32017R2400

Commission Regulation (EU) 2017/2400 of 12 December 2017 implementing Regulation (EC) No 595/2009 of the European Parliament and of the Council as regards the determination of the CO2 emissions and fuel consumption of heavy-duty vehicles and amending Directive 2007/46/EC of the European Parliament and of the Council and Commission Regulation (EU) No 582/2011


iceland-flag
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/2400 frá 12. desember 2017 um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 595/2009 að því er varðar ákvörðun koltvísýringslosunar og eldsneytisnotkunar þungra ökutækja og um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2007/46/EB og á reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 582/2011
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 02 Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun, 02.01 Vélknúin ökutæki
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 082/2018
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Þessi reglugerð EB 2017/2400 miðar að því að gera ráðstafanir til að fá nákvæmar upplýsingar um losun koltvísýrings og eldsneytisnotkun nýrra þungra ökutækja sem sett eru á Evrópumarkað. Fram til þessa hefur engin sameiginleg aðferð verið í löggjöf Evrópusambandsins til að meta losun koltvísýrings og eldsneytislosun þungra ökutækja. Því hefur ekki verið gagnsæi á markaðnum um orkunýtingu þungaflutningabifreiða. Í reglugerðinni er kveðið á um notkun hermiprófunartækis til að mæla losun og eldsneytisnotkun þungra ökutækja. Engir framleiðendur ökutækja á Íslandi eins og er og hefur reglugerðin því lítil sem engin áhrif hér á landi eins og stendur. Kostnaður við innleiðingu þessarar reglugerðar er metinn óverulegur sem enginn.

Nánari efnisumfjöllun

Almennt: Um er að ræða reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) 2017/2400 um framkvæmd á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 595/2009 að því er varðar ákvörðun á losun koltvísýrings og eldsneytisnotkun þungra ökutækja og um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2007/46/EB og reglugerð (ESB) nr. 582/2011.
Reglugerð (EB) nr. 595/2009 er sérreglugerð um gerðarviðurkenningaraðferð Bandalagsins sem mælt er fyrir um í tilskipun 2007/46/EB. Á grundvelli hennar er framkvæmdastjórninni kleift að samþykkja ráðstafanir um losun koltvísýrings og eldsneytisnotkun þungra ökutækja.
Ákvæðin sem sett eru fram með þessari reglugerð sem hér er til umfjöllunar eru hluti af ramma sem settur var með með tilskipun 2007/46/EB og viðbót við þau ákvæði gerðarviðurkenningar er snúa að losun, viðgerðum og viðhaldi upplýsinga um ökutækið sem mælt er fyrir um í reglugerð (ESB) nr. 582/2011. Til að koma á skýrum tengslum milli þeirra ákvæða og þessarar reglugerðar verður að breyta tilskipun 2007/46/EB og reglugerð nr. 582/2011 til samræmis.
Efnisútdráttur: Þessi reglugerð EB 2017/2400 miðar að því að gera ráðstafanir til að fá nákvæmar upplýsingar um losun koltvísýrings og eldsneytisnotkun nýrra þungra ökutækja sem sett eru á Evrópumarkað. Fram til þessa hefur engin sameiginleg aðferð verið í löggjöf Evrópusambandsins til að meta losun koltvísýrings og eldsneytislosun þungra ökutækja. Því hefur ekki verið gagnsæi á markaðnum um orkunýtingu þungaflutningabifreiða. Í reglugerðinni er kveðið á um notkun hermiprófunartækis til að mæla losun og eldsneytisnotkun þungra ökutækja.
Þar sem enginn hugbúnaður er til staðar á markaðnum til að uppfylla þær kröfur sem nauðsynlegar eru við mat á losun koltvísýrings og eldsneytisnotkun þungaflutningabifreiða, ætti framkvæmdastjórnin að þróa sérstakan hugbúnað til notkunar í þeim tilgangi. Prófanirnar skulu gerðar af framleiðendum ökutækja fyrir skráningu, sölu eða notkun. Með reglugerðinni verða til reglur um útgáfu leyfa til að starfrækja tæki til hermiprófana til að meta losun og eldsneytisnotkun frá nýjum ökutækjum.
Áhrif: Engir framleiðendur ökutækja á Íslandi eins og er og hefur reglugerðin því lítil sem engin áhrif hér á landi eins og stendur. Kostnaður við innleiðingu þessarar reglugerðar er metinn óverulegur sem enginn.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Engar laga- eða reglugerðabreytingar
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoðin er 60. gr. umferðalaga nr. 50/1987. Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð nr. 822/2004 um gerð og búnað ökutækja.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Samráð

Samráð Nei
Hvaða hagsmunaaðilar Samgöngustofa

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32017R2400
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 349, 29.12.2017, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 66, 15.10.2020, p. 14
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 340, 15.10.2020, p. 12