32019R0129

Regulation (EU) 2019/129 of the European Parliament and of the Council of 16 January 2019 amending Regulation (EU) No 168/2013 as regards the application of the Euro 5 step to the type-approval of two- or three-wheel vehicles and quadricycles


iceland-flag
Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/129 frá 16. janúar 2019 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 168/2013 að því er varðar beitingu Euro 5-þrepsins við gerðarviðurkenningu ökutækja á tveimur eða þremur hjólum og fjórhjóla
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 02 Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun, 02.01 Vélknúin ökutæki
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 217/2019
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Markmiðið er að tryggja hnökralausa beitingu reglugerðar 168/2013/ESB. Í þeim tilgangi eru gerðar á henni tilteknar breytingar vegna vandamála sem komið hafa upp hjá yfirvöldum og hagsmunaaðilum. Ætla má að ákvörðun þessi hafi lítil áhrif hér á landi þar sem hér eru engir framleiðendur ökutækja eins og stendur.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Markmiðið er að tryggja hnökralausa beitingu reglugerðar 168/2013/ESB. Í þeim tilgangi eru gerðar á henni tilteknar breytingar vegna vandamála sem komið hafa upp hjá yfirvöldum og hagsmunaaðilum.
Aðdragandi: Með reglugerð 168/2013/ESB um viðurkenningu á og markaðseftirlit með vélknúnum ökutækjum á tveimur eða þremur hjólum og fjórhjólum var komið á stjórnsýslulegum og tæknilegum kröfum fyrir gerðarviðurkenningu allra nýrra ökutækja, kerfa, íhluta og aðskilinna tæknieininga sem og kröfum fyrir markaðseftirlit. Með þessari reglugerð sem hér er til umfjöllunar eru gerðar breytingar á nokkrum greinum og viðaukum við reglugerð 168/2013/ESB.
Efnisútdráttur: Reglugerðin inniheldur tvær greinar, auk viðauka.
1. gr. – Eftirfarandi breytingar eru gerðar á reglugerð 168/2013/ESB: 1) inn kemur ný 21. gr. um almennar kröfur varðandi innbyggð greiningarkerfi; 2) inn kemur nýr c)-liður í 3. mgr. 23. gr. um stærðfræðilega aðferð við ákvörðun endingar; 3) Í b)-lið 1. mgr. 30. gr. kemur „the test result sheet“ í stað „niðurstöður úr prófunum“ e. the test results; 4) nýr málsliður kemur í stað annars málsliðar í 1. mgr. 44. gr. og varðar að setja síðustu ökutæki gerðar á markað, skrá þau eða taka þau í notkun; 5) inn kemur ný 2. mgr. 75. gr. um beitingu framsals þar sem framkvæmdastjórninni eru veittar valdheimildir til að samþykkja tilteknar framseldar gerðir; 6) breytingar eru gerðar á II., IV., V. og VI. viðauka í samræmi við viðauka við þessa reglugerð.
2. gr. – Gildistökuákvæði.
3. Viðauki. Gerðar eru breytingar á II., IV., V. og VI. viðauka við reglugerð 168/2013/ESB.
Umsögn; helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Ætla má að ákvörðun þessi hafi lítil áhrif hér á landi þar sem hér eru engir framleiðendur ökutækja eins og stendur.
Lagastoð fyrir innl. gerðar: Reglugerðin verður innleidd í reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004 með stoð í 60. gr. umferðarlaga nr. 50/1987.
Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitar-félaga og atvinnulífs og ALMENNINGS, ef einhver er: Enginn kostnaður.
Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: Nei.
Altækar spurningar; Horizontal issues: -Sektir, -Aðrar refsingar, -Stofnanir, -Lönd utan EES: Nei.
Þörf fyrir EFTA-komment – aðlaganir sem þegar eru í gildi vegna undanfarandi gerða: Nei.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoðin er 60. gr. umferðalaga nr. 50/1987. Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð nr. 822/2004 um gerð og búnað ökutækja.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32019R0129
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 30, 31.1.2019, p. 106
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2018) 137
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 3, 5.1.2023, p. 27
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 4, 5.1.2023, p. 27