Tilmæli A1 um leiðbeiningar varðandi útgáfu A1 vottorðsins. - 32018H0529(01)

Recommendation No A1 of 18 October 2017 concerning the issuance of the attestation referred to in Article 19(2) of Regulation (EC) No 987/2009 of the European Parliament and of the Council

  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 06 Almannatryggingar
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 236/2019
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Tilmæli framkvæmdaráðsins um samræmingu almannatryggingakerfa nr. A1 frá 18. október 2017 um útgáfu staðfestingarinnar sem vísað er til í 2. mgr. 19. gr. reglugerðar (EB) nr. 987/2009 kveða á um leiðbeiningar sem fylgja skal við útgáfu vottorðs A1, í þeim tilgangi að koma í veg fyrir fölsun vottorðsins.

Nánari efnisumfjöllun

Mælt er með því að bætt sé við þáttum til að auðvelda að unnt sé að staðreyna gildi vottorðsins. Þegar vottorðið er gefið út rafrænt er mælt með raðnúmeri eða einkennisnúmeri á hverri blaðsíðu. Ef vottorðið er gefið út handvirkt ætti textinn að vera á báðum hliðum hverrar síðu og síðurnar heftar saman á þann hátt að erfitt sé að aðskilja þær. Ennfremur er mælt með því að útgefin A1 vottorð séu skráð á þann hátt að einfalt og fljótlegt sé að sannreyna gildi þeirra. Mælt er með því að aðildarríkin upplýsi framkvæmdaráðið um samræmingu almannatryggingakerfa um það hvað aðferð stofnanir þeirra viðhafi við útgáfu vottorða A1 og að sendinefndir ríkjanna hjá framkvæmdaráðinu deili þeim upplýsingum til eftirlitsstofnana sinna. Áður en vottorð A1 er gefið út er mælt með því að viðkomandi stofnanir meti allar upplýsingar sem máli skipta, hvort heldur er með opinberum gögnum eða með því að óska eftir því við umsækjandann að hann leggi fram nauðsynlegar upplýsingar. Stofnunum til leiðbeiningar hefur verið útbúið staðlað yfirlit, sem er ekki tæmandi, yfir sameiginlegar sem og sérhæfðar spurningar sem eiga við um hin ýmsu ákvæði reglugerðar (EB) nr. 883/2004 og er það fylgiskjal með tilmælunum. Aðlaga má spurningarnar eftir því sem við á í hverju máli um sig. Þá á að vera ljóst af umsóknareyðublöðunum að umsækjandinn lýsi því yfir að hann/hún hafi svarað öllum spurningunum rétt og eftir bestu getu og að viðkomandi sé ljóst að eftirlit geti leitt til þess að vottorðið verði fellt úr gildi og afturkallað með afturvirkum hætti. Þá er mælt með því að þar til bærar stofnanir hafi upplýsingar um útgefin A1 vottorð aðgengilegar, helst í rafrænum gagnagrunni. Stofnanirnar ættu að tilkynna hver annarri í gegnum rafræna kerfið um skipti á tryggingaupplýsingum (EESSI) um allar ákvarðanir sem teknar eru varðandi að hvaða löggjöf gildi ef um starfsemi er að ræða í öðru aðildarríki, í samræmi við 1. mgr. 15. gr. rg. (EB) 987/2009.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Engar laga- eða reglugerðabreytingar
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið
Önnur ráðuneyti sem hafa aðkomu Heilbrigðisráðuneytið
Ábyrg stofnun Tryggingastofnun ríkisins
Aðrar stofnanir sem hafa aðkomu Sjúkratryggingar Íslands

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32018H0529(01)
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ C 183, 29.5.2018, p. 5
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 3, 5.1.2023, p. 57
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 4, 5.1.2023, p. 60