Breytingar á hjóð- og myndmiðlatilskipun ESB - 32018L1808
Directive (EU) 2018/1808 of the European Parliament and of the Council of 14 November 2018 amending Directive 2010/13/EU on the coordination of certain provisions laid down by law, regulation or administrative action in Member States concerning the provision of audiovisual media services (Audiovisual Media Services Directive) in view of changing market realities - - AVMSD


Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/1808 frá 14. nóvember 2018 um breytingu á tilskipun 2010/13/ESB um samræmingu tiltekinna ákvæða í lögum og stjórnsýslufyrirmælum í aðildarríkjunum um hljóð- og myndmiðlunarþjónustu (tilskipun um hljóð- og myndmiðlunarþjónustu) í ljósi breytinga á markaðsaðstæðum
-
Tillaga sem gæti verið EES-tæk
-
Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum
-
Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun
-
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi
-
Tekin upp í EES-samninginn og í gildi
-
Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi
Staða og svið tillögu/gerðar
Staða tillögu/gerðar | ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi |
---|---|
Svið (EES-samningur, viðauki) | 11 Rafræn fjarskipti, hljóð- og myndmiðlun og upplýsingasamfélagið, 11.05 Þjónusta tengd hljóð- og myndvinnslu |
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) | 337/2022 |
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu | |
Staðfestur gildistökudagur | |
Í gildi á EES-svæðinu | Já |
Almennar upplýsingar
Útdráttur
Í tilskipun ESB 2018/1808, sem tók gildi í september 2018, eru gerðar breytingar á hljóð- og myndmiðlunartilskipun 2010/13 ESB sem var leidd í íslensk lög með fjölmiðlalögum nr. 38/2011. Helstu breytingar eru að svokallaðar myndefnisveitur (video sharing platforms) munu falla undir tilskipunina, ítarlegri reglur um staðfestu fjölmiðla og hertar reglur um framboð á evrópsku efni þar sem miðlað er efni eftir pöntun.
Nánari efnisumfjöllun
Svokallaðar myndefnisveitur (eða mynddeilisíður, e. video sharing platform) falla undir fjölmiðlalög jafnvel þótt þær séu ekki skilgreindar sem fjölmiðlar. Um er að ræða aðila eins og YouTube, Facebook, Instagram o.fl.
Auk reglna um aðferðir til að ákveða staðfestu þessara aðila, þ.e. undir lögsögu hvaða ríkis innan EES svæðisins þeir heyra, þá eru ítarlegar reglur um þær „viðeigandi ráðstafanir“ sem þessir aðilar þurfa að gera til að vernda börn frá efni og notendaframleiddu efni sem getur haft skaðvænleg áhrif á líkamlegan, andlegan eða siðferðislegan þroska þeirra. Þá verður óheimilt að dreifa efni sem hvetur til ofbeldis, haturs og refsiverðs verknaðar, og er hvatning til hryðjuverka og efni sem lýtur að kynþátta- og útlendingahatri sérstaklega tilgreint. Að sama skapi er skerpt á sambærilegum reglum sem gilda fyrir fjölmiðla.
Ákvæði um upprunaland og hvernig skuli bregðast við efni sem sjónvarpað er frá einu ríki en er beint til notenda í öðru ríki hafa verið endurskoðuð með tilliti til þess að það ríki sem efninu er beint að og sem telur að efnið brjóti gróflega gegn lögum þess, geti stöðvað slíkar útsendingar eða krafist þess að upprunaríkið grípi til viðeigandi aðgerða.
Gerð verður krafa um að 30% af framboði myndefnis eftir pöntun verði evrópsk verk. Þá verða auglýsingareglur rýmkaðar þannig að hámark auglýsinga verður 20% á tilteknum tímabilum en ekki bundið við 20% á klukkustund eins og nú gildir. Aðrar breytingar eru minni háttar.
Auk reglna um aðferðir til að ákveða staðfestu þessara aðila, þ.e. undir lögsögu hvaða ríkis innan EES svæðisins þeir heyra, þá eru ítarlegar reglur um þær „viðeigandi ráðstafanir“ sem þessir aðilar þurfa að gera til að vernda börn frá efni og notendaframleiddu efni sem getur haft skaðvænleg áhrif á líkamlegan, andlegan eða siðferðislegan þroska þeirra. Þá verður óheimilt að dreifa efni sem hvetur til ofbeldis, haturs og refsiverðs verknaðar, og er hvatning til hryðjuverka og efni sem lýtur að kynþátta- og útlendingahatri sérstaklega tilgreint. Að sama skapi er skerpt á sambærilegum reglum sem gilda fyrir fjölmiðla.
Ákvæði um upprunaland og hvernig skuli bregðast við efni sem sjónvarpað er frá einu ríki en er beint til notenda í öðru ríki hafa verið endurskoðuð með tilliti til þess að það ríki sem efninu er beint að og sem telur að efnið brjóti gróflega gegn lögum þess, geti stöðvað slíkar útsendingar eða krafist þess að upprunaríkið grípi til viðeigandi aðgerða.
Gerð verður krafa um að 30% af framboði myndefnis eftir pöntun verði evrópsk verk. Þá verða auglýsingareglur rýmkaðar þannig að hámark auglýsinga verður 20% á tilteknum tímabilum en ekki bundið við 20% á klukkustund eins og nú gildir. Aðrar breytingar eru minni háttar.
Staða innan stjórnsýslunnar
Stofnun hefur lokið yfirferð | Já |
---|---|
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar | Ekki þörf á aðlögun |
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar | Já |
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB | Nei |
Sent til Alþingis |
Innleiðing
Innleiðing | Lagasetning/lagabreyting |
---|---|
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta | Breyta þarf lögum nr. 38/2011 fjölmiðlalögum. |
Staða innleiðingarvinnu | Innleiðing í vinnslu |
Samráð
Samráð | Já |
---|---|
Hvaða hagsmunaaðilar | Fjölmiðlanefnd og helstu fjölmiðlar á sviði hljóð- og myndmiðlunar, einkum Sýn og Síminn. |
Samráðsgátt | https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=2608 |
Niðurstöður samráðs | Umsagnir leiða ekki til breytinga á frumvarpinu af hálfu MRN. |
Áhrif
Nánari útskýring á kostnaði, þ.á.m. á hvern hann fellur | Gert er rað fyrir að bæta þurfi við einu stöðugildi hjá fjölmiðlanefnd vegna aukinna verkefna sem stjórnvöld verða að sinna skv. tilskipuninni. |
---|---|
Áætlaður kostnaður hins opinbera | Aukakostnaður |
Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB
CELEX-númer | 32018L1808 |
---|---|
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB | |
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB | OJ L 303, 28.11.2018, p. 69 |
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB |
Vinnslustig (pipeline stage)
COM numer | COM(2016) 287 |
---|---|
Dagsetning tillögu ESB | |
Dagsetning tillögu | |
Samþykktardagur i ESB |
Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Liechtenstein) | |
---|---|
Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Ísland) | |
Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Noregur) |
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar | |
---|---|
Staðfestur gildistökudagur | |
Tilvísun í EES-viðbæti | EEA Supplement No 48, 29.6.2023, p. 80 |
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB | OJ L 164, 29.6.2023, p. 83 |