32017R2205

Commission Implementing Regulation (EU) 2017/2205 of 29 November 2017 on detailed rules concerning the procedures for the notification of commercial vehicles with major or dangerous deficiencies identified during a technical roadside inspection

Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/2205 frá 29. nóvember 2017 um ítarlegar reglur um málsmeðferð við að tilkynna atvinnuökutæki með meiriháttar eða hættulega annmarka sem greinast við tæknilegt eftirlit á vegum
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.02 Flutningar á vegum
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 169/2019
Samþykktardagur ákvörðunar sameiginlegu nefndarinnar
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Markmiðið með gerðinni er að koma upp skilaboðakerfi til að deila niðurstöðum tæknilegs vegaeftirlits lögreglunnar. Samkvæmt 1. mgr. 18. gr. tilskipunar 2014/47/ESB skal tilkynna skráningarríki þegar vegageftirlitið leiðir í ljós að meiriháttar annmarkar eru á ökutæki sem er ekki skráð í því ríki sem skoðunin fer fram í. Í ákvæðinu kemur fram að tilkynningin skuli innihalda tiltekna þætti og skuli helst send í gegnum kerfið sem notað er til að halda utan um rafrænu landsskrána sem um getur í 16. gr. reglugerðar EB nr. 1071/2009. Í gerðinni er gert ráð fyrir að komið sé upp skilaboðakerfi sem muni nota ERRU hluta EUCARIS-kerfisins og ætti kostnaður því að vera minniháttar. Málið snertir dómsmálaráðuneytið og lögregluna vegna vegaeftirlits lögreglunnar. Þá má hugsanlega nefna Persónuvernd vegna meðferðar og færslu upplýsinga.

Nánari efnisumfjöllun

Almennt: Markmiðið með gerðinni er að koma upp XML-skilaboðakerfi (RSI kerfi) til að deila niðurstöðum tæknilegs vegaeftirlits lögreglunnar. Samkvæmt 1. mgr. 18. gr. tilskipunar 2014/47/ESB skal tilkynna skráningarríki þegar vegageftirlitið leiðir í ljós að meiriháttar annmarkar eru á ökutæki sem er ekki skráð í því ríki sem skoðunin fer fram í. Í ákvæðinu kemur fram að tilkynningin skuli innihalda tiltekna þætti og skuli helst send í gegnum kerfið sem notað er til að halda utan um rafrænu landsskrána sem um getur í 16. gr. reglugerðar EB nr. 1071/2009.
Í 2. mgr. 16. gr. reglugerðar 1071/2009 koma fram lágmarksupplýsingar sem þurfa að vera í rafrænu landsskránni. Gildissvið 2. mgr. 16. reglugerðar 1071/2009 er hins vegar takmarkað sem þar af leiðandi takmarkar gildissvið ERRU kerfisins, European Registers of Road Transport Undertakings. Því er ekki hægt að nota rafrænu landsskrána fyrir tilkynningar skv. 1. mgr. 18. gr. tilskipunar 2014/47/ESB.
Hinsvegar til að forðast óþarfa stjórnsýsluálag og kostnað ætti kerfishögun rafrænu landsskárinnar, þ.e. ERRU-kerfisins, að vera notuð til að þróa skilaboðakerfi fyrir tilkynningarnar sem nefndar eru í 1. mgr. 18. gr. tilskipunar 2014/47/ESB.
Sameiginlegar reglur um samtengingu rafrænna landsskráa yfir flutningafyrirtæki á vegum, ERRU, er að finna í reglugerð ESB nr. 1213/2010. Hún var síðan felld niður með reglugerð 2016/480. Reglugerð 2016/480 á að koma til framkvæmda þann 30. janúar 2019. Í henni eru kynntar talsverðar breytingar á ERRU kerfinu. Til að takmarka stjórnsýsluálag og tryggja hagkvæmt verklag sem og til að tryggja samræmi er nauðsynlegt að nýja skilaboðakerfið fyrir tæknilegt vegaeftirlit, RSI roadside inspection, sem byggja mun á ERRU kerfinu mun því einnig koma til framkvæmda þann 30. janúar 2019.
Til að auðvelda samskipti milli tengiliða aðildarríkjanna er framkvæmdastjórninni skylt að setja ítarlegar reglur um málsmeðferð tilkynninganna.
Efnisútdráttur: Reglugerðin inniheldur fimm ákvæði, auk viðauka.
1. gr. Gildissvið – í reglugerðinni er mælt fyrir um reglur sem gilda vegna tilkynninga í gegnum RSI kerfið um niðurstöður tæknilegs vegaeftirlits (RSI) á atvinnuökutækjum með meiriháttar eða hættulega annmarka, sbr. 3. gr.
2. gr. Skilgreiningar – í ákvæðinu eru þrjár skilgreiningar auk þeirra sem fyrir eru í reglugerð ESB 2016/480.
3. gr. RSI kerfið. Fjallar um skyldu framkvæmdastjórnarinnar til að setja upp RSI skilaboðakerfi sem skal vera með sambærilega uppbyggingu og skilaboðakerfið í reglugerð ESB 2016/480. Með RSI kerfinu skal vera hægt að uppfylla þá tilkynningarskyldu sem kemur fram í 1. mgr. 18. gr. tilskipunar 2014/47/ESB. RSI kerfið skal uppfylla tilteknar tæknilegar forskriftir sem taldar eru upp í ákvæðinu.
4. gr. Tilkynningar – tengiliður aðildarríkis sem framkvæmdi vegaeftirlitsskoðun skal tilkynna um niðurstöður hennar án tafar til skráningarríkis (1. mgr.) Aðildarríkið sem framkvæmdi vegaeftirlitsskoðunina skal tilkynna skráningarríki um niðurstöðuna með því að nota RSI kerfið, í samræmi við verklag og tæknikröfur sem koma fram í viðauka við reglugerðina (2. mgr.).
5. gr. Gildistaka – reglugerðin kemur til framkvæmda þann 30. júní 2020, fyrir utan 1. mgr. 4. gr. sem skal beitt frá 20. maí 2018.
Umsögn: Um er að ræða nýtt skilaboðakerfi sem Ísland þarf að koma á fót. Vegna legu landsins má hins vegar reikna með að það verði talsvert minna notað hér en á meginlandi Evrópu þar sem akstur milli ríkja er mikill.
Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Gera má ráð fyrir að tilskipun 2014/47/ESB sem og þessi gerð 2017/2205/ESB verði innleiddar í reglugerð um skoðun ökutækja nr. 8/2009. Lagastoðin er í 67. gr. umferðarlaga nr. 50/1987.
Til samanburðar er lagastoð fyrir rafrænu landsskrána (reglugerð ESB nr. 1213/2010) að finna í 32. gr. laga um farþegaflutninga og farmflutninga á landi nr. 28/2017, sbr. reglugerð nr. 474/2017.
Mat á kostnaði: Í gerðinni er gert ráð fyrir að komið sé upp skilaboðakerfi vegna tæknilegs vegaeftirlits (RSI) þar sem byggt verður á kerfishögun rafrænu landskrárinnar. Kerfið mun nota ERRU hluta EUCARIS-kerfisins og ætti kostnaður því að vera minniháttar.
Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: Dómsmálaráðuneytið og lögreglan vegna vegaeftirlits lögreglunnar. Þá má hugsanlega nefna Persónuvernd vegna meðferðar og færslu upplýsinga.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoð er að finna í 67. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Innleiðing fer fram með breytingu á reglugerð um skoðun ökutækja nr. 8/2009.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Samráð

Samráð Nei
Hvaða hagsmunaaðilar Samgöngustofa

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32017R2205
Samþykktardagur hjá ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 314, 30.11.2017, p. 3
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Samþykktardagur
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 74, 10.11.2022, p. 60
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 291, 10.11.2022, p. 57