Reglur um útreikning, sannprófun og skýrslugerð gagna og gagnasnið í tengslum við raf- og rafeindatækjaúrgang - ­32019D2193

Commission Implementing Decision (EU) 2019/2193 of 17 December 2019 laying down rules for the calculation, verification and reporting of data and establishing data formats for the purposes of Directive 2012/19/EU of the European Parliament and of the Council on waste electrical and electronic equipment (WEEE)

Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/2193 frá 17. desember 2019 um reglur um útreikning, sannprófun og skýrslugjöf um gögn og um að ákvarða eyðublöð fyrir gögn að því er varðar tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2012/19/ESB um raf- og rafeindabúnaðarúrgang
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 20 Umhverfismál, 20.05 Úrgangur
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 352/2022
Samþykktardagur ákvörðunar sameiginlegu nefndarinnar
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Reglugerðin um reglur yfir útreikning, sannprófun og skýrslugerð og að koma á gagnasniðum í tengslum við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2012/19/ESB um raf- og rafeindatækjaúrgang (WEEE), er lögð fram til að tryggja samhæfðan útreikning, sannprófun og skýrslugerð varðandi raf- og rafeindatæki í samræmi við tilskipun 2012/19/ESB.
Samræma á reglur og reikniaðferðir fyrir algengustu efnisþætti raf- og rafeindatækjaúrgangs. Skilgreint er hvaða úrgangsefni eigi að vera með í útreikningum og hvað getur verið innifalið í þyngd raf- og rafeindatækjaúrgangs sem er meðhöndlaður í aðildarríkjunum.
Öll raf- og rafeindatæki skulu flokkast innan sex flokka í stað tíu flokka áður og skýrslugjöfin skal tryggja að upplýsingarnar, sem tilkynntar eru, geri kleift að sannreyna og hafa eftirlit með því að ná markmiðunum sem tengjast endurnýtingu raf- og rafeindatækjaúrgangs.

Nánari efnisumfjöllun

1. gr. fjallar um reglur um útreikning á lágmarksmarkmiðum fyrir endurnýtingu skv. 1. mgr. 11. gr. Tilskipunar 2012/19/ESB.
2. gr. fjallar um snið fyrir skýrslugerð og gæðaprófsskýrslu í samræmi við 16. gr. Tilskipunar 2012/19/ ESB.
I Viðauki. Skilgreining á komustöðu úrgagngsefna inn í endurvinnsluaðgerðina úr úrgangsefnum sem upprunnin eru úr raf- og rafeindatækjaúrgangi.
II Viðauki. Snið fyrir skýrslugjöf upplýsinga í samræmi við Tilskipun 2012/19/ ESB.
Tafla 1. Raf- og rafeindatæki (EEE) sett á markað, raf- og rafeindatækjaúrgangur (WEEE) búinn til og safnað og söfnunartíðni WEEE.
Tafla 2. Undirbúningur fyrir endurnotkun, endurvinnslu og endurnýtingu WEEE, meðferð á WEEE í hverju aðildarríki og útflutningur WEEE og undirbúningur fyrir endurnotkunar-, endurvinnslu- og endurnýtingartíðni.
III Viðauki. Snið fyrir gæðaprófsskýrsluna sem fylgja gögnunum í II Viðauka.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Breyta þarf reglugerð nr. 1061/2018 um raf- og rafeindatækjaúrgang. Lagastoð í lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Samráð

Hvaða hagsmunaaðilar Úrvinnslusjóður
Niðurstöður samráðs Kynning á gerðinni og greiningu gerðarinnar

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Ábyrg stofnun Umhverfisstofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32019D2193
Samþykktardagur hjá ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 330, 20.12.2019, p. 72
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer D064891/01
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Samþykktardagur
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 48, 29.6.2023, p. 101
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 164, 29.6.2023, p. 104