Ákvörðun E6 um það hvenær rafræn skilaboð séu löglega afhent í rafræna upplýsingamiðlunarkerfinu - 32018D1004(02)

Administrative Commission for the Coordination of Social Security Systems — Decision No E6 of 19 October 2017 concerning the determination of when an electronic message is considered legally delivered in the Electronic Exchange of Social Security Information (EESSI) system


iceland-flag
Framkvæmdaráð um samræmingu almannatryggingakerfa Ákvörðun nr. E6 frá 19. október 2017 um hvenær telja skuli að rafræn boð hafi verið afhent með löglegum hætti í kerfinu fyrir rafræna miðlun upplýsinga um almannatryggingar (EESSI) (Texti sem varðar EES og Sviss) 2018/C 355/04
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 06 Almannatryggingar
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 235/2019
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Ákvörðun framkvæmdaráðsins um samræmingu almannatryggingakerfa nr. E6 frá 19. október 2017 um ákvörðun þess hvenær rafræn skilaboð teljist löglega afhent í rafræna upplýsingamiðlunarkerfinu fyrir almannatryggingar (EESSI).

Nánari efnisumfjöllun

Í 81. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/2004 eru ákvæði um að krafa, yfirlýsing eða áfrýjun sem á að hafa verið sett fram innan tiltekins tíma til stjórnvalds í aðildarríki, en sem var þess í stað sett fram innan sama frests til samsvarandi stjórnvalds í öðru aðildarríki skuli viðurkennd. Í 4. gr. reglugerð (EB) nr. 987/2009 er kveðið á um að sending gagna milli stjórnvalda skuli vera með rafrænum hætti og að framkvæmdaráðið skuli ákveða í hvaða formi það skuli vera og frekara fyrirkomulag. Í 4. mgr. 2. gr. rg. (EB) nr. 987/2009 kemur fram að þegar gögn eru send með rafrænum hætti skuli frestir til að svara kröfum byrja að líða frá þeim degi þegar samskiptastofnun fær kröfuna, eins og hún hafi verið móttekin af þar til bærri stofnun í því ríki. Með vísan til þessa var talið nauðsynlegt að setja reglur um það hvenær skilaboð teljist löglega afhent við notkun EESSI kerfisins um rafræn skipti á upplýsingum í almannatryggingum til að ákveða þá tímafresti sem eiga að gilda samkvæmt reglugerðunum. Samkvæmt ákvæðum reglugerðar (EB) nr. 883/2004 og(EB) nr. 987/2009, teljast skilaboð vera afhent þegar þau berast lögbæru stofnuninni eða samskiptastofnun í viðtökuríki einnig þegar viðkomandi stofnun á ekki sjálf að afgreiða málið. Ákvörðun E6 byggir á þessum meginreglum. Í samræmi við það teljast rafræn skilaboð löglega afhent þegar þau berast á endastöð í rafræna kerfinu og á þeim degi þegar staðfesting móttöku verður til á svokölluðum ebMS AS4 endapunkti í EESSI kerfinu. Þetta þýðir að þegar boð eru send í gegnum þessa ferla verður sendandinn upplýstur þegar skeytið er afhent á endastöð eða þá að hann fær tilkynningu um að skeytið hafi ekki verið afhent. Þessi endastöð er það næsta sem hægt er að komast handvirku lausnina þar sem skilaboðin berast til lögbærra stofnana eða samskiptastofnun. Skilaboðin eru samkvæmt framansögðu talin löglega afhent í EESSI kerfinu þann dag sem endastöðin sendir frá sér staðfestingu á afhendingu skilaboðanna. Það er á ábyrgð aðildarríkjanna að rafræn skeyti sem afhent eru til aðgangsgáttar viðkomandi lands (access point) verði framsend til endastöðvar innan EESSI gagnaflutningakerfisins á að minnsta kosti á 24 klukkustunda fresti og að kvittun fyrir afhendingu eða fyrir því að afhending hafi mistekist myndist í endastöð í EESSI kerfinu í síðasta lagi daginn eftir þann dag sem skeytið var sent. Í þeim tilvikum þar sem vafi er á því hvaða dag skeytið var sent þurfa aðildarríkin að tryggja að starfsfólk geti kannað og fundið nauðsynlegar upplýsingar um þann dag sem skilaboðin fóru í gegnum EESSI gagnaflutningakerfið eða ef sending mistókst. Framkvæmdaráðið mun skilgreina nánar þetta samráðsferli.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Engar laga- eða reglugerðabreytingar
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið
Önnur ráðuneyti sem hafa aðkomu Heilbrigðisráðuneytið
Ábyrg stofnun Tryggingastofnun ríkisins
Aðrar stofnanir sem hafa aðkomu Vinnumálastofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32018D1004(02)
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ C 355, 4.10.2018, p. 5
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 3, 5.1.2023, p. 56
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 4, 5.1.2023, p. 59