32019D0420

Decision (EU) 2019/420 of the European Parliament and of the Council of 13 March 2019 amending Decision No 1313/2013/EU on a Union Civil Protection Mechanism
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, bókun) 31 um samvinnu á sérstökum sviðum utan marka fjórþætta frelsisins
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 246/2019
Samþykktardagur ákvörðunar sameiginlegu nefndarinnar
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Markmiðið með breytingum á ákvörðun nr. 1313/2013/ESB er að auka viðbragðsgetu almannavarnakerfis Evrópusambandsins vegna síaukinna hamfara í Evrópu. Evrópusambandið hefur ákveðið að styrkja hamfarastjórnun í Evrópu með því að setja á stofn skilgreindar varabirgðir af björgum svonefnt „rescEU“.

Nánari efnisumfjöllun

Almannavarnakerfi Evrópu byggir á samhæfingu og samvinnu þátttökuríkjanna. Þegar hamfarir verða getur það ríki sem verður fyrir hamförunum beðið þátttökuríkin í almannavarnakerfinu um aðstoð úr bjargagrunni, sem er fyrirfram skilgreindur af þátttökuríkjunum (voluntary pool). Flest ríki leggja til bjargir (tæki og mannafla) í grunninn. Björgunarmiðstöð Evrópusambandsins (ERCC) sér um bjargagrunninn og heldur utan um þær bjargir sem þátttökuríkin í almannavarnakerfinu geta boðið í hamförum og er grunnurinn vistaður í tölvukerfi CECIS (Commom Emergency Communication and Information System), en þar fara fram öll samskipti þátttökuríkjanna vegna hamfara. Ef þátttökuríki sem lendir í hamförum hefur ekki bjargir til að takast á við hamfarirnar, hefur hingað til allt traust verið sett á að til séu bjargir í þeim fyrirfram skilgreinda bjargagrunni sem þátttökuríkin eiga og geta boðið.
Árið 2017 varð hins vegar röð hamfara í Evrópu með gífurlegri eyðileggingu og mannskaða og ekki voru til nægar bjargir í grunninum, sem þátttökuríki almannavarnakefisins hafa byggt upp, til að bregðast við. Engar bjargir voru til hjá Evrópusambandinu sjálfu til að takast á við hamfarirnar þar sem treyst var á bjargirnar sem ríkin sjálf eiga. Kerfið gat ekki annað eftirpurn úr þeim sameiginlega grunni sem þátttökuríkin mynda. Til dæmis var einungis hægt að bregðast við 10 beiðnum um aðstoð af 17 vegna skógarelda í Evrópu árið 2017, sem hafði í för með sér gífurlegt eignatjón og mikla eyðileggingu bygginga, ræktarsvæða og skóga, en talið er að yfir ein milljón hektara af skógi hafi brunnið. Í Portúgal létust yfir 100 manns í skógareldum árið 2017.
Markmiðið með breytingum á ákvörðun nr. 1313/2013/ESB er að auka viðbragðsgetu almannavarnakerfis Evrópusambandsins vegna síaukinna hamfara í Evrópu, s.s. flóða, jarðskjálfta, aftaka veðurs, skógarelda, eldgosa og afleiðinga loftslagsbreytinga. Evrópusambandið hefur því ákveðið að styrkja hamfarastjórnun í Evrópu með því að setja á stofn skilgreindar varabirgðir af björgum svonefnt „rescEU“. RescEU á að nýtast þegar bregðast þarf við hamförum í Evrópu og ríkin sem lenda í hamförunum hafa ekki næga getu til að bregðast við og björgum úr hinum fyrirfram skilgreinda grunni þrýtur. RescEU mun samanstanda af viðbragðsgetu og björgum sem eiga að gera Evrópusambandinu kleift að takast á við hamfarir sem hafa á síðustu árum verið einkennandi fyrir Evrópu t.d. með flugvélum með slökkvigetu vegna skógar- gróður- og kjarrelda, öflugum dælum vegna flóða, getu til leitar og björgunar, getu til að takast á við heilbrigðisvá (neyðarteymi og færanleg sjúkrahús) svo eitthvað sé nefnt. Þessum björgum verður dreift meðal þátttökuríkja í almannavarnakerfinu og miðast við svæði með mikla áhættu á hamförum hverju sinni. Til að byrja með verða bjargir vegna skógarelda skoðaðar, síðan aðrar hamfarir sem áhættumat ríkjanna kallar eftir.
Ríkin í Evrópu verða að hafa getu til að takast á við hamfarir með skjótum viðbrögðum og veita þegnum sínum alla þá aðstoð og vernd sem völ er á með áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir og viðbúnað. RescEU mun verulega styrkja áhættustjórnun vegna hamfara meðal þátttökuþjóða í almannavarnasamstarfi Evrópu.
Samkvæmt upplýsingum frá EFTA skrifstofunni er framangreind breyting á áætlun ESB á vettvangi almannavarna (UCPM) breyting á áætlun sem Ísland hefur þegar skuldbundið sig til þátttöku í og hefur gildi 2014-2020. Þegar Ísland hóf þátttöku voru áætlaðar fjárskuldbindingar Íslands vegna áætlunarinnar 294,742 evrur (sirka 40.5 mkr. miðað við gengi dagsins í dag). Ísland hefur val á milli þess að samþykkja til lagða breytingu eða hætta UCPM þátttökunni. Ekki eru til fordæmi fyrir því að ríki hætti þátttöku á miðju tímabilinu. Breytingin felur í sér hækkun á fjárskuldbindingum Íslands vegna áætlunarinnar að hámarki 287,879 evrur (39.6 mkr. miðað við gengið í dag). Samkvæmt útreikningum EFTA skrifstofunnar mun Ísland halda áfram að greiða 70-100 þúsund evrur á ári þangað til áætluninni lýkur og líklegt er að síðustu greiðslur verði árið 2025.
Svo sem að framan greinir er markmiðið með ákvörðun 2019/420 styrking á viðbragðsgetu og aukning á vörnum og viðbúnaði vegna hamfara. Þar sem um er að ræða styrkingu á almannavarnakerfi Evrópu hefur gerðin í för með sér nokkra aukningu á fjárskuldbindingum Íslands. Um leið eru meiri líkur á að almannavarnakerfi Evrópusambandsins og lönd innan þess styrkist og geti aðstoðað hvert annað í viðbrögðum við meiri háttar hamförum, hvort sem þær verða hér á landi eða annarsstaðar. Verði meiri háttar hamfarir á Íslandi er almannavarnakerfi Evrópusambandsins betur í stakk búið að veita þá aðstoð sem Ísland gæti þurft á að halda. Almannavarnastarf Evrópu er mjög mikilvægt fyrir Ísland þar sem í því felst þjálfun og æfingar fyrir viðbragðsaðila, rannsóknir og þekking sem gagnast í almannavarnakerfinu. Síðast en ekki síst er aðgangur almannavarna á Íslandi að þeim björgum og úrræðum sem almannavarnakerfið í Evrópu hefur upp á að bjóða.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Engar laga- eða reglugerðabreytingar
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Mat á áhrifum og sérstökum hagsmunum Íslands Svo sem að framan greinir er markmiðið með ákvörðun 2019/420 styrking á viðbragðsgetu og aukning á vörnum og viðbúnaði vegna hamfara. Þar sem um er að ræða styrkingu á almannavarnakerfi Evrópu hefur gerðin í för með sér nokkra aukningu á fjárskuldbindingum Íslands. Um leið eru meiri líkur á að almannavarnakerfi Evrópusambandsins og lönd innan þess styrkist og geti aðstoðað hvert annað í viðbrögðum við meiri háttar hamförum, hvort sem þær verða hér á landi eða annarsstaðar. Verði meiri háttar hamfarir á Íslandi er almannavarnakerfi Evrópusambandsins betur í stakk búið að veita þá aðstoð sem Ísland gæti þurft á að halda. Almannavarnastarf Evrópu er mjög mikilvægt fyrir Ísland þar sem í því felst þjálfun og æfingar fyrir viðbragðsaðila, rannsóknir og þekking sem gagnast í almannavarnakerfinu. Síðast en ekki síst er aðgangur almannavarna á Íslandi að þeim björgum og úrræðum sem almannavarnakerfið í Evrópu hefur upp á að bjóða.
Áætlaður kostnaður hins opinbera Aukakostnaður
Nánari útskýring á kostnaði, þ.á.m. á hvern hann fellur Samkvæmt upplýsingum frá EFTA skrifstofunni er framangreind breyting á áætlun ESB á vettvangi almannavarna (UCPM) breyting á áætlun sem Ísland hefur þegar skuldbundið sig til þátttöku í og hefur gildi 2014-2020. Þegar Ísland hóf þátttöku voru áætlaðar fjárskuldbindingar Íslands vegna áætlunarinnar 294,742 evrur (sirka 40.5 mkr. miðað við gengi dagsins í dag). Ísland hefur val á milli þess að samþykkja til lagða breytingu eða hætta UCPM þátttökunni. Ekki eru til fordæmi fyrir því að ríki hætti þátttöku á miðju tímabilinu. Breytingin felur í sér hækkun á fjárskuldbindingum Íslands vegna áætlunarinnar að hámarki 287,879 evrur (39.6 mkr. miðað við gengið í dag). Samkvæmt útreikningum EFTA skrifstofunnar mun Ísland halda áfram að greiða 70-100 þúsund evrur á ári þangað til áætluninni lýkur og líklegt er að síðustu greiðslur verði árið 2025.

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Dómsmálaráðuneytið

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32019D0420
Samþykktardagur hjá ESB
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2017) 772
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Samþykktardagur
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 3, 5.1.2023, p. 77
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 4, 5.1.2023, p. 83