32017R1503

Commission Implementing Regulation (EU) 2017/1503 of 25 August 2017 amending Implementing Regulation (EU) 2016/68 on common procedures and specifications necessary for the interconnection of electronic registers of driver cards


iceland-flag
Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/1502 frá 2. júní 2017 um breytingu á I. og II. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 443/2009 í þeim tilgangi að laga þá að breytingu á lögboðnu prófunaraðferðinni til mælingar á losun koltvísýrings frá léttum ökutækjum
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.02 Flutningar á vegum
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 241/2017
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Með reglugerð (ESB) nr. 165/2014 um ökurita í flutningum á vegum, niðurfellingu reglugerðar ráðsins (EBE) nr. 3821/85 um að taka upp skráningarbúnað í ökutækjum í flutningum á vegum og breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 561/2006 um samhæfingu tiltekinna ákvæða félagsmálalöggjafarinnar er varða flutninga á vegum, var samtenging rafrænna landsskráa yfir ökumannskort gerð lögboðin á öllu EES svæðinu. Þetta átti annaðhvort að gera með notkun TACHO-net kerfisins eða með öðru samhæfðu kerfi til að koma í veg fyrir að umsækjandi ökumannskorts væri handhafi fleiri en eins gilds korts.
Í framkvæmdarreglugerð (ESB) 2017/1503 er kveðið á um tilteknar tæknilegar breytingar á þeim verklagsreglum sem komið var á fót til að bæta samtengingu skráa og virkni kerfisins auk þess sem gert er ráð fyrir að ríki utan sambandsins geti tengt sínar skrár inn á TACHO-net kerfið. Kostnaður við innleiðingu þessarar reglugerðar er metinn óverulegur sem enginn.

Nánari efnisumfjöllun

Almennt: Með reglugerð (ESB) nr. 165/2014 um ökurita í flutningum á vegum, niðurfellingu reglugerðar ráðsins (EBE) nr. 3821/85 um að taka upp skráningarbúnað í ökutækjum í flutningum á vegum og breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 561/2006 um samhæfingu tiltekinna ákvæða félagsmálalöggjafarinnar er varða flutninga á vegum, var samtenging rafrænna landsskráa yfir ökumannskort gerð lögboðin á öllu EES svæðinu. Þetta átti annaðhvort að gera með notkun TACHO-net kerfisins eða með samhæfðu kerfi í því skyni að koma í veg fyrir að umsækjandi ökumannskorts væri handhafi fleiri en eins gilds korts.
Með framkvæmdarreglugerð (ESB) 2016/68 er mælt fyrir um lögboðnar sameiginlegar verklagsreglur og forskriftir fyrir TACHO- net kerfið, þ.m.t. snið gagna sem skipst er á, tæknilegar verklagsreglur við rafræna leit í rafrænum landsskrám, aðgangsreglur og öryggisfyrirkomulag.
Í framkvæmdarreglugerð (ESB) 2017/1503 er kveðið á um tilteknar tæknilegar breytingar í því skyni að bæta samtengingu skráa og virkni kerfisins auk þess sem gert er ráð fyrir að ríki utan sambandsins geti tengt sínar skrár inn á TACHO-net kerfið.
Efnisútdráttur: Nánar tiltekið felur reglugerð (ESB) 2017/1503 í fyrsta lagi í sér frekari tæknilega útfærslu á tengingum landskerfis við TACHO-net kerfið, þ. á m. um forprófanir og viðbrögð vegna bilana.
Í öðru lagi felur reglugerðin í sér ákvæði um að TACHO-net kerfið sé ekki eingöngu opið aðildarríkjum heldur einnig ríkjum utan sambandsins. Þannig geta þriðju ríki tengt landskrár sínar við TACHO-net kerfið með heimild Framkvæmdastjórnarinnar. Hafi ríki utan sambandsins fengið slíka heimild ber þeim að fylgja ákvæðum reglugerðarinnar.
Í þriðja lagi felur reglugerð (ESB) 2017/1503 í sér að ríki sem óska óbeinna tenginga landskerfa við TACHO-net kerfið skuli óska eftir því með formlegri beiðni til Framkvæmdastjórnarinnar.
Fram kemur að þær tæknilegu breytingar á TACHO-net kerfinu sem um er að ræða skuli koma til framkvæmda frá og með 2. mars 2018. Í því skyni að undirbúa gildistökuna þyki rétt að ákvæði reglugerðarinnar um tengingar ríkja utan sambandsins, forprófanir og ákvæði um óbeinan aðgang að TACHO-net kerfinu, taki gildi strax við gildistöku reglugerðar þessarar.
Umsögn: Við innleiðingu rafrænnar landskrár, verða TACHO-net samskipti færð yfir í EUCARIS kerfið og um leið uppfærð í nýjustu útgáfu þeirra samskiptastaðla.
Við þá uppfærslu mun Ísland uppfylla þær tæknilegar kröfur sem gerðar eru í þeirri reglugerð sem hér er til umræðu. Á sama tíma mun Samgöngustofa uppfæra viðeigandi verklagsreglur. Kostnaður við innleiðingu þessarar reglugerðar er metinn óverulegur sem enginn.
Samgöngustofa hefur yfirumsjón og ábyrgð með rekstri TACHOnet.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoð fyrir innl. Gerðar er að finna í 44. gr. a, 60. gr. og 67. gr. umferðarlaga, nr. 50/1987. Reglugerðin verður innleidd með breytingu á reglugerð nr. 605/2010, um aksturs- og hvíldartíma ökumanna, notkun ökurita og eftirlit.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Samráð

Samráð Nei
Hvaða hagsmunaaðilar Samgöngustofa
Niðurstöður samráðs Sjá efnisútdrátt

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað
Mat á áhrifum og sérstökum hagsmunum Íslands Sjá efnisútdrátt

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32017R1503
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 221, 26.8.2017, p. 10
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 80, 3.10.2019, p. 57
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 254, 3.10.2019, p. 54