32019R0225

Commission Regulation (EU) 2019/225 of 6 February 2019 amending Regulation (EC) No 748/2009 as regards the aircraft operators for which the United Kingdom is specified as administering Member State


iceland-flag
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/225 frá 6. febrúar 2019 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 748/2009 að því er varðar umráðendur loftfara sem Bretland er tilgreint sem ábyrgðaraðildarríki fyrir
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 20 Umhverfismál, 20.03 Loft
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 043/2019
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Þann 29. mars 2017 skilaði Bretland tilkynningu um áætlun sína að ganga út úr sambandinu skv. 50.gr. Sáttmálans um Evrópusambandið. Sáttmálinn mun því ekki gilda um Bretland frá gildistöku afturköllunarinnar, tveimur árum eftir tilkynninguna nema Evrópuráðið, í samráði við Bretland, ákveði einróma að framlengja þann tíma. Með reglugerð framkvæmdastjórnarinnar nr. 748/2009 (EB) var lögfestur listi yfir flugrekendur sem heyra undir viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir auk þess sem tilgreint er hvaða aðildarríki telst umsjónarríki hvers flugrekanda í skilningi tilskipunar 2003/87 (EB).

Nánari efnisumfjöllun

Listinn í viðauka við reglugerðina er miðlægur upplýsingagrunnur um alla flugrekendur sem falla undir gildissvið viðskiptakerfisins. Hann hefur jafnframt það hlutverk að flokka flugrekendur niður á umsjónarríki eftir þeim reglum sem fram koma í fyrrnefndri tilskipun. Reglur um umsjónarríki eru í grófum dráttum þessar: Flugrekendur sem skráðir eru innan EES falla undir það ríki sem gaf flugrekstrarleyfi þeirra út. Flugrekendur frá ríkjum utan EES raðast hins vegar niður á umsjónarríki eftir því hvert má rekja meirihluta af losun þeirra innan viðskiptakerfisins árið 2006.

Í viðaukan við reglugerð framkvæmdastjórnarinnar nr. 748/2009 (EB) er Bretland tilgreint sem umsjónarríki fyrir tiltekna flugrekendur. Afturköllun Bretlands frá Sambandinu myndi, án sérstakra ákvæða, leiða til þess að Bretland gæti ekki lengur talist umsjónarríki í skilningi 18. gr. A í tilskipun 2003/87 (EB). Ef ekki er gerður samningur um afturköllun við Bretland er því nauðsynlegt að breyta viðaukanum við reglugerð nr. 748/2009 (EB) til að tilgreina umsjónaraðildarríkin fyrir þá flugrekendur.

Í samræmi við 3. mgr. 4. gr. reglugerðar (EEC, Euratom) nr. 1182/71 frá Evrópuráðinu um ákvörðun reglna sem gilda um tímabil, dagsetningar og tímamörk, er hætt við beitingu aðgerða sem eru ákveðnar á tilteknum degi þegar liðið er síðastu klukkustund dagsins sem fellur niður þann dag. Reglugerð þessi ætti því að gilda frá þeim degi sem reglugerð nr. 748/2009 (EB) hættir að gilda fyrir Bretland skv. 3. mgr. 50. gr. Sáttmálans um Evrópusambandið.

Reglugerðin kemur til framkvæmda sem brýnt erindi (e. matter of urgency) og tekur aðeins gildi ef ekki verður um afturköllunarsamning við Bretland að ræða.
Breytingin felur í sér að viðauka við reglugerð 748/2009 er breytt.

Fyrir Ísland myndi það þýða að fjöldi flugrekenda í umsjá íslenska ríkisins fer úr 241 talsins upp í 368. Ekki er vitað hversu margir af þessum flugrekendum sem koma nýir inn falla undir ETS kerfið þar sem staða þeirra er ekki þekkt.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Innleiða þarf reglugerðina með tilvísunaðferð og breytingu á reglugerð nr. 896/2012 um hvaða flugrekendur heyra undir umsjón Íslands í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir. Lagastoð er í 4. mgr. 16. gr. laga nr. 70/2012 um loftslagsmál, með síðari breytingum.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Ábyrg stofnun Umhverfisstofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32019R0225
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 41, 12.2.2019, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 57, 18.7.2019, p. 16
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 192, 18.7.2019, p. 51