32018R0986

Commission Implementing Regulation (EU) 2018/986 of 3 April 2018 amending Implementing Regulation (EU) 2015/504 as regards the adaptation of the administrative provisions for the approval and market surveillance of agricultural and forestry vehicles to Stage V emission limits


iceland-flag
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/986 frá 3. apríl 2018 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2015/504 að því er varðar aðlögun stjórnsýsluákvæða um viðurkenningu á og markaðseftirlit með ökutækjum fyrir landbúnað og skógrækt að losunarmörkum V. áfanga
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 02 Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun, 02.02 Dráttarvélar fyrir landbúnað eða skógrækt
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 057/2019
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Með reglugerð 2018/986 er breytt sniðmátum sem sett eru fram í framkvæmdarreglugerð ESB nr. 2015/504. Það er gert til að aðlaga þau og samræma þeim mátum sem sett eru fram í framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar nr. 2017/656/ESB. Í reglugerð 2017/656 voru sniðmátin upphaflega sett fram samkvæmt fyrirmælum í reglugerð 167/2013. Það er gert til að aðlaga sniðmátin nýjum losunarmörkum sem fram hafa komið. Í ljósi þess að Ísland er ekki í hópi framleiðsluríkja hefur reglugerð þessi óverulega þýðingu hér á landi.

Nánari efnisumfjöllun

Aðdragandi: Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/504 frá 11. mars 2015 um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 167/2013 að því er varðar stjórnsýslukröfur um viðurkenningu á og markaðseftirlit með ökutækjum fyrir landbúnað og skógrækt var innleidd með breytingu á reglugerð nr. 822/2004 um gerð og búnað ökutækja. Í henni er mælt fyrir um gerð sniðmáta fyrir tiltekin skjöl með tilliti til viðurkenningar á markaðseftirliti með ökutækjum fyrir landbúnað og skógrækt.
Með reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/1628 frá 14. september 2016 um kröfur um losunarmörk mengandi lofttegunda og efnisagna og gerðarviðurkenningu brunahreyfla fyrir færanlegan vélbúnað til nota utan vega, er felld úr gildi tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 97/68/EB og innleidd ný losunarmörk fyrir mengandi lofttegundir og agnir (5. stig) frá brunahreyflum færanlegra véla sem ekki eru notaðar á vegum.
Samkvæmt 19. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 167/2013 frá 5. febrúar 2013 um viðurkenningu á og markaðseftirlit með ökutækjum fyrir landbúnað og skógrækt munu 5. stigs losunarmörk sem um getur í Viðauka II við reglugerð ESB nr. 2016/1628 einnig gilda um ökutæki fyrir landbúnað og skógrækt. Beiting nýrra losunarmarka er í samræmi við tímatöflu sem fram kemur í Viðauka III við reglugerð ESB nr. 2016/1628.
Það er því nauðsynlegt að breyta þeim sniðmátum sem sett eru fram í framkvæmdarreglugerð ESB nr. 2015/504, í þeim tilgangi að aðlaga þau sniðmát og samræma þeim mátum sem sett eru fram í framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar nr. 2017/656/ESB.
Í þeim tilgangi að fínvinna stjórnsýslukröfurnar ættu minniháttar viðbótarbreytingar á framkvæmdarreglugerð ESB nr. 2015/504 að vera gerðar með tilliti til viðurkenningar á rafmagns- eða rafeindaundireiningum sem íhluta, og til að krefjast heildstæðari upplýsinga með tilliti til gerðarviðurkenningar á gírskiptingu og hemlakerfi ökutækis í eftirdragi.
Aðgerðir þær sem kveðið er á um í reglugerð þessari eru í samræmi við álit nefndarinnar sem um getur í 1. mgr. 69. gr. reglugerðar (ESB) nr. 167/2013.
Umsögn, helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Um er að ræða breytingar á núverandi reglum hvað varðar mengunarstaðla, og eru þeir staðlar athugaðir við forskráningu ökutækis í ökutækjaskrá. Kröfur verða gerðar til framleiðenda um að ökutæki séu framleidd í samræmi við umrædda staðla sem fram koma í reglugerð þessari. Í ljósi þess að Ísland er ekki í hópi framleiðsluríkja, hefur reglugerð þessi óverulega þýðingu hér á landi.
Lagastoð: Lagastoð er í 60. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Gerðin verður innleidd með breytingu á reglugerð nr. 822/2004 um gerð og búnað ökutækja.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoðin er 60. gr. umferðalaga nr. 50/1987. Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð nr. 822/2004 um gerð og búnað ökutækja.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Samráð

Samráð Nei
Hvaða hagsmunaaðilar Samgöngustofa

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32018R0986
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 182, 18.7.2018, p. 16
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 44, 2.7.2020, p. 23
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 210, 2.7.2020, p. 22