram í 6. mgr. 13. gr. reglugerðar (EB) nr. 510/2011.
Í reglugerðinni koma fram nánari leiðbeiningar og viðmið um hvernig bílaframleiðendur skuli ná markmiði um koltvísýringslosun á grundvelli aðferðarfræðinnar fyrir árið 2021.
Áhrif: Engir framleiðendur ökutækja eru á Íslandi og hefur reglugerðin því lítil sem engin áhrif hér á landi eins og stendur. Kostnaður við innleiðingu þessarar reglugerðar er metinn óverulegur sem enginn.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoð er að finna í 60. gr. umferðalaga, nr. 50/1987. Reglugerðin verður innleidd með breytingu á reglugerð nr. 822/2004 um gerð og búnað ökutækja.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Samráð

Samráð
Hvaða hagsmunaaðilar Samgöngustofa
Niðurstöður samráðs Sjá efnisútdrátt

Áhrif

Mat á áhrifum og sérstökum hagsmunum Íslands Sjá efnisútdrátt
Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32017R1499
Samþykktardagur hjá ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 219, 25.8.2017, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Samþykktardagur
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 80, 3.10.2019, p. 68
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 254, 3.10.2019, p. 64