32018R2043

Commission Implementing Regulation (EU) 2018/2043 of 18 December 2018 amending Implementing Regulation (EU) 2017/1153 to clarify the WLTP test conditions and provide for the monitoring of type approval data


iceland-flag
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/2043 frá 18. desember 2018 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2017/1153 til að tilgreina nákvæmlega prófunarskilyrði við prófunaraðferð fyrir létt ökutæki sem samræmd er á heimsvísu (WLTP) og kveða á um vöktun gagna um gerðarviðurkenningu
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 20 Umhverfismál, 20.03 Loft
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 132/2019
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Þess er vænst að með WLTP-prófunaraðferðinni fáist gildi fyrir koltvísýringslosun og eldsneytisnotkun sem endurspegla betur losun við raunveruleg akstursskilyrði. Í reglugerð 2017/1153/ESB er kveðið á um aðferð til að bera saman koltvísýringslosun, sem er annars vegar mæld í samræmi við reglugerð 2017/1151/ESB, WLTP-aðferðin og hins vegar koltvísýringslosunar sem er ákvörðuð í samræmi við reglugerð 692/2008/EB, NEDC-aðferrðin. Einnig er kveðið á um málsmeðferð við beitingu nefndrar aðferðar til að ákvarða sértæka meðaltalslosun koltvísýrings fyrir hvern framleiðanda. Þá er kveðið á um þær breytingar á reglugerð 1014/2010/ESB sem krafist er til að aðlaga vöktun gagna um koltvísýringslosun þannig að hún endurspegli breytinguna á losunargildum.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Þess er vænst að með WLTP-prófunaraðferðinni fáist gildi fyrir koltvísýringslosun og eldsneytisnotkun sem endurspegla betur raunveruleg akstursskilyrði.
Gildistaka: Á 20. degi eftir birtingu í OJ. Liðir 2(c) og (d) í 1. gr. koma til framkvæmda 1. febrúar 2019.
Aðdragandi: Samræmd prófunaraðferða fyrir létt ökutæki á heimsvísu, e. World Harmonised Light Vehicle Test Procedure, (WLTP)) er sett fram í reglugerð 2017/1151/ESB. Frá 1. september 2017 varð aðferðin ný lögboðin aðferð til að mæla koltvísýringslosun og eldsneytisnotkun léttra ökutækja. Aðferðin kom í stað nýju evrópsku aksturslotunnar (NEDC) en beiting hennar byggði á reglugerð 692/2008/EB.
Í reglugerð 2017/1153/ESB er kveðið á um aðferð til að bera saman koltvísýringslosun, sem er annars vegar mæld í samræmi við reglugerð 2017/1151/ESB og hins vegar koltvísýringslosunar sem er ákvörðuð í samræmi við reglugerð 692/2008/EB.
Einnig er kveðið á um málsmeðferð við beitingu nefndrar aðferðar til að ákvarða sértæka meðaltalslosun koltvísýrings fyrir hvern framleiðanda. Þá er kveðið á um þær breytingar á reglugerð 1014/2010/ESB sem krafist er til að aðlaga vöktun gagna um koltvísýringslosun þannig að hún endurspegli breytinguna á losunargildum.
Efnisútdráttur
Reglugerðin inniheldur tvær greinar:
1. gr. – 1) Nýrri grein, 7a, er bætt við reglugerð 2017/1153/ESB um tilkynningu niðurstaðna WLPT mælinga, 2) Eftirfarandi breytingar eru gerðar á I. viðauka sem setur fram aðferðir til að ákvarða NEDC-koltvísýringsgildi einstakra ökutækja í flokki M1: a) nýjum lið 2.2a um WLTP prófunarskilyrði og 2.2b um gildissvið WLTP prófunarskilyrða er bætt við I. viðauka, b) gerðar eru breytingar á lið 2.4 um ílagsgagnafylki, c) gerðar eru breytingar á lið 3.1.1.1. um upprunalega frálagsskýrslu fylgnitólsins, d) nýjar málsgreinar koma í stað núverandi málsgreina í lið 3.1.1.2. um fullgerða fylgniskrá.
2. gr. – Gildistökuákvæði.
Umsögn; helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Ætla má að ákvörðun þessi hafi engin áhrif hér á landi þar sem hér eru engir framleiðendur ökutækja eins og stendur.
Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Reglugerðirnar verða innleiddar í reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004 með stoð í 60. gr. umferðarlaga nr. 50/1987.
Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitar-félaga og atvinnulífs og almennings, ef einhver er: Enginn kostnaður.
Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: Nei.
Horizontal issues: -Sektir, -Aðrar refsingar, -Stofnanir, -Lönd utan EES: Nei.
Þörf fyrir EFTA-komment – aðlaganir sem þegar eru í gildi vegna undanfarandi gerða: Nei.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Reglugerðin verður innleidd í reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004 með stoð í 60. gr. umferðarlaga nr. 50/1987.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32018R2043
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 327, 21.12.2018, p. 58
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer D059683/01
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 69, 27.10.2022, p. 39
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 279, 27.10.2022, p. 38