32018R1979

Commission Implementing Regulation (EU) 2018/1979 of 13 December 2018 setting the weighted average of maximum mobile termination rates across the Union and repealing Implementing Regulation (EU) 2017/2311


iceland-flag
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/1979 frá 13. desember 2018 um vegið meðaltal hæsta verðs fyrir lúkningu símtala í farsíma í Sambandinu og um niðurfellingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2017/2311
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn en er ekki lengur í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 11 Rafræn fjarskipti, hljóð- og myndmiðlun og upplýsingasamfélagið, 11.01 Fjarskiptaþjónusta
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 086/2019
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu Nei

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Um er að ræða drög að innleiðingarreglugerð um vegið meðaltal á hámarks lúkningargjöld fyrir reikisímtöl í farnetum innan EES svæðisins. Með gildistöku hinnar svonefndu TSM reglugerðar Evrópuþingsins og Ráðsins nr. 2015/2120/EB var kveðið á um að reikigjöld skyldu byggja á heimaverðskrá (e Roam Like Home). Væri einstakur viðskiptavinur með mikla reikinotkun var hins vegar gert ráð fyrir því að fjarskiptafyrirtæki gætu lagt tiltekið álag á einingarverð reikisímtala slíks viðskiptavinar vegna þeirra símtala sem væru umfram eðlilega notkun. Þetta álag skyldi miða við tilteknar reikniforsendur, þ.e. vegið meðaltal á lúkningargjöldum í farsímanetum innan EES svæðisins samkvæmt ákveðnum forsendum Í TSM reglugerðinni var framkvæmdastjórn ESB falið að reikna út þetta álag árlega. Hér liggur fyrir niðurstaða þessa útreiknings á vegnu meðaltali á hámarks lúkningargjöld fyrir reikisímtöl sem skal gilda fyrir árið 2019.

Nánari efnisumfjöllun

Um er að ræða drög að innleiðingarreglugerð um vegið meðaltal á hámarks lúkningargjöld fyrir reikisímtöl í farnetum innan EES svæðisins.
Með gildistöku hinnar svonefndu TSM reglugerðar Evrópuþingsins og Ráðsins nr. 2015/2120/EB var kveðið á um að reikigjöld skyldu byggja á heimaverðskrá (e Roam Like Home). Væri einstakur viðskiptavinur með mikla reikinotkun var hins vegar gert ráð fyrir því að fjarskiptafyrirtæki gætu lagt tiltekið álag á einingarverð reikisímtala slíks viðskiptavinar vegna þeirra símtala sem væru umfram eðlilega notkun. Þetta álag skyldi miða við tilteknar reikniforsendur, þ.e. vegið meðaltal á lúkningargjöldum í farsímanetum innan EES svæðisins samkvæmt ákveðnum forsendum Í TSM reglugerðinni var framkvæmdastjórn ESB falið að reikna út þetta álag árlega, að fenginni umsögn frá BEREC.
Þau drög að innleiðingarreglugerð sem hér liggja fyrir er niðurstaða þessa útreiknings framkvæmdastjórnarinnar á vegnu meðaltali á hámarks lúkningargjöld fyrir reikisímtöl sem skal gilda fyrir árið 2019.
Íslensku farsímafyrirtækin hafa ekki sett ákvæði um slíkt viðbótarálag í skilmála sína vegna símtala reikiþjónustu og njóta viðskiptavinir þeirra því ætíð kjara samkvæmt heimaverðskrá á ferðalögum sínum innan EES svæðisins. Fyrirtækin verða þó að geta sett slíka skilmála um gjöld vegna reikinotkunar umfram það sem telst eðlileg notkun samkvæmt reglum um heimaverðskrá sjái þau þörf á að gæta þeirra hagsmuna sinna.
Eins og sakir standa hefur þetta hámarks viðbótarálag fyrir reikisímtöl takmarkaða þýðingu fyrir íslenskan fjarskiptamarkað. Eigi að síður er nauðsynlegt að innleiða reglugerðina þegar þar að kemur.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoðin er í 2. mgr. 35. gr. fjarskiptalaga. PFS mælir með því að það verði gert með breytingu á reglugerð nr. 1174/2012 um alþjóðlegt reiki á almennum farsímanetum innan Evrópska efnahagssvæðisins með tilvísunaraðferð., Innleiðingu lokið, með birtingu reglugerðar nr. 583/2019 um breytingu á rg. 1174/2012.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið
Ábyrg stofnun Fjarskiptastofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32018R1979
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 317, 14.12.2018, p. 10
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer D059612/01
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 44, 2.7.2020, p. 87
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 210, 2.7.2020, p. 71