Geo blocking reglugerð - 32018R0302

Regulation (EU) 2018/302 of the European Parliament and of the Council of 28 February 2018 on addressing unjustified geo-blocking and other forms of discrimination based on customers' nationality, place of residence or place of establishment within the internal market and amending Regulations (EC) No 2006/2004 and (EU) 2017/2394 and Directive 2009/22/EC


iceland-flag
Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/302 frá 28. febrúar 2018 um ráðstafanir gegn óréttmætum landfræðilegum takmörkunum á netumferð og annarri mismunun sem byggist á því hvert þjóðerni viðskiptavinar er, hvar hann er búsettur eða hvar hann hefur staðfestu á innri markaðnum og um breytingu á reglugerðum (EB) nr. 2006/2004 og (ESB) 2017/2394 og tilskipun 2009/22/EB
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 10 Almenn þjónusta
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 311/2019
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Reglugerðinni er ætlað að koma í veg fyrir að seljendur á netinu mismuni kaupendum eftir þjóðerni, búsetu, staðfestu eða greiðslumáta.

Nánari efnisumfjöllun

Reglugerðinni er ætlað að tryggja jafnræði kaupenda í smásöluviðskiptum á innri markaði Evrópska efnahagssvæðisins óháð þjóðerni, búsetu eða staðfestu. Megininntak reglugerðarinnar er að tryggja réttindi neytenda en þó gildir hún einnig um kaup lögaðila sem fallið geta undir gildissvið reglugerðarinnar, að því marki sem viðkomandi lögaðilar eru notendur þeirrar vöru eða þjónustu sem keypt er (end-users). Reglugerðin gildir um viðskipti yfir landamæri og gildir óháð því við hvaða aðstæður kaup eiga sér stað en helsti tilgangur gerðarinnar er þó að koma í veg fyrir að kaupendum á netinu sé mismunað eftir þjóðerni eða búsetu.

Í reglugerðinni er þannig kveðið á um það að almennt sé óheimilt að loka fyrir eða takmarka aðgang kaupenda að vefsíðum seljenda með vísan til þjóðernis, búsetu eða staðfestu kaupanda. Einnig að óheimilt verði að áframsenda kaupanda á aðra vefsíðu í öðru landi á sama grundvelli nema samkvæmt samþykki kaupandans. Þá er einnig kveðið á um að seljendum verði almennt óheimilt að mismuna kaupendum vöru og þjónustu á grunni þjóðernis, búsetu eða staðfestu á þeim svæðum sem seljandinn er almennt að veita þjónustu eða selja vörur. Að lokum er einnig kveðið á um að óheimilt sé að mismuna kaupendum varðandi greiðslumáta á grundvelli þjóðernis eða búsetu. Í reglugerðinni er einnig kveðið á um undanþágur frá efnisreglum hennar sem byggja á málefnalegum ástæðum, svo sem ef landslög kveða á um skyldur seljenda sem fara annars gegn ákvæðum reglugerðarinnar. Þá kemur gerðin ekki í veg fyrir að seljendur viðhafi ákveðna markaðssókn á ákveðnum svæðum og seljendur verða ekki skyldaðir til að selja eða afhenda vöru eða þjónustu á svæðum sem þeir selja almennt ekki til.

Í reglugerðinni er kveðið á um að aðildarríki tilnefni stjórnvald til að hafa eftirlit með framkvæmd reglugerðarinnar. Hér á landi mun Neytendastofa verða tilnefndur eftirlitsaðili.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Efnislegri aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB
Sent til Alþingis

Innleiðing

Innleiðing Lagasetning/lagabreyting
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Setja þarf nú heildarlög til innleiðingar á reglugerðinni.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing í vinnslu

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32018R0302
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 60, 2.3.2018, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2016) 289
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Liechtenstein)
Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Ísland)
Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Noregur)

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 14, 5.3.2020, p. 72
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 68, 5.3.2020, p. 65