Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1885 um reglur, reiknireglur, sannprófun og skýrslugjöf um urðun heimilisúrgangs sem mælt er fyrir um í tilskipun ráðsins 1999/31/EB og um niðurfellingu á ákvörðun 2000/738/EB - 32019D1885

Commission Implementing Decision (EU) 2019/1885 of 6 November 2019 laying down rules for the calculation, verification and reporting of data on landfill of municipal waste in accordance with Council Directive 1999/31/EC and repealing Commission Decision 2000/738/EC

  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 20 Umhverfismál, 20.05 Úrgangur
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 085/2022
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Í tilskipun ráðsins 1999/31 er kveðið á um ráðstafanir sem miða að því að draga úr urðun og stuðla að endurvinnslu og annars konar endurnýtingu. Í breytingum á Evrópulöggjöf er varðar úrgang sem tóku gildi í Evrópusambandinu árið 2018 og höfðu þann megintilgang að innleiða hringrásarhagkerfi innan sambandsins voru gerðar breytingar á tilskipun 1999/31/EB um urðun. Tilskipunin er innleidd með reglugerð 738/2003 um urðun úrgangs. Í breytingunum er meðal annars sett fram nýtt markmið fyrir urðun heimilisúrgangs sem skyldar ríki til að tryggja að að hámarki 10% af heimilisúrgangi fari í urðun árið 2035. Í framhaldi af nýju markmiði var framkvæmdastjórn ESB gert að mæla frekar fyrir um reglur við útreikninga og við skýrslugjöf aðildarríkjanna.

Nánari efnisumfjöllun

Í tilskipun ráðsins 1999/31 er kveðið á um ráðstafanir sem miða að því að draga úr urðun og stuðla að endurvinnslu og annars konar endurnýtingu. Í breytingum á Evrópulöggjöf er varðar úrgang sem tóku gildi í Evrópusambandinu árið 2018 og höfðu þann megintilgang að innleiða hringrásarhagkerfi innan sambandsins voru gerðar breytingar á tilskipun 1999/31/EB um urðun. Tilskipunin er innleidd með reglugerð 738/2003 um urðun úrgangs. Í breytingunum er meðal annars sett fram nýtt markmið fyrir urðun heimilisúrgangs sem skyldar ríki til að tryggja að að hámarki 10% af heimilisúrgangi fari í urðun árið 2035. Í framhaldi af nýju markmiði var framkvæmdastjórn ESB gert að mæla frekar fyrir um reglur við útreikninga og við skýrslugjöf aðildarríkjanna.

Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1885 um reglur, reiknireglur, sannprófun og skýrslugjöf um urðun heimilisúrgangs, sem hér er til umfjöllunar, tekur á framangreindum skyldum með nýrri ákvörðun og með niðurfellingu fyrri ákvarðana sem tóku á aðferðarfræði við útreikninga er snúa að því að uppfylla markmið sambandsins. Með þessu er aðferðafræði við útreikninga uppfærð til samræmingar og til þess að tölfræðin endurspegli í auknum mæli raunverulegar meðhöndlunarleiðir heimilisúrgangs.

Í ákvörðuninni eru settar fram skilgreiningar á því hvað skuli teljast til urðaðs úrgangs og fjallar meðal annars um að urðað magn skuli ekki leiðrétt með hliðsjón af rakainnihaldi úrgangs,og að urðað magn skuli taka tillit til úrgangsleifa frá meðhöndlun úrgangs, þ.e. flokkun, forvinnslu, endurvinnslu og förgun/brennslu, sem enda í urðun óháð því hvort að úrgangurinn er urðaður í upprunalandi eða móttökulandi.

Skýrslum skal skilað í samræmi við viðauka ákvörðunarinnar árlega, í síðasta lagi 18 mánuðum eftir að bókhaldsári lýkur.

Viðauki I
Í viðauka I er sett fram einföld tafla sem notast á við til að skila upplýsingum um urðun á lífbrjótanlegum heimilisúrgangi. Einnig er sett fram eyðublað fyrir gerð skýrslu um gæði gagna er snýr að urðun lífbrjótanlegs úrgangs.

Viðauki II
Í viðauka II er sett fram einföld tafla sem notast á við til að skila upplýsingum um urðun heimilisúrgangs. Einnig er sett fram eyðublað fyrir gerð skýrslu um gæði gagna er snýr að urðun heimilisúrgangs.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Engar laga- eða reglugerðabreytingar
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Enginn

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Ábyrg stofnun Umhverfisstofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32019D1885
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 290, 11.11.2019, p. 18
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer D064136/01
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 45, 7.7.2022, p. 64
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 182, 7.7.2022, p. 76