Ákvörðun nr. F3 um aðferðina við útreikning á viðbót vegna mismunar fjölskyldubóta - 32019D0626(01)

Administrative Commission for the Coordination of Social Security Systems — Decision No F3 of 19 December 2018 concerning the interpretation of Article 68 of Regulation (EC) No 883/2004 relating to the method for the calculation of the differential supplement


iceland-flag
Framkvæmdaráð um samræmingu almannatryggingakerfa ÁKVÖRÐUN nr. F3 frá 19. desember 2018 um túlkun 68. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/2004 varðandi aðferð við að reikna út viðbótargreiðslu vegna mismunar (Texti sem varðar EES og samning EB og Sviss)
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 06 Almannatryggingar
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 208/2020
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Ákvörðun framkvæmdaráðsins um samræmingu almannatryggingakerfa nr. F3, frá 19. desember 2018, um túlkun 68. gr. rg. (EB) nr. 883/2004 varðandi aðferðina við útreikning á viðbót vegna mismunar. Ákvörðunin varðar samræmingu almannatryggingabóta. Í ákvörðuninni er ferlið við útreikning á fjárhæð mismunar fjölskyldubóta skýrt, þ.e.a.s. mismun á fjárhæð bóta sem ákveðnar hafa verið á grundvelli löggjafar í tveimur ríkjum fyrir sama tíma.

Nánari efnisumfjöllun

Í 2. mgr. 68. gr. rg. (EB) nr. 883/2004 um samræmingu almannatryggingakerfa eru forgangsreglur sem gilda þegar bætur eru veittar á sama tímabili og vegna sömu fjölskyldumeðlima samkvæmt löggjöf fleiri en eins aðildarríkis. Kveðið er á um forgangsröð ríkjanna. Fyrst kemur réttur á grundvelli starfs, svo réttur á grundvelli greiðslu lífeyris og síðan réttur á grundvelli búsetu barns osfrv. Ef réttur skarast skulu fjölskyldubæturnar greiddar í samræmi við þá löggjöf sem telst hafa forgang og réttur samkvæmt annarri löggjöf sem stangast á fellur niður að þeirri fjárhæð, en viðbót vegna mismunar skal greidd, ef þörf er á, sem nemur umframfjárhæðinni. Þó þarf ekki að greiða viðbót vegna mismunar vegna barna er búa í öðru aðildarríki ef viðkomandi bótaréttur byggist eingöngu á búsetu.

Óljóst hefur verið hvernig ríkin eigi að reikna út mismuninn. Sum ríki hafa reiknað í einni fjárhæð samanlagðar greiðslur vegna allra barna í fjölskyldunni, en önnur ríki hafa reiknað fjárhæð mismunarins fyrir hvert barn um sig og er það sú aðferð sem kveðið er á um í ákvörðun framkvæmdaráðsins nr. F3. Samkvæmt ákvörðuninni skal stofnun í því aðildarríki sem ekki er forgangsríki samkvæmt 68. gr. reglugerðarinnar bera saman, fyrir hvern fjölskyldumeðlim um sig, fjárhæð bótanna sem greiðast samkvæmt löggjöf forgangsríkisins og fjárhæð bótanna sem greiðast samkvæmt löggjöfinni sem stofnunin sjálf starfar eftir. Síðan greiðir stofnunin mismuninn.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Engar laga- eða reglugerðabreytingar
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið
Önnur ráðuneyti sem hafa aðkomu Fjármála- og efnahagsráðuneytið
Ábyrg stofnun Ríkisskattstjóri
Aðrar stofnanir sem hafa aðkomu Ríkisskattstjóri

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32019D0626(01)
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ C 215, 26.6.2019, p. 2
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 70, 28.9.2023, p. 65
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 240, 28.9.2023, p. 69