32019D0708

Commission Delegated Decision (EU) 2019/708 of 15 February 2019 supplementing Directive 2003/87/EC of the European Parliament and of the Council concerning the determination of sectors and subsectors deemed at risk of carbon leakage for the period 2021 to 2030


iceland-flag
Framseld ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/708 frá 15. febrúar 2019 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB að því er varðar ákvörðun á því hvaða geirar og undirgeirar teljast vera í áhættu á kolefnisleka á tímabilinu frá 2021 til 2030
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 20 Umhverfismál, 20.03 Loft
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 231/2020
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Viðskiptakerfi ESB (EU ETS) er hornsteinn loftslagsstefnu Evrópusambandsins og lykiltól í að aðstoða ESB við að ná markmiðum sínum um minnkun í útblæstri gróðurhúsalofttegunda á sem hagkvæmastan hátt. Uppboð er almenna aðferðin við að úthluta losunarheimildum til þeirra fyrirtækja sem taka þátt í viðskiptakerfinu.

Nánari efnisumfjöllun

Endurgjaldslausar úthlutanir losunarheimilda er undantekning frá þessari reglu, en slíkum heimildum er úthlutað þegar nýtt tímabil tekur við af því eldra. Þar af leiðandi er endurgjaldslausum losunarheimildum úthlutað til vel skilgreindra iðnaðargeira í þeim tilgangi að minnka líkurnar á kolefnisleka, þ.e. þegar fyrirtæki flytja framleiðslu sína til annarra landa þar sem kröfur vegna losunar á útblæstri gróðurhúsalofttegunda eru minni. Með því að koma á fót slíkum öryggisaðgerðum þá minnka líkurnar á því að hnattrænn útblástur aukist sem gerir viðskiptakerfið áhrifaríkara. Þarna skapast líka hagrænn hvati fyrir fyrirtæki til þess að reyna að sporna gegn losun gróðurhúsalofttegunda.
Nýgerðar breytingar tilskipun 2003/87 útlista reglur fyrir kerfi endurgjaldslausra losunarheimilda fyrir tímabili 2021-2030 (4. tímabil viðskiptakerfisins). Með þeim breytingum er framkvæmdastjórn ESB veitt heimild til að gefa út framselda gerð sem listar þá geira og undirgeira sem eru útsettari fyrir kolefnisleka en aðrir geirar. Þessi listi geira og undirgeira sem hafa verið greindir í áhættu fyrir kolefnisleka (héreftir nefndur lekalistinn) gildir á 4. viðskiptatímabili ETS , þ.e. 2021-2030. Þetta leiðir til hærra öryggisstigs fyrir iðnaðinn sem mun auðvelda langtíma fjárfestingar.
Þegar geiri eða undirgeiri er settur á lekalistann fær sérhver rekstraraðili í þeim geira/undirgeira úthlutað endurgjaldslausum losunarheimildum sem mun vera 100% miðað við viðmiðunarár (e. benchmark levels). Þeir geirar sem ekki eru á listanum fá 30% miðað við viðmiðunarár fram að 2026 þar sem endurgjaldslausar losunarheimildir munu detta alveg út út kerfinu árið 2030. Þetta leiðir til þess að lekalistinn mun hafa efnahagslegan ávinning þar sem endurgjaldslausar losunarheimildir geta haft mikið fjárhagslegt gildi. Þeir rekstraraðilar sem eru á lekalistanum geta því séð hag sinn í að lámarka þann kostnað.
10. gr. b í tilskipun nr. 2003/87 útlistar þau skilyrði sem ákvarða hvort geiri sé útsettur fyrir marktækri áhættu fyrir kolefnisleka. Þar kemur líka fram sú formúla sem notuð er til útreikninga á kolefnisleka en jafnan gefur ekkert rými til misræmis af hálfu framkvæmdastjórnar ESB. Þar sem nokkrir geirar voru með ósamfellur í gögnum sínum tók framkvæmdastjórninni þær ákvarðanir að næst besti valmöguleikinn myndi gilda fyrir þá rekstraraðila, þ.e. að áætla tölurnar þar sem ósamfellur eru byggða á þeim gögnum sem fyrir eru.
Lekalistinn er nauðsynlegur grundvöllur til þess að innleiða endurbætur á viðskiptakerfinu eftir 2020. Listinn mun þjóna þeim tilgangi að ákvarða endurgjaldslausar losunarheimildir sem úthlutaðar eru til iðnaðarins í þeim tilgangi að hindra kolefnisleka. Til þess að vera tilbúin við upphaf 4. tímabils í janúar 2021 verður að innleiða þessar gerðir í réttri röð (e. sequentially). Lekalistinn fyrir 2021-2030 verður að vera gefinn út áður en iðnaðurinn, í gegnum lögbært yfirvald, skilar nauðsynlegum gögnum til þess að uppfæra tæknileg viðmiðsgildi (e. technical benchmark values) og ákvarða endurgjaldslausar losunarheimildir.
Helstu breytingar:
Reynsla af viðskiptakerfinu hefur staðfest að úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda hefur komið í veg fyrir kolefnisleka. Framkvæmdastjórn ESB ákveður lista þeirra geira og undirgeira sem metnir hafa verið í áhættu á kolefnisleka skv. 5.mgr.10.gr. b í tilskipun 2003/87/EB.
Lekalistinn sem ákvarðaður var með ákvörðun 2014/46/EU gildir til 31. desember 2020.
Til þess að koma á fót lekalista fyrir árin 2021-2030 mat framkvæmdastjórnin hættuna á kolefnisleka í geirum og undirgeirum með því að notast við svokallað NACE-4 flokkunarstig. Kolefnislekamatið var framkvæmt í tveimur skrefum. Fyrir nákvæmt fyrsta-skrefs mat á NACE-4 stigi, er geiri dæmdur til að vera í áhættu fyrir kolefnisleka ef kolefnisleka vísirinn fer yfir 0.2 þröskuldinn sem skilgreindur er í 10. gr. b í tilskipun 2003/87/EB.
Í samræmi við 10. gr. b í tilskipuninni er kolefnislekavísir geirans reiknaður með því að margfalda magn viðskipta við þriðjaheims lönd saman við magn útblásturs innan geirans. Listinn sjálfur er svo útbúinn samkvæmt þeim reglum sem útlistaðar eru í 10. gr. tilskipunnar 2003/87/EB.
Drög að lekalista fyrir árin 2021-2030 var gefinn út þann 8. maí 2018 ásamt leiðbeiningarskjölum fyrir gæðamat og ósamfellt mat byggt á magni. Margir geirar og undirgeirar gengust undir ofangreint áhættumat af hálfu framkvæmdastjórnarinn og þær niðurstöður leiddu til þess að eftirfarandi geirar og undirgeirar komust á lekalistann (sjá 4. lið í viðauka þessarar viðbótar við tilskipun 2003/87/EB):
Saltframleiðsla (e. salt extraction), lokavinnsla textíls, framleiðsla á lyfjafræðilegum afurðum, framleiðsla á keramik heimilisvörum og skreytingum, framleiðsla á kerami salernisvörum, framleiðsla á múrsteinum, flísum og byggingarvörum í bakaðan leir, Kaolíni og Kaolínleir, Frosnar kartöflur formeðhöndlaðar eða varðveittar, þurrkaðar kartöflur í formi dufts ,mjöls, flagna, korna eða skífa (e. pellets), Þykkni úr tómatpúrru (puree and paste), Léttmjólkurduft, Mjólkurduft (e. whole milk), Casein, Laktósa og laktósasýróp, Mysa og umbreytt mysa í dufti, kornum eða á öðru föstu formi hvort sem það er þykkni eða ekki eða inniheldur viðbætt sætuefni, Bökunarger, Glerungur og glans og svipuð meðhöndlun fyrir keramik glerjun eða gler, Fljótandi ljósker og svipuð vinnsla, Glerfat og annað gler í dufti, korni eða flögum, Hamraðir (e. forged) járnhlutar fyrir ása í skiptingar, sveifarásar og sveifar osfrv.

Flestir íslenskir rekstaraðilar sem eru nú þegar á lekalista munu verða áfram á listanum, einnig Steinull hf. sem er undanskilin skv. 14. gr. laga um loftslagsmál.
Hins vegar munu fiskimjölsverksmiðjur detta út af lekalista. Þetta mun hafa áhrif á Loðnuvinnsluna á Fárskrúðsfirði en einnig fyrirtæki sem falla innan gildissviðs viðskiptakerfisins, en eru undanskilin kerfinu skv. 14. gr. loftslagslaga nr. 70/2012 (HB grandi á Akranesi, Ísfélag Vestmannaeyja í Vestmannaeyjum og á Þórshöfn).

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB
Sent til Alþingis

Innleiðing

Innleiðing Lagasetning/lagabreyting
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Ákvæði 10.gr l. nr 70/2012 um loftslagsmál og reglugerð 73/2013 gilda fyrir 3. tímabil viðskiptakerfisins. Það þarf því að breyta lögum og uppfæra reglugerðarheimild fyrir úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda til rekstraraðila staðbundinnar starfsemi á fjórða tímabili viðskiptakerfis ESB með losunarheimildir.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Ábyrg stofnun Umhverfisstofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32019D0708
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 120, 8.5.2019, p. 20
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer C(2019)930
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 70, 28.9.2023, p. 95
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 240, 28.9.2023, p. 106