32018R1042

Commission Regulation (EU) 2018/1042 of 23 July 2018 amending Regulation (EU) No 965/2012, as regards technical requirements and administrative procedures related to introducing support programmes, psychological assessment of flight crew, as well as systematic and random testing of psychoactive substances to ensure medical fitness of flight and cabin crew members, and as regards equipping newly manufactured turbine-powered aeroplanes with a maximum certified take-off mass of 5700 kg or less and approved to carry six to nine passengers with a terrain awareness warning system

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/1042 frá 23. júlí 2018 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 965/2012 að því er varðar tæknilegar kröfur og stjórnsýslumeðferðir er varða stuðningsáætlanir, sálrænt mat á flugáhöfn, sem og kerfisbundna og handahófskennda skimun fyrir geðvirkum efnum til að tryggja heilbrigði flugliða og öryggis- og þjónustuliða og að því er varðar uppsetningu á landslagsgreiningarkerfi í nýlega framleiddar flugvélar, knúnar hverfihreyflum með 5700 kg skráðan hámarksflugtaksmassa eða minna og sem samþykktar hafa verið til að bera sex til níu farþega
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.06 Almenningsflug
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 025/2020
Samþykktardagur ákvörðunar sameiginlegu nefndarinnar
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Reglugerðin er viðbrögð við Germanwings slysinu. Brugðist er við hættu af því að áhafnir loftfara sinni störfum sínum undir áhrifum geðvirkra efna eða eru ófærir um að sinna störfum sínum vegna meiðsla, þreytu, lyfja, veikinda o. s. fr. Kveðið er á um sálfræðimat, innleiðingu á stuðningsáætlun fyrir flugmenn og verkferla til að koma í veg fyrir misnotkun geðvirkra efna. Kveðið er á um handahófskenndar áfengisprófanir. Fyrir Samgöngustofu liggur kostnaðurinn aðallega í uppfærslu á verklagsreglum, formum og þjálfun eftirlitsmanna auk kaupa á búnaði verði gert ráð fyrir að stofnunin geri prófanirnar. Eigi lögregla að gera skoðanirnar þarf að útbúa verklagsreglur um samspil lögreglu og Samgöngustofu. Þá þyrfti að gera ráð fyrir þjálfun lögreglunnar í þessu sambandi, og tækjakaupum. Líklegt er að nokkur kostnaður hljótist hjá flugrekendum vegna þessara breytinga þar sem það þarf að koma á laggirnar innri kerfum hjá þeim um reglubundnar prófanir og forvarnaráætlanir.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Vísað til er fyrra áhrifamats Samgöngustofu um drög að umræddri gerð, sent ráðuneytinu 6. apríl 2017 þar sem m.a. fram kom að umrædd drög að reglugerð væru viðbrögð Evrópusambandsins við Germanwings flugslysinu.
Markmiðið með reglugerðinni er að stemma stigu við þeirri hættu sem kann að stafa af því að flugverjar og/eða flugliðar sinni störfum sínum um borð í loftfari undir áhrifum geðvirkra efna eða ef þeir eru ófærir um að sinna störfum sínum vegna meiðsla, þreytu, lyfja, veikinda eða af öðrum keimlíkum orsökum.
Gildistaka: Reglugerðin tók gildi 14. ágúst í Evrópusambandinu en hefur ekki komið framkvæmda, fyrir utan liði 3(f) og 6(b) í viðauka reglugerðarinnar sem komu til framkvæmda þann 14. ágúst sl. Að öðru leyti koma ákvæði reglugerðarinnar ekki til framkvæmda fyrr en 14. ágúst 2020.
Efnisúrdráttur: Með reglugerðinni er breytt reglugerð (ESB) nr. 965/2012 þannig að kveðið er á um framkvæmd sálfræðimats á flugmönnum áður en þeim er heimilt að hefja störf, innleiðingu á stuðningsáætlun fyrir flugmenn, og verkferla um hvernig komið verði í veg fyrir misnotkun geðvirkra efna, sem og kveðið er á um framkvæmd handahófskenndra áfengisprófana á flugliðum í hlaðskoðunum flugmálayfirvalda.
Nánar tiltekið eru eftirfarandi helstu efnisatriði reglugerðarinnar:
I. Þremur málsgreinum hefur verið bætt við 4. gr. í reglugerð (ESB) nr. 965/2012. Fyrsta málsgreinin kveður á um að aðildarríki skuli tryggja að áfengisprófanir séu framkvæmdar af flugrekendum hvort sem um er að ræða flugrekendur viðkomandi ríkis, flugrekendur annarra EES ríkja eða þriðju ríkja og skulu flugmálayfirvöld framkvæmda skoðanir á grundvelli hlaðskoðana.
Í annarri málsgreininni er kveðið á um að aðildarríki geti ákveðið að áfengisprófanir séu framkvæmdar af öðrum yfirvöldum en eftirlitsmönnum flugmálayfirvalda. Niðurstöður prófana ber að setja í miðlægan SAFA gagnagrunn í samræmi við lið b ARO.RAMP.145.
Í þriðju málsgreininni kemur fram að aðildarríki geti ákveðið að framkvæmdar skuli prófanir á notkun geðvirkra efna, annarra en áfengis. Ákveði aðildarríki slíkar prófanir ber að tilkynna það til EASA og væntanlega ESA í tilfelli Íslands.
II. 9. gr. b um endurskoðun, review, hefur verið breytt þannig að við hefur bæst að EASA skuli meta árangur og hvernig til hefur tekist með þær prófanir og áætlanir sem hér eru til umræðu. Fyrsta skýrsla frá EASA á að koma út eigi síðar en 14. ágúst 2022.
III. Nánari útfærslur eru í viðaukum I, II, IV, VI, VII og VIII við reglugerðina.
Í viðauka I, er nokkrum skilgreiningum bætt við, m.a. á „psychoactive substances“ eða geðvirkum efnum og falla undir þá skilgreiningu: alcochol, opioids, cannabinoids, sedatives and hypnotics, cocaine, other psychostimulants, hallucinogens, and volatile solvents, with the exception of caffeine and tobacco.
Í viðauka II, kemur ARO.RAMP.106 Alcohol testing nýtt inn.
Í viðauka IV CAT.GEN.MPA.170 er m.a. kveðið á um að flugrekanda beri að koma á stefnu í því skyni að koma í veg fyrir misnotkun flugliða, flugverja og annars öryggisstarfsfólks á geðvirkum efnum. Flugrekandi skal koma á verkferlum sem á gagnsæjan og hlutlausan hátt vinna að þessu.
Í CAT.GEN.MPA.175 er m.a. kveðið á um að flugrekanda beri að sjá til þess að flugmenn hafi farið í gegnum, undergone, sálfræðimat áður en þeim er heimilt að hefja störf.
Í CAT.GEN.MPA.215 er m.a. kveðið á um að flugrekendur skuli útbúa stuðningsáætlanir fyrir flugmenn sem aðstoði þá við að greina og vinna í vandamálum sem gætu haft neikvæð áhrif á getu þeirra sem flugmenn.
IV. Fyrir utan þær breytingar sem að framan er fjallað um, er í reglugerðinni verið að samræma tæknilegar kröfur við ICAO kröfur hvað varðar landslagsgreiningarkerfi „Terrain awareness warning system“ -TAWS.
Þannig er um að ræða að fyrir flugvélar í flutningaflugi (CAT) með fyrsta lofthæfiskírteini gefið út eftir 1. janúar 2019, 5700 kg eða léttari, og með hámarksfarþegafjölda (MOPSC) 6-9, skal setja slíkt kerfi í vélina.
Hvað varðar sérstaka starfrækslu skal sömuleiðis setja slíkt kerfi í vélar með fyrsta lofthæfiskírteini gefið út 1. janúar 2011 eða síðar, séu vélarnar þyngri en 5.700 kg eða með hámarksfarþegafjölda fyrir fleiri en 9 farþega.
Þá ber að setja kerfið í vélar í sérstakri starfrækslu í atvinnuskyni sem eru 5.700 kg eða léttari og með hámarksfarþegafjölda (MOPSC) 6-9, og fyrsta lofthæfivottorð gefið út 1. janúar 2019 eða síðar.
Samgöngustofa mun kynna umræddar kröfur fyrir rekstraraðilum.
V. Reglugerðin kemur til framkvæmda 14. ágúst 2020, fyrir utan liði 3(f) og 6(b) í viðauka reglugerðarinnar um landslagsgreiningarkerfin sem skulu koma til framkvæmda 14. ágúst 2018.
Umsögn, helstu breytingar, mat á umfangi, og áhrif hér á landi: Nýjar kröfur fyrir flugmálayfirvöld eru samkvæmt framansögðu að yfirvöld þurfa að framkvæma handahófskenndar, random, áfengisprófanir í tengslum við hlaðskoðanir.
Þannig þarf að taka ákvörðun um hvernig staðið verður að áfengisprófunum sem flugmálayfirvöldum er falið að framkvæma, og þá hvort Ísland muni nýta sér þá heimild að í staðinn fyrir að þær fari fram í hlaðskoðunum séu þær framkvæmdar af öðrum yfirvöldum, t.d. lögreglu. Verði það niðurstaðan þarf að halda fundi með lögregluyfirvöldum, þjálfa lögreglumennina og útfæra verklagsreglur um miðlun upplýsinga til stofnunarinnar, þar sem niðurstöðum prófananna þarf að koma til Samgöngustofu og viðkomandi flugrekanda.
Verði niðurstaðan sú að Samgöngustofa framkvæmir prófanirnar þarf að gera ráð fyrir þjálfun eftirlitsmanna og kaupum á búnaði.
Nýjar kröfur fyrir flugrekendur eru eftirfarandi, og vakin er athygli á því að í stað orðanna „áfengi og vímuefni“, Alcohol and drugs, í CAT.GEN.MPA.170, koma nú orðin „geðvirk efni“, Psychoactive substance:
1.Flugrekendur þurfa að setja í gagnið forvarnaráætlanir/stuðningsáætlanir fyrir flugmenn, Pilot Support Programme, í því skyni að greina og koma í veg fyrir vandamál sem annars gætu haft neikvæð áhrif á starfshæfni flugmanna.
2. Flugrekendur þurfa að tryggja að flugmenn hafi undirgengist sálfræðimat áður en þeir hefja störf.
3. Flugrekendur þurfa að setja sér stefnu í því skyni að koma í veg fyrir misnotkun flugverja, flugliða og annarra starfsmanna í öryggistengdum störfum á geðvirkum efnum.
Lagastoð fyrir innl. gerðar: Gildissvið hlaðskoðana skv. ARO.RAMP.100 er í dag „loftför og áhöfn þeirra“. Hlaðskoðanir innihalda þannig skv. ARO.RAMP.125 m.a. skoðun á því hvort loftfar uppfylli tæknilegar kröfur, kröfur um flutninga á hættulegum varningi og hvort þjálfun starfsmanna sé fullnægjandi. Eigi hlaðskoðun einnig að ná til áfengismælinga starfsfólks er ljóst að gildissvið hlaðskoðunar er víkkað til muna. Í ljósi þess að um inngrip inn í friðhelgi einkalífs einstaklinga er að ræða, þarf að liggja fyrir skýr lagaheimild fyrir þess konar skoðun. Í því skyni að tryggja skírleika væri rétt að bæta inn í 37. gr. laga um loftferðir, málsgrein um áfengisprófanir í hlaðskoðunum. Innleiðing færi í kjölfarið fram með reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 237/2014 um tæknikröfur og stjórnsýslureglur í tengslum við starfrækslu loftfara.
Umsögn, mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitarfélaga og atvinnulífs: Fyrir Samgöngustofu liggur kostnaðurinn aðallega í uppfærslu á verklagsreglum, formum og þjálfun eftirlitsmanna flugrekstrardeildar auk kaupa á búnaði verði gert ráð fyrir að stofnunin framkvæmi þessar prófanir sjálf. Sé gert ráð fyrir að lögregla framkvæmi skoðanirnar þarf eftir sem áður að útbúa verklagsreglur um samspil lögreglu og Samgöngustofu. Þá þyrfti að gera ráð fyrir þjálfun lögreglunnar í þessu sambandi, og tækjakaupum.
Samgöngustofa telur að nokkur kostnaður hljótist hjá flugrekendum vegna þessara breytinga þar sem það þarf að koma á laggirnar innri kerfum hjá þeim um reglubundnar prófanir og forvarnaráætlanir. Samgöngustofa hefur þó ekki upplýsingar um beinan kostnað, og er það nokkuð sem þeir verða að svara sjálfir.
Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: Skörun við dómsmálaráðuneyti þar sem það þarf að skoða hvort það verður lögreglan sem kemur til með að framkvæma áfengispróf í tengslum við hlaðskoðanir.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Sent til Alþingis
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Lagasetning/lagabreyting
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Breyta þarf l um loftf., nr. 60/1998 v áfengismælinga. Rétt að bæta í 37. gr. laganna heimild til slíkra mælinga. Innl yrði með reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 237/2014 um tæknikröfur og stjórnsýslureglur í tengslum við starfrækslu loftfara
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Samráð

Hvaða hagsmunaaðilar Samgöngustofa

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Aukakostnaður
Nánari útskýring á kostnaði, þ.á.m. á hvern hann fellur Á flugrekendur vegna nýrra innri ferla vegna áfengismælinga, þjálfun, vinna og tæki hjá þeim sem mun sjá um mælingarnar.

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32018R1042
Samþykktardagur hjá ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 188, 25.7.2018, p. 3
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Ísland)

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Samþykktardagur
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 13, 16.2.2023, p. 50
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 49, 16.2.2023, p. 53