Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2019/2161 um breytingu á tilskipun ráðsins 93/13/EBE og tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins 98/6/EB, 2005/29/EB og 2011/83/EB. - ­32019L2161

Directive (EU) 2019/2161 of the European Parliament and of the Council of 27 November 2019 amending Council Directive 93/13/EEC and Directives 98/6/EC, 2005/29/EC and 2011/83/EU of the European Parliament and of the Council as regards the better enforcement and modernisation of Union consumer protection rules

Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/2161 frá 27. nóvember 2019 um breytingu á tilskipun ráðsins 93/13/EBE og tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins 98/6/EB, 2005/29/EB og 2011/83/ESB að því er varðar betri framfylgd og nútímavæðingu reglna Sambandsins um neytendavernd
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem er hluti af ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar sem hefur ekki öðlast gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 19 Neytendavernd
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 069/2021
Samþykktardagur ákvörðunar sameiginlegu nefndarinnar
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Um er að ræða tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2019/2161 um breytingu á tilskipun ráðsins 93/13/EBE og tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins 98/6/EB, 2005/29/EB og 2011/83/EB. Tilskipunin felur í sér breytingar á fjórum eldri gerðum á sviði neytendaverndar sem hafa allar verið teknar upp í EES-samninginn og innleiddar í íslenskan rétt. Stjórnskipulegur fyrirvari hefur verið gerður við ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar af hálfu Íslands þar sem þörf er á lagabreytingum vegna innleiðingar tilskipunarinnar í íslenskan rétt.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið tilskipunarinnar er að nútímavæða nokkrar lykilgerðir Evrópusambandsins á sviði neytendaverndar, gera framfylgd þeirra skilvirkari og bæta réttarúrræði neytenda vegna brota gegn ákvæðum þeirra. Tilskipunin er afrakstur endurskoðunar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á gerðum á sviði neytendaverndar á árunum 2016-2017 (Regulatory Fitness and Performance programme (REFIT)).

Tilskipanirnar sem um ræðir eru tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 98/6/EB um neytendavernd að því er varðar upplýsingar um verð á vöru sem er boðin neytendum, tilskipun ráðsins 93/13/EBE um óréttmæta skilmála í neytendasamningum, tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2005/29/EB um óréttmæta viðskiptahætti gagnvart neytendum á innri markaðnum og tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/83/EB um réttindi neytenda. Tilskipanirnar hafa verið innleiddar með lögum um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga nr. 7/1936, lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu nr. 57/2005 og lögum um neytendasamninga nr. 16/2016.

Helsta breytingin sem gerð er með tilskipuninni er að kveðið er á um að aðildarríki skuli hafa sektarúrræði vegna brota gegn tilskipunum auk þess sem kveðið er ítarlega á um sjónarmið við sektarákvarðanir. Þá felur tilskipunin í sér ýmsar smærri uppfærslur og efnisbreytingar á tilskipunum 98/6/EB, 2005/29/EB og 2011/83/EB. Umfangsmesta efnisbreytingin er á tilskipun 2011/83 en kveðið er á um nýjar reglur sem gilda um neytendasamninga sem gerðir eru á netvettvangi fyrir marga söluaðila.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð Nei
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Sent til Alþingis
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Engar laga- eða reglugerðabreytingar
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Til að innleiða tilskipunina þarf að breyta lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu nr. 57/2005 og lögum um neytendasamninga nr. 16/2016.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Menningar- og viðskiptaráðuneytið
Ábyrg stofnun Neytendastofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32019L2161
Samþykktardagur hjá ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 328, 18.12.2019, p. 7
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2018) 185
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Ísland)
Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Liechtenstein)
Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Noregur)

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Samþykktardagur
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 3, 11.1.2024, p. 117
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2024/56, 11.1.2024