32019R0317

Commission Implementing Regulation (EU) 2019/317 of 11 February 2019 laying down a performance and charging scheme in the single European sky and repealing Implementing Regulations (EU) No 390/2013 and (EU) No 391/2013


iceland-flag
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/317 frá 11. febrúar 2019 um frammistöðu- og gjaldtökukerfi fyrir samevrópska loftrýmið og um niðurfellingu á framkvæmdarreglugerðum (ESB) nr. 390/2013 og (ESB) nr. 391/2013
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.06 Almenningsflug
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 318/2019
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Í Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/317 eru útfærðar kröfur um frammistöðukerfi og um sameiginlegt gjaldtökukerfi í flugleiðsögu í sam-evrópska loftrýminu. Reglugerðir 390/2013 og 391/2013 höfðu að geyma nánari útfærslu á frammistöðukerfi og gjaldtökukerfi flugleiðsögu í samevrópska loftrýminu. Gildissvið reglugerðanna miðaðist þó við EUR/AFI svæðið og var þeim því aldrei beitt hér á landi. Með reglugerð (ESB) 2019/317 er að einfölduð framkvæmd við setningu frammistöðumarkmiða og frammistöðukerfa og við samþykkt frammistöðuáætlunar ríkja. Auk þess er stefnt er að samræmi við reglugerð um starfsemi neta. Breytingarnar á þeim ákvæðum sem eru um gjaldtökukerfi miða að því að skýra ákvæði um dreifingu áhættu, m.a. með dreifingu umferðar og kostnaðar. Þá eru einnig ákvæði um hvatakerfi gerð skýrari. Þar sem gildissvið reglugerðarinnar takmarkast við EUR/AFI loftrýmið gildir hún ekki hér á landi.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Ákvæði um frammistöðukerfi í hinu sameiginlega evrópska loftrými miða að því að auka afköst flugleiðsöguþjónustu og virkni neta, auk þess sem markmið með gjaldtökukerfisákvæðunum er að koma á árangursríkri beitingu frammistöðukerfisins.
Aðdragandi: Í Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/317 eru útfærðar kröfur um frammistöðukerfi og um sameiginlegt gjaldtökukerfi í flugleiðsögu. Grunnkröfur um það efni er m.a. að finna í stofnreglugerðum hins sameiginlega evrópska loftrýmis. Kröfurnar eru einkum að finna í tveimur reglugerðum. Annars vegar í reglugerð (EB) nr. 549/2004 setningu rammaákvæða um að koma á samevrópsku loftrými, með síðari breytingum. Hins vegar í reglugerð nr. 550/2004 um að veita þjónustu á sviði flugleiðsögu í samevrópska loftrýminu, með síðari breytingum. Ákvæðin um frammistöðukerfi og gjaldtökukerfi í sameiginlega evrópska loftrýminu eiga að mörgu leyti ekki við Ísland vegna landfræðilegrar legu landsins. Því fékk Ísland aðlögun um beitingu frammistöðukerfa og gjaldtökukerfa, m.a. við hvað skyldi miðað við setningu markmiða.
Framkvæmdarreglugerðir framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 390/2013 um frammistöðukerfi fyrir flugleiðsöguþjónustu og starfsemi neta, og (ESB) nr. 391/2013 um sameiginlegt gjaldtökukerfi fyrir flugleiðsöguþjónustu höfðu að geyma nánari útfærslu á frammistöðukerfi og gjaldtökukerfi flugleiðsögu í samevrópska loftrýminu. Gildissvið reglugerðanna miðaðist þó við EUR/AFI svæðið og var þeim því aldrei beitt hér á landi.
Samgöngustofa hófst handa við gerð íslenskra reglugerða um efnið en þeirri vinnu er ekki lokið.
Efnisúrdráttur: Með reglugerð (ESB) 2019/317 er felld úr gildi reglugerðir (ESB) nr. 390/2013 um frammistöðukerfi fyrir flugleiðsöguþjónustu og starfsemi neta og reglugerð nr. 391/2013 um sameiginlegt gjaldtökukerfi fyrir flugleiðsöguþjónustu Tilgangurinn er að bæta úr ýmsum annmörkum sem reyndust vera á beitingu þeirra reglugerða, auk þess sem rétt þótti að setja eina heildstæða reglugerð um efnið. Miðast beiting reglugerðarinnar við 1. janúar 2020 en við það miðast upphaf þriðja viðmiðunartímabils frammistöðumarkmiða ESB.
Helstu breytingarnar frá reglugerðum 390/2013 og 391/2013 eru þær að stefnt er að einföldun framkvæmdar við setningu frammistöðumarkmiða og frammistöðukerfa og við samþykkt frammistöðuáætlunar ríkja. Auk þess er stefnt er að samræmi við reglugerð um starfsemi neta.
Breytingarnar á þeim ákvæðum sem eru um gjaldtökukerfi miða að því að skýra ákvæði um dreifingu áhættu, m.a. með dreifingu umferðar og kostnaðar, e. traffic and cost-sharing. Þá eru einnig ákvæði um hvatakerfi gerð skýrari.
Umsögn: Helstu breytingar, mat á umfangi og áhrif hér á landi: Þar sem gildissvið reglugerðarinnar takmarkast við EUR/AFI loftrýmið gildir hún ekki hér á landi. Ekki er skynsamlegt að beita reglugerðinni hér á landi. Í fyrsta lagi er ESB þegar komið á þriðja viðmiðunartímabil. Í öðru lagi eru árangursvísar og árangursmarkmið miðuð að umhverfi core Europe en ekki við það svæði sem Ísland er á.
Ljóst er að Ísland mun taka mið af ákvæðum reglugerðarinnar við þróun árangursáætlunar Íslands sem er í vinnslu. Sú vinna fer fram í nánu samstarfi við Isavia auk þess sem samráð er haft við notendur loftrýmis eins og við á.
Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Ef ákvörðun verður tekin um beitingu er rétt að innleiða gerðina með stoð í 57. gr. a, sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998. Innleiðing með breytingu á reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1125/2014 um frammistöðukerfi fyrir flugleiðsöguþjónustu og starfsemi neta
Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitarfélaga og atvinnulífs, ef einhver er: Reglugerðinni verður ekki beitt á Íslandi. Því yrði kostnaður við innleiðingu hennar óverulegur fyrir Samgöngustofu.
Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta:

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoðin er í 57. gr. a, sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998. Innleiðing með breytingu á reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1125/2014 um frammistöðukerfi fyrir flugleiðsöguþjónustu og starfsemi neta
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Samráð

Hvaða hagsmunaaðilar Samgöngustofa

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32019R0317
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 56, 25.2.2019, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer D059444/04
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 14, 5.3.2020, p. 81
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 68, 5.3.2020, p. 74