32019R0123

Commission Implementing Regulation (EU) 2019/123 of 24 January 2019 laying down detailed rules for the implementation of air traffic management (ATM) network functions and repealing Commission Regulation (EU) No 677/2011


iceland-flag
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/123 frá 24. janúar 2019 um ítarlegar reglur um framkvæmd í tengslum við starfsemi neta fyrir rekstrarstjórnun flugumferðar og um niðurfellingu reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 677/2011
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.06 Almenningsflug
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 317/2019
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Markmið sem að er stefnt: Í reglugerð (EB) nr. 551/2004 er kveðið á um skipulag og notkun loftrýmis í samevrópska loftrýminu. Sú reglugerð gildir í loftrými Alþjóðaflugmálastofnunarinnar innan Evrópusvæðis (ICAO EUR) og Afríku- og Indlandshafssvæðis (ICAO AFI). Með þeirri reglugerð sem hér er til umræðu og sett er með stoð í reglugerð nr. 551/2004 er kveðið á um starfsemi neta við rekstrarstjórnun flugumferðar, m.a. í þeim tilgangi að tryggja hámarksnýtingu loftrýmisins, sem og að aðstoða aðildarríki ESB við að ná markmiðum um afköst. Þar sem gildissvið umræddrar reglugerðar takmarkast á sama hátt og fyrri reglugerð (ESB) nr. 677/2011 við EUR loftrými Alþjóðaflugmálastofnunarinnar, kemur hún að óbreyttu ekki til framkvæmda hér á landi.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Í reglugerð (EB) nr. 551/2004 er kveðið á um skipulag og notkun loftrýmis í samevrópska loftrýminu. Sú reglugerð gildir í loftrými Alþjóðaflugmálastofnunarinnar innan Evrópusvæðis (ICAO EUR) og Afríku- og Indlandshafssvæðis (ICAO AFI). Með þeirri reglugerð sem hér er til umræðu og sett er með stoð í reglugerð nr. 551/2004 er kveðið á um starfsemi neta við rekstrarstjórnun flugumferðar, m.a. í þeim tilgangi að tryggja hámarksnýtingu loftrýmisins, sem og að aðstoða aðildarríki ESB við að ná markmiðum um afköst.
Þá er verið að setja kröfur um netstjórnandann, network manager, en í dag er það Eurocontrol sem gegnir því hlutverki.
Áður hefur verið kveðið á um kröfur til starfsemi neta og til netstjórnanda í reglugerð (ESB) nr. 677/2011, en með þeirri reglugerð sem hér er til umræðu er einkum verið að skýra og styrkja hlutverk og valdheimildir netstjórnanda, í því skyni að ná betur frammistöðumarkmiðum um stjórnun flugumferðar.
Þar sem gildissvið umræddrar reglugerðar takmarkast á sama hátt og fyrri reglugerð (ESB) nr. 677/2011 við EUR loftrými Alþjóðaflugmálastofnunarinnar, kemur hún að óbreyttu ekki til framkvæmda hér á landi.
Í aðlögun sem Ísland fékk við innleiðingu SES II í EES samninginn, kemur fram að tryggja skuli samræmi við hið Evrópska leiðarkerfi eða það leiðarkerfi sem sett hefur verið á fót í Norður-Atlantshafssvæði ICAO, og hefur það hingað til virkað vel fyrir Ísland.
Samgöngustofa hefur fengið afstöðu Isavia ohf. til þess hvort félagið óski eftir að gerðar séu ráðstafanir til þess að reglugerðin komi til framkvæmda á Íslandi. Afstaða Isavia var sú í janúar 2019 að félagið teldi ekki þörf á því.
Umsögn, helstu breytingar, mat á umfangi, og áhrif hér á landi: Reglugerðin hefur ekki áhrif hér landi.
Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Gerðina er rétt að innleiða með stoð í 57. gr. a, sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998. Innleiðing færi fram með breytingu á reglugerð nr. 1125/2014 um frammistöðukerfi fyrir flugleiðsöguþjónustu og starfsemi neta.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Gerðina er rétt að innleiða með stoð í 57. gr. a, sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998. Innleiðing færi fram með breytingu á reglugerð nr. 1125/2014 um frammistöðukerfi fyrir flugleiðsöguþjónustu og starfsemi neta.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Samráð

Hvaða hagsmunaaðilar Samgöngustofa

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32019R0123
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 28, 31.1.2019, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer D059443/02
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 14, 5.3.2020, p. 79
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 68, 5.3.2020, p. 72