32019D1331

Commission Implementing Decision (EU) 2019/1331 of 5 August 2019 on the terms and conditions of the authorisation of a biocidal product containing peppermint oil and citronellal referred by the United Kingdom in accordance with Article 36(1) of Regulation (EU) No 528/2012 of the European Parliament and Council


iceland-flag
Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1331 frá 5. ágúst 2019 um skilmála og skilyrði leyfis fyrir sæfivöru, sem inniheldur piparmyntuolíu og sítrónellal, sem Bretland lagði fram í samræmi við 1. mgr. 36. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 528/2012
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 02 Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun, 02.15 Hættuleg efni
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 295/2019
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Ákvörðunin felur í sér að sæfivaran, Bird Free, sem auðkennd er með málsnúmerinu BC-RG035397-31 í sæfivöruskránni, er talin nægilega virk til að uppfylla það skilyrði sem sett er fram í d-lið 25. gr. reglugerðar (ESB) nr. 528/2012.

Ákvörðuninni er beint til aðildarríkjanna.

Nánari efnisumfjöllun

Bretland, sem lögbært yfirvald, veitti sæfivörunni, Bird Free, leyfi skv. einfaldaðri málsmeðferð þann 5. júní 2018 og tilkynnti leyfishafinn öllum þeim aðildarríkjum sem hann hugðist bjóða vöruna fram á markaði þann 12. júní 2018, sbr. 1 mgr. 27 gr. reglugerðar (ESB) nr. 528/2012. Bird Free er fuglafæliefni, sem fellur undir vöruflokk 19 og inniheldur virku efnin piparmintuolíu og sítrónellal, sem eru bæði tiltekin í I. viðauka við reglugerð (ESB) nr. 528/2012.

Í samræmi við fyrstu undirgrein 2 mgr. 27. gr. reglugerðar (ESB) nr. 528/2012 vísuðu Frakkland og Þýskaland málinu til samræmingarhópsins þann 12. júlí 2018 þar sem þau töldu að varan uppfyllti ekki skilyrðin sem sett eru í 25. gr. við reglugerðina. Löndin höfðu efasemdir um að virkni vörunnar mætti í raun rekja til virka efnisins og töldu að gera þyrfti frekari prófanir á vörunni til að sanna það. Samræmingarhópurinn komst ekki að niðurstöðu í málinu og vísaði Bretland því til framkvæmdastjórnarinnar þann 31. október 2018, sbr. 1 mgr. 36. gr. reglugerðarinnar. Þann 27. nóvember 2018 óskaði framkvæmdastjórnin eftir áliti frá Efnastofnun Evrópu, sbr. 2 mgr. 36. gr. reglugerðarinnar.

Ákvörðunin er byggð á áliti Efnastofnunar Evrópu, sem var skilað þann 1. mars 2019. Skv. álitinu er sæfivaran, Bird Free, nægilega virk til þess að uppfylla skilyrðið fyrir leyfisveitingu skv. einfaldaðri málsmeðferð, sem sett er fram í d-lið 25. gr. reglugerðar (ESB) nr. 528/2012.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Innleiða þarf þessa ákvörðun með tilvísunaraðferð í reglugerð nr. 878/2014 um sæfivörur.

Lagaheimild er í 3. tl. 1. mgr. 11. gr. efnalaga nr. 61/2013.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Ábyrg stofnun Umhverfisstofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32019D1331
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 207, 7.8.2019, p. 37
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 14, 5.3.2020, p. 38
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 68, 5.3.2020, p. 33