32019D0784

Commission Implementing Decision (EU) 2019/784 of 14 May 2019 on harmonisation of the 24,25-27,5 GHz frequency band for terrestrial systems capable of providing wireless broadband electronic communications services in the Union
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 11 Rafræn fjarskipti, hljóð- og myndmiðlun og upplýsingasamfélagið, 11.01 Fjarskiptaþjónusta
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 262/2019
Samþykktardagur ákvörðunar sameiginlegu nefndarinnar
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Með hinni nýju ákvörðun er verið að stuðla að því að samræma notkun 24,25-27,5 GHz-hluta tíðnisviðsins svo það megi nota fyrir 5G farsímakerfið. Lagt er til að aðildarríkin hafi nægilegan hluta af tíðnisviðinu, t.d. 1 GHz, tiltækan til úthlutunar fyrir 5G á árinu 2020. Litið er á umrætt tíðnisvið sem eitt þeirra tíðnisviða sem hafi mikilvægu hlutverki að gegna við innleiðingu 5G farsímakerfisins á næstu árum. Tíðnisviðið 24,25-27,5 GHz er ekki notað hér á landi eins og stendur. Því er ekkert því til fyrirstöðu að innleiða ákvörðunina hér á landi. Engar fjárhagslegar skuldbindingar felast í innleiðingu þessarar ákvörðunar.

Nánari efnisumfjöllun

Með hinni nýju ákvörðun er verið að stuðla að því að samræma notkun 24,25-27,5 GHz-hluta tíðnisviðsins svo það megi nota fyrir 5G farsímakerfið. Lagt er til að aðildarríkin hafi nægilegan hluta af tíðnisviðinu, t.d. 1 GHz, tiltækan til úthlutunar fyrir 5G á árinu 2020 í samræmi við eftirspurn. Litið er á umrætt tíðnisvið sem eitt þeirra tíðnisviða sem hafi mikilvægu hlutverki að gegna við innleiðingu 5G farsímakerfisins á næstu árum.Tíðnisviðið 24,25-27,5 GHz er ekki notað hér á landi eins og stendur. Því er ekkert því til fyrirstöðu að innleiða ákvörðunina hér á landi. Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) mun í samræmi við gildandi reglur og í samræmi við þarfir og óskir markaðarins bjóða þennan hluta tíðnisviðsins til notkunar fyrir 5G farnetsþjónstu. Úthlutunin verður birt í tíðnitöflu stofnunarinnar á heimasíðu hennar.
Í 2. og 3. grein ákvörðunarinnar er kveðið á um að viðkomandi ríki skuli gæta að því hvort setja þurfi frekari tæknileg skilyrði til að vernda þá þjónustu sem þegar hefur verið úthlutað bili á þessum hluta tíðnirófsins eða verið úthlutað bili til hliðar við hann. Hér er um að ræða samskipti við gervihnetti, bæði frá jörðu og til jarðar. Í viðauka með ákvörðuninni eru sett fram tæknilegar viðmiðanir sem ætlaðar eru til að tryggja það að samskipti við gervihnetti raskist ekki þrátt fyrir innleiðingu 5G.
PFS telur engar fjárhagslegar skuldbindingar felast í innleiðingu þessarar ákvörðunar.
Opinbert tíðniskipulag sem stofnunin birtir á heimasíðu sinni verður uppfært og vísað til hinnar nýju ákvörðunar þegar hún hefur tekið gildi hér á landi.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Engar laga- eða reglugerðabreytingar
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoð er í 62.gr. laga um fjarskipti, nr 81/2003 og c-liður 3.gr. laga um PFS. Innleiðing fer fram á heimasíðu P&F.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Samráð

Hvaða hagsmunaaðilar P&F

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið
Ábyrg stofnun Póst- og fjarskiptastofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32019D0784
Samþykktardagur hjá ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 127, 16.5.2019, p. 13
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Samþykktardagur
Staðfestur gildistökudagur