Commission Implementing Decision (EU) 2019/1128 access rights to safety recommendations and responses stored in the European Central Repository - 32019D1128

Commission Implementing Decision (EU) 2019/1128 of 1 July 2019 on access rights to safety recommendations and responses stored in the European Central Repository and repealing Decision 2012/780/EU


iceland-flag
Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1128 frá 1. júlí 2019 um aðgangsrétt að öryggistilmælum og svörum við þeim sem geymd eru í miðlæga, evrópska gagnasafninu og um niðurfellingu ákvörðunar 2012/780/ESB
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.06 Almenningsflug
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 024/2020
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Með ákvörðuninni er veittur almennur aðgangur að öryggistilmælum í flugi sem skráð hafa verið í miðlægan evrópskan gagnagrunn sem komið var á fót með reglugerð (ESB) nr. 376/2014 sem og svörum við þeim. Áður var eingöngu veittur aðgangur að tilmælunum sjálfum. Ákvörðunin hefur lítil sem engin áhrif hér á landi. Kostnaður við innleiðingu þessarar reglugerðar er metinn óverulegur sem enginn.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Markmið með ákvörðuninni er að veita almennan aðgang að öryggistilmælum í flugi og svörum við þeim sem skráð hafa verið í miðlægan evrópskan gagnagrunn sem komið var á fót með reglugerð (ESB) nr. 376/2014. Aðgangurinn skal veittur í gegnum sérstaka opinbera vefsíðu sem stjórnað er af framkvæmdastjórninni.
Aðdragandi: Ef slys eða alvarlegt flugatvik ber að höndum fellur tilkynning um atvikið undir reglugerðir (ESB) nr. 996/2010 og nr. 376/2014.
Samkvæmt 5. mgr. 18. gr. reglugerðar (ESB) nr. 996/2010 skal skrá öll öryggistilmæli sem gefin eru út og svör við þeim í miðlægt, evrópskt gagnasafn sem komið var á fót með reglugerð (ESB) nr. 376/2014.
Aðgangur að upplýsingum úr gagnasafninu skal vera takmarkaður vegna trúnaðar sem ríkja skal um þær. Í ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2012/780/ESB kemur fram að öll öryggistilmæli í gagnasafninu skuli gerð aðgengileg almenningi á opinberu vefsetri en takmarka skuli aðgang að svörum við þeim við viðtakendur öryggistilmæla.
Með þessari ákvörðun, en með henni er felld út gildi ákvörðun 2012/780/ESB, kemur hins vegar fram að einnig skuli veita almenningi aðgang að svörum við öryggistilmælum. Þykja lögmætir hagsmunir mæla með því að veita almennan aðgang að svörunum. Auk þess samræmist það almennum tilgangi reglugerða (ESB) nr. 996/2010 og nr. 376/2014 um að fækka slysum og stuðla að miðlun niðurstaðna um öryggistilmæli.
Efnisútdráttur: Um er að ræða ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar, um aðgangsrétt að öryggistilmælum og svörum við þeim, sem vistuð eru í miðlægu, evrópsku gagnasafni og um niðurfellingu á ákvörðun 2012/780/ESB.
Samkvæmt 4. mgr. 8. gr. reglugerðar (ESB) nr. 376/2014 skal framkvæmdastjórnin, með framkvæmdagerðum, samþykkja fyrirkomulag við stjórnun miðlæga, evrópska gagnasafnsins. Af öryggisástæðum er ekki veittur beinn aðgangur að aðalgeymslu gagnasafnsins og því skal veita aðgang að öryggistilmælum og svörum við þeim í gegnum sérstaka almenna vefsíðu.
Með þessari ákvörðun er felld úr gildi ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2012/780/ESB. Umfram það sem fyrir er mælt í ákvörðun 2012/780 er kveðið á um það í þessari ákvörðun að veita ekki aðeins um almennan aðgang að öryggistillögum heldur einnig að svörum við þeim.
Ákvörðunin inniheldur eftirfarandi ákvæði:
1. gr. Ákvörðunin mælir fyrir um ráðstafanir varðandi stjórnun miðlæga, evrópska gagnasafnsins sem komið var á fót í samræmi við 1. mgr. 8. gr. reglugerðar (ESB) nr. 376/2014 að því er varðar aðgang að öryggistilmælum í skilningi 15. mgr. 2. gr. reglugerðar (ESB) nr. 996/2010 og svörum við þeim sem skráð eru skv. 3. mgr. 18. gr. þeirrar reglugerðar.
2. gr. mælir fyrir um að aðgangur að öryggistilmælum og svörum við þeim, sem vistuð eru í miðlæga evrópska gagnagrunninum, skuli gerð aðgengileg í gegnum opinbera vefsíðu sem sett verður á fót og stjórnað af framkvæmdastjórninni.
Í 3. gr. er kveðið á um að vinnsla persónuupplýsinga innan ramma ákvörðunarinnar skuli fara fram í samræmi við reglugerðir (ESB) 2016/679 og 2018/1725.
Í 4. gr. kemur fram að svör við öryggistilmælum sem birt eru í samræmi við ákvörðun þess skuli ekki innihalda upplýsingar sem eru trúnaðarmál. Aðildarríkin skulu setja viðeigandi málsmeðferðarreglur þar að lútandi.
Samkvæmt 5. gr. er ákvörðun 2012/780/ESB felld úr gildi.
Umsögn, helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Ákvörðunin hefur lítil sem engin áhrif hér á landi. Hún snýr að verklagi framkvæmdastjórnarinnar um að koma á fót opinberri vefsíðu um almennan aðgang að öryggistilmælum og svörum við þeim.
Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Lagastoðin er 40. gr. laga nr. 18/2013, um rannsókn samgönguslysa og 47. gr. b laga um loftferðir nr. 60/1998.
Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð nr. 1248/2014, um rannsóknir og forvarnir gegn slysum og flugatvikum í almenningsflugi, með áorðnum breytingum.
Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitar-félaga og atvinnulífs og almennings, ef einhver er: Kostnaður við innleiðingu þessarar reglugerðar er metinn óverulegur sem enginn.
Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: Nei.
Tilgreining á hagsmunaaðilum: Rannsóknarnefnd samgönguslysa.
Horizontal issues: sektir, aðrar refsingar, stofnanir, lönd utan EES: Nei.
Þörf fyrir EFTA-komment – aðlaganir sem þegar eru í gildi vegna undanfarandi gerða: Nei.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoðin er 40. gr. laga nr. 18/2013, um rannsókn samgönguslysa og 47. gr. b laga um loftferðir nr. 60/1998. Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð nr. 1248/2014, um rannsóknir og forvarnir gegn slysum og flugatvikum í almenningsflugi, með áorðnum breytingum.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Samráð

Hvaða hagsmunaaðilar Samgöngustofa
Niðurstöður samráðs Sjá áhrifamat

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32019D1128
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 177, 2.7.2019, p. 112
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer D062327/01
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 13, 16.2.2023, p. 49
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 49, 16.2.2023, p. 51