32018R2066

Commission Implementing Regulation (EU) 2018/2066 of 19 December 2018 on the monitoring and reporting of greenhouse gas emissions pursuant to Directive 2003/87/EC of the European Parliament and of the Council and amending Commission Regulation (EU) No 601/2012


iceland-flag
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/2066 frá 19. desember 2018 um vöktun á losun gróðurhúsalofttegunda og skýrslugjöf um losunina samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB og um breytingu á reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 601/2012
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 20 Umhverfismál, 20.03 Loft
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 320/2019
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Samkvæmt 14.gr. tilskipunar 2003/87 um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir, ber aðildarríkjunum að sjá til þess að rekstraraðilar og flugrekendur vakti losun gróðurhúsalofttegunda í samræmi við viðmiðunarreglur um vöktun og að þessir aðilar geri árlega skýrslu um losun sína.
Í framkvæmdarreglugerð þessari eru settar fram reglur um vöktun og skýrslugjöf um losun gróðurhúsalofttegunda þeirra rekstraraðila sem falla undir viðauka I við tilskipun 2003/87/EB. Í reglugerðinni eru settar fram reglur um upplýsingar um starfsemi frá staðbundnum iðnaði, flugrekendum og vöktun og skýrslugjöf tonnkílómetra frá flugstarfsemi. Ákvæði reglugerðarinnar eiga að gilda fyrir fjórða tímabil viðskiptakerfisins frá 1. janúar 2021 til 1. janúar 2030. Ákveðið var að gefa út nýja reglugerð sem gildir fyrir 4. tímabilið til að gera regluverkið einfaldara og skýrara.

Nánari efnisumfjöllun

Í 76.gr. reglugerðarinnar eru gerðar breytingar á núgildandi reglugerð ESB um vöktun og skýrslugjöf nr. 601/2012 sem gilda frá 1. janúar 2019, en reglugerð nr. 601/2012 var innleidd í íslensk lög með breytingum á lögum um loftslagsmál nr. 70/2012 og reglugerð 72/2013. Breytingar samkvæmt 76.gr. á núgildandi reglugerð varða innleiðingu CORSIA (Carbon Offsetting and Reduction Scheme for International Aviation) inn í viðskiptakerfið, en CORSIA er nýtt kerfi á vegum Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) sem tekur á losun frá alþjóðaflugi og verður innleitt á alheimsvísu. Til að draga úr stjórnsýslubyrði bæði á flugrekendur og aðildarríki var ákveðið að innleiða CORSIA inn í viðskiptakerfið, og er þeim breytingum ætlað að samræma regluverki að CORSIA regluverkinu.
Aðrar breytingar í reglugerðinni munu taka gildi 1. janúar 2021. Þeim breytingum er fyrst og fremst ætlað að gera kerfið skýrara og draga úr stjórnsýslubyrði en þær eru m.a. eftirfarandi:

• Einfaldari vöktunarreglur þurfa að taka gildi fyrir efnisstrauma af hreinum lífmassa þar sem útblástur sem kemur frá lífmassa er yfirleitt flokkaður sem 0 í ETS.
• Bætt er við reglum um flutning N2O milli rekstraraðila sambærilegar þeim sem til eru fyrir flutning CO (m.a. vegna jarðfræðilegrar geymslu til langs tíma sbr. CarbFix).
• Skilgreiningin á CO2 er víkkuð frá því að ná til CO2 sem finnst í eldsneyti yfir í CO2 sem finnst í öllum þeim efnisstraumi sem vaktaður er.
Ákvæði 27.gr. og 27gr. a í tilskipun 2003/87 EB veitir aðildarríkjunum heimild til að ákveða hvort litlir rekstaraðilar verði útilokaðir frá ETS kerfinu. Á þriðja tímabilinu hafa rekstraraðilar sem falla undir skilyrði 27.gr. haft heimilt til að standa utan kerfisins, en 27.gr. a er ný og hefur enn ekki verið tekið ákvörðun um hvort að þessar heimildir verða innleiddar í íslensk lög. Aðildarríkin ákveða sjálf hvort litlir rekstraraðilar sem falla undir 27 eða 27.gr.a uppfylla skilyrði vöktunar samkvæmt þessari reglugerð. Mikilvægt er að taka ákvarðanir um undanþágur sem fyrst til að litlir rekstraraðilar geti gert viðeigandi ráðstafanir og að skýr fyrirmæli liggi fyrir um vöktun sem fyrst.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Uppfæra þarf 13. og 21.gr laga nr. 70/2012 og fella úr gildi reglugerð nr. 72/2013 frá og með 1. janúar 2021. Breytingar á lögum 70/2012 þarf þó ekki að gera fyrr en að kafli laganna um viðskiptakerfið verður endurskoðaður vegna 4. tímabilsins sem hefst 1. janúar 2021. Mælt er með því að frá og með 1. janúar 2021 verði í stað núgildandi ákvæða sett almenn reglugerðarheimild fyrir ráðherra til að innleiða ákvæði tilskipunar 2003/87 um vöktun og skýrslugjöf ásamt gerðum settum á grundvelli tilskipunarinnar um sama efni um losun. Slíkt fyrirkomulag fæli í sér að öll ákvæði um vöktun og skýrslugjöf væru í einni heildstæðri reglugerð sem verður þá í samræmi við nýja reglugerð framkvæmdarstjórnarinnar og kæmi í veg fyrir að breyta þyrfti lögum á Alþingi vegna smærri tæknilegra breytinga í framtíðinni.
Breytingar samkvæmt 76.gr reglugerðarinnar vegna innleiðingar CORSIA í ETS þarf að innleiða í núverandi reglugerð um vöktun og skýrslugjöf nr. 72/2013 sem allra fyrst og gildir sú reglugerð þá með breytingum til 1. janúar 2021.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Ábyrg stofnun Umhverfisstofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32018R2066
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 334, 31.12.2018, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 14, 5.3.2020, p. 85
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 68, 5.3.2020, p. 77