32019D0665

Commission Implementing Decision (EU) 2019/665 of 17 April 2019 amending Decision 2005/270/EC establishing the formats relating to the database system pursuant to European Parliament and Council Directive 94/62/EC on packaging and packaging waste


iceland-flag
Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/665 frá 17. apríl 2019 um breytingu á ákvörðun 2005/270/EB þar sem mælt er fyrir um eyðublöð fyrir gagnagrunnskerfi samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 94/62/EB um umbúðir og umbúðaúrgang
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 02 Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun, 02.17 Umhverfisvernd
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 173/2022
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2019/665 frá 17. apríl 2019 um breytingar á Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2005/270/EB þar sem mælt er fyrir um eyðublöð fyrir gagnagrunnskerfi samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 94/62/EB um umbúðir og umbúðaúrgang.

Nánari efnisumfjöllun

Inngangur
Í tilskipun ráðsins 94/62/EB er kveðið á um ráðstafanir sem miða að því að koma í veg fyrir myndun umbúðaúrgangs og stuðla að endurnotkun og endurvinnslu umbúða og annars konar endurnýtingu umbúðaúrgangs. Með tilskipuninni eru settar reglur um það hvernig ná skuli markmiðum um endurvinnslu á umbúðum og umbúðaúrgangi fyrir 2025 og 2030. Samkvæmt henni skulu aðildarríkin standa skil á gögnum um framkvæmd endurvinnslumarkmiða fyrir hvert almanaksár til framkvæmdarstjórnarinnar á því sniði sem framkvæmdastjórnin ákveður.

Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2005/270/EB frá 22. mars 2005 um eyðublöð vegna gagnagrunnskerfis samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 94/62/EB um umbúðir og umbúðaúrgang, var sett með stoð í tilskipun 94/62/EB. Í henni var framangreint snið endurskoðað, þ.e. með hvaða hætti aðildarríki skyldu standa skil á tölfræði um umbúðir og umbúðaúrgang til framkvæmdastjórnarinnar. Stefnt var að því að einfalda þau skil með vísan til þeirrar reynslu sem hefði fengist á notkun fyrirkomulagsins. Í þeirri ákvörðun sem hér er til skoðunar, er ákvörðun 2005/270/EB breytt, þá sérstaklega hvað varðar greinar 5(4), 6a(9) og 12(3d) í tilskipun 94/62/EB.

Í breytingum á Evrópulöggjöf er varðar úrgang sem tóku gildi í Evrópusambandinu árið 2018 sem höfðu þann megintilgang að innleiða hringrásarhagkerfi innan sambandsins voru gerðar breytingar á tilskipun 94/62/EB um umbúðir og umbúðaúrgang. Tilskipunin er innleidd með reglugerð 609/1996 um meðferð umbúða og umbúðaúrgangs. Í breytingunum voru sett ný markmið fyrir endurvinnsluhlutfall hinna ýmsu umbúðategunda. Í framhaldi af nýjum markmiðum var Framkvæmdastjórn ESB gert að mæla frekar fyrir um reglur við útreikninga og við skýrslugjöf aðildarríkjanna til að tölfræðiskýrslur aðildarríkja endurspegli í auknum mæli það magn umbúða sem raunverulega enda í endurvinnslu auk þess sem tekið sé tillit til endurnotkunar umbúða í útreikningum. Auk þess skyldi Framkvæmdastjórn leiðbeina um gerð gæðaskýrsla sem fylgja á tölfræðiskýrslum samkvæmt þessum breytingum.

Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2019/665 frá 17. apríl 2019 tekur á þessum skyldum með breytingum á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar um eyðublöð og gagnagrunnskerfi fyrir umbúðir og umbúðaúrgang. Með þessu er aðferðarfræði við útreikninga uppfærð til samræmingar og til þess að tölfræði endurspegli í auknum mæli stöðu í meðferð umbúðaúrgangs.

Efni ákvörðunar – breytingar á ákvörðun 2005/854
1.gr. Gildissvið ákvörðunar er skilgreind nákvæmar.

2.gr. Skilgreiningar í fyrri ákvörðun eru uppfærðar með það að markmiði að taka skilgreina útreikningapunkt úrgangs, þ.a.s. að það magn sem áætlað er með tilliti til endurvinnslumarkmiða sé byggt á því magni sem raunverulega fer í endurvinnslustöð. Einnig er bætt við frekari útskýringum á endurnotkun og kerfum sem styðja við endurnotkun umbúða.

3. – 6.gr. Uppfærsla til að bæta tengingu við og gera skýrara að þær kröfur sem settar eru fram í ákvörðuninni séu til þess gerðar að meta stöðu aðildarríkja með tilliti til þeirra markmiða sem nú eru í gildi fyrir umbúðir og umbúðaúrgang.

7.gr. Í grein 7 eru frekari útskýringar á kröfum sem gerðar eru til skýrslugerðar:
• Útfærsla á heimild til að nýta hlutfall endurnotanlegra umbúða á markaði til að lækka hin nýju endurvinnslumarkmið er útskýrð.
• Útfærsla á heimild til að nýta hlutfall viðarumbúða sem er gert við og endurnotaðar (undirbúningur fyrir endurnotkun) til að lækka hin nýju endurvinnslumarkmið er útskýrð.
• Útfærslur og skilgreiningar á hvernig horfa á útreikningapunkt úrgangsins, forvinnslu úrgangs, tengsl lífbrjótanlegra umbúða við útreikninga, hvernig notast á við náttúrulegt rakainnihald umbúðaúrgangsins til útreikninga, blöndun umbúða við úrgang annan en umbúðaúrgang, blöndun umbúðaúrgangs fyrir endurvinnslu, tölfræði á uppvinnslu efna úr botnösku og útreikningar sem snúa að samsettum umbúðum.
• Útfærsla á heimild til að reikna með í endurvinnsluhlutfall málmumbúða það hlutfall sem unnið er úr botnösku.
• Almennar reglur um skyldur aðildarríkja er varðar söfnun gagna og sýnatöku eru settar fram.

8. og 9.gr. Skyldur aðildarríkja settar fram, meðal annars að skýrslutaka eigi að fara fram árlega í síðasta lagi 18 mánuðum eftir að bókhaldsári lýkur. Einnig eru aðildarríki skylduð til að notast við þá viðauka og reiknireglur sem settar eru fram í ákvörðuninni. Ný skylda bætist á aðildarríkin er snýr að skýrslu um gæði gagna sem sett er fram í nýjum viðauka.

Viðauki I
Í Viðauka 1 er Tafla 1 uppfærð þannig hún tekur nú einnig tillit til hlutfalls málmumbúða sem unnin eru úr botnösku og endurnotkun viðarumbúða. Einnig er hún einfölduð og sameinuð því sem áður voru Töflur 2 og 3 til að endurspegla einnig yfir útflutning á umbúðaúrgangi. Uppfærð Tafla 1 mun vera undirstaða tölfræðiskýrslu umbúðaúrgangs sem skilað er til ESB. Í Viðauka 1 eru einnig settar fram töflur til útreikninga á endurnotkunarhlutfalli umbúða (Töflur 2 og 3).

Viðauki II
Í Viðauka 2 er settur fram nýr viðauki til skilgreiningar á hvar útreikningapunktur hverrar umbúðategundar fyrir sig er settur fram.

Viðauki III
Í Viðauka 3 eru settar fram reiknireglur fyrir útreikninga á endurvinnsluhlutfalli málmumbúða sem unnar eru úr botnösku.

Viðauki IV
Í Viðauka 4 er sett fram eyðublað fyrir gerð skýrslu um gæði gagna sem gerð er skylda með ákvörðuninni. Gæðaskýrslan nær ekki einungis yfir gæði gagna er varða endurvinnslu umbúðaúrgang heldur nær hún einnig til gagna sem notast er við til að meta endurnotkunarhlutfall umbúða og einnig gagnaskila er snúa að notkun einnota burðarplastpoka.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Engar laga- eða reglugerðabreytingar
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Ábyrg stofnun Umhverfisstofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32019D0665
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 112, 26.4.2019, p. 26
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 66, 13.10.2022, p. 14
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 267, 13.10.2022, p. 14