Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2019/1004 frá 7. júní 2019 um reglur, reiknireglur, sannprófun og skýrslugjöf um úrgang sem mælt er fyrir um í tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2008/98/EB um úrgang og niðurfelling ákvörðunar C(2012) 2384 - 32019D1004

Commission Implementing Decision (EU) 2019/1004 of 7 June 2019 laying down rules for the calculation, verification and reporting of data on waste in accordance with Directive 2008/98/EC of the European Parliament and of the Council and repealing Commission Implementing Decision C(2012) 2384

  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 20 Umhverfismál, 20.05 Úrgangur
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 318/2021
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Breytingar á skyldum aðildarríkja er kemur að gagnaskilum er varða markmið sambandsins um endurvinnsluhlutfall heimilisúrgangs.

Nánari efnisumfjöllun

Inngangur
Í tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2008/98/EB er kveðið á um ráðstafanir sem miða að því að koma í veg fyrir myndun úrgangs og stuðla að endurvinnslu úrgangs. Í breytingum á Evrópulöggjöf er varðar úrgang sem tóku gildi í Evrópusambandinu árið 2018 og höfðu þann megintilgang að innleiða hringrásarhagkerfi innan sambandsins voru gerðar breytingar á tilskipun 2008/98/EB. Þar voru meðal annars sett fram ný markmið sambandsins um endurvinnslu heimilisúrgangs og framkvæmdastjórninni gert að setja fram reglur um skil á gögnum. Í þessari ákvörðun sem hér er til skoðunar setur framkvæmdastjórnin fram reglur, reiknireglur, reglur um sannprófun og form skýrslugjafar sem snýr að heimilisúrgangi, byggingar- og niðurrifsúrgangi og úrgangsolíum. Reiknireglur fyrir heimilisúrgang og byggingar- og niðurrifsúrgang eru nú þegar til staðar þegar kemur að framgangi endurvinnslumarkmiða fyrir 2020, en nýjar reglur eru settar fram fyrir ný markmið endurvinnsluhlutfalls heimilisúrgangs fyrir 2025, 2030 og 2035.

Upptöku í EES-samninginn á breytingartilskipunum sem snúa að hringrásarhagkerfinu er ekki lokið.

Sem fyrr skulu aðildarríkin standa skil á gögnum um framkvæmd endurvinnslumarkmiða fyrir hvert almanaksár til framkvæmdarstjórnarinnar á því sniði sem framkvæmdastjórnin ákveður. Framkvæmdastjórnin skal tryggja að tölfræðiskýrslur aðildarríkja endurspegli í auknum mæli það magn sem raunverulega endar í endurvinnslu. Einnig skal hún setja fram sérstakar útreikniaðferðir fyrir magn lífræns úrgangs sem endurunninn er á upprunastað (heimajarðgerð), hvernig áætla skal magn málma sem seglaðir eru úr botnösku og hvernig áætla á endurnotkun. Auk þess skal framkvæmdastjórn leiðbeina um gerð gæðaskýrslna sem fylgja eiga tölfræðiskýrslum samkvæmt þessum breytingum.

Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2019/1004 frá 7. júní 2019 tekur á framangreindum skyldum með nýrri ákvörðun um reglur, reiknireglur, sannprófun og skýrslugjöf um úrgang. Ákvörðunin fellir einnig úr gildi ákvörðun C(2012) 2384 þar sem settur var fram spurningalisti fyrir innleiðingu úrgangstilskipunarinnar 2008/98/EB.

Efni ákvörðunar
1.gr. Skilgreiningar. Til dæmis skilgreiningar á útreikningapunkti úrgangsins með það að markmiði að tölfræði endurspegli raunmagn sem fer í endurvinnslu.

2.gr. Skyldur er snúa að hvað má telja til sem endurnotkun í tölfræðiskýrslum um heimilisúrgang.

3.gr. Settar eru fram reglur um útreikninga er varða ný markmið fyrir endurvinnsluhlutfall heimilisúrgangs til áranna 2025, 2030 og 2035. Í greininni er undirstrikað að enginn úrgangur sem ekki er í raun endurunninn skuli skilgreindur sem endurunninn. Tekið er sérstaklega á úrgangi sem er metinn óhæfur til endurvinnslu áður en úrgangurinn fer í endurvinnsluaðgerð eða úrgangur sem fer í endurnýtingu í stað endurvinnslu. Vísað er í viðauka I þar sem skilgreindir eru útreikningapunktar úrgangs.

4.gr. Settar eru fram reglur um útreikninga á endurvinnsluhlutfalli lífræns úrgangs bæði sem endurunninn er með loftháðu eða loftfirrtu niðurbroti og endurunninn á upprunastað (heimajarðgerð). Er varðar miðlæga moltugerð skal ekki reikna með þann úrgang sem er metinn óhæfur til endurvinnslu fyrir eða eftir endurvinnsluaðgerð. Frá 1. janúar 2027 má ekki reikna lífrænan úrgang sem endurunninn nema honum hafi verið a) safnað sérstaklega; b) safnað með öðrum úrgangi með sama lífbrjótanleika; eða c) safnað og endurunninn á upprunastað. Reiknireglur fyrir endurvinnsluhlutfall lífræns úrgangs sem endurunninn er á upprunastað eru settar fram í viðauka II.

5.gr. Settar eru fram reglur um útreikninga á endurvinnsluhlutfalli þegar kemur að seglun málma úr botnösku. Reiknireglur eru settar fram í viðauka III.

6.gr. Settar eru fram reglur um gagnaöflun og lögð áhersla á að gögn komi beint frá rekstraraðilum og fari gjarnan í gegnum rafræn skil.

7.gr. Aðildarríkjum er gert að skila gögnum á því sniði sem sett er fram í viðaukum þessarar ákvörðunar.


Viðauki I
Í viðauka I er settur fram nýr viðauki til skilgreiningar á hvar útreikningapunktur hverrar úrgangstegundar fyrir sig er settur fram.

Viðauki II
Í viðauka II eru settar fram reiknireglur fyrir útreikninga á endurvinnsluhlutfalli lífræns úrgangs sem endurunninn er á upprunastað.

Viðauki III
Í viðauka III eru settar fram reiknireglur fyrir útreikninga á endurvinnsluhlutfalli málma sem unnir eru úr botnösku eftir brennslu á heimilisúrgangi.

Viðauki IV
Í viðauka IV eru reiknireglur fyrir útreikninga á endurvinnsluhlutfalli fyrir árið 2020 fyrir heimilisúrgang og byggingar- og niðurrifsúrgang. Til viðbótar við þá tölfræði sem hefur verið skilað hingað til skulu aðildarríkin einnig skila skýrslu um gæði gagna.

Viðauki V
Í viðauka V eru settar fram reiknireglur og snið fyrir útreikninga á endurvinnsluhlutfalli heimilisúrgangs samkvæmt markmiðum fyrir árin 2025, 2030 og 2035. Þar er til viðbótar við þá tölfræði sem hefur verið skilað einnig gert ráð fyrir upplýsingum um lífrænan úrgang sem endurunninn er á upprunastað og málma sem hreinsaðir eru úr botnösku. Vissir hlutar skýrslunnar, svo sem upplýsingar um endurnotkun, eru valkvæðir. Í viðaukanum er einnig sett fram sniðmát fyrir skýrslu um gæði gagna.

Viðauki VI
Í viðauka VI eru sett fram sniðmát fyrir skil á gögnum um endurnýtingu úrgangsolíu.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Engar laga- eða reglugerðabreytingar
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Ákvörðunin sem slík er ekki innleidd beint í lög eða reglugerðir þar sem hún á sér stoð í lög um
meðhöndlun úrgangs og reglugerð um meðhöndlun úrgangs. Þ.a.l. hefur ákvörðunin ekki í för með
sér laga- eða reglugerðarbreytingar.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Nánari útskýring á kostnaði, þ.á.m. á hvern hann fellur Ákvörðunin mun hafa í för með sér endurskoðun á verkferlum Umhverfisstofnunar og Úrvinnslusjóðs
er kemur að úrvinnslu á tölfræðiskýrslum sem sendar er ESB árlega. Óverulegur kostnaður mun falla
á þessar stofnanir, sérstaklega með tilliti til skýrslugjafar um sannprófun og upplýsingagjöf til
rekstraraðila um útreikningapunkt úrgangs.
Áætlaður kostnaður hins opinbera Enginn

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Ábyrg stofnun Umhverfisstofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32019D1004
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 163, 20.6.2019, p. 66
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Noregur)

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 19, 29.2.2024, p. 59
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2024/522, 29.2.2024