32018L1846

Commission Directive (EU) 2018/1846 of 23 November 2018 amending the Annexes to Directive 2008/68/EC of the European Parliament and of the Council on the inland transport of dangerous goods to take into account scientific and technical progress


iceland-flag
Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/1846 frá 23. nóvember 2018 um breytingu á viðaukunum við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2008/68/EB um flutning á hættulegum farmi á landi og skipgengum vatnaleiðum í því skyni að laga viðaukana að framförum á sviði vísinda og tækni
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.01 Flutningar á landi
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 168/2019
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Með tilskipuninni er verið að innleiða nýjustu breytingu á ADR-samningnum í Evrópurétt í þeim tilgangi að tryggja að tilskipun 2008/68/EB taki mið af og vísi hverju sinni til nýjustu útgáfu alþjóðasamningsins sem um ræðir. ADR samningurinn heitir fullu nafni The European Agreement concerning the International Carriage of Dangerous Goods by Road. Hann er gerður fyrir tilstuðlan Sameinuðu þjóðanna. Ákvæði þessara alþjóðasamninga eru uppfærð annað hvert ár. Síðustu útgáfur þessara samninga skulu koma til framkvæmda frá og með 1. janúar 2019. Kostnaður við innleiðingu þessarar reglugerðar er metinn óverulegur sem enginn.

Nánari efnisumfjöllun

Efnisútdráttur: Með tilskipuninni er verið að innleiða nýjustu breytingu á ADR-samningnum í Evrópurétt í þeim tilgangi að tryggja að tilskipun 2008/68/EB taki mið af og vísi hverju sinni til nýjustu útgáfu alþjóðasamningsins sem um ræðir. ADR samningurinn heitir fullu nafni The European Agreement concerning the International Carriage of Dangerous Goods by Road. Hann er gerður fyrir tilstuðlan Sameinuðu þjóðanna.
Með tilskipun 2008/68/EB eru innleiddar reglur ADR-samningsins um millilandaflutninga á hættulegum farmi á vegum í Evrópusambandinu. Ákvæði tilskipunarinnar ná einnig til RID-samningsins, Regulation concerning the International Carriage of Dangerous Goods by Rail, og ADN-samningsins, European Agreement concerning the International Carriage of Dangerous Goods by Inland Waterways. Þeir samningar eru samskonar samningar og ADR-samningurinn en eiga við um flutninga á skipgengum vatanaleiðum, ADN, og með járnbrautum, RID.
Ákvæði þessara alþjóðasamninga eru uppfærð annað hvert ár. Síðustu útgáfur þessara samninga skulu koma til framkvæmda frá og með 1. janúar 2019. Yfirfærslutímabil er til 30. júní 2019. Breytingarnar eru í samræmi við álit nefndarinnar um flutning á hættulegum farmi.
Hér á landi eiga eingöngu við ákvæði ADR-samningsins. Eingöngu er verið að gera minniháttar orðalagsbreytingar. Breytingin hefur lítil áhrif hér á landi.
Kostnaður við innleiðingu þessarar reglugerðar er metinn óverulegur sem enginn.
Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Lagastoð er að finna í 2. mgr. 50. gr., 1. mgr. 60. gr. og 5. mgr. 73. gr. umferðalaga nr. 50/1987. Rétt væri að tilskipunin yrði innleidd með reglugerð nr. 1077/2010 um flutning á hættulegum farmi á landi.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoð er að finna í 2. mgr. 50. gr., 1. mgr. 60. gr. og 5. mgr. 73. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Rétt væri að tilskipunin yrði innleidd með reglugerð nr. 1077/2010 um flutning á hættulegum farmi á landi.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Samráð

Samráð Nei
Hvaða hagsmunaaðilar Samgöngustofa

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32018L1846
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 299, 26.11.2018, p. 58
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 74, 10.11.2022, p. 59
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 291, 10.11.2022, p. 56