32019R0430

Commission Implementing Regulation (EU) 2019/430of 18 March 2019amending Regulation (EU) No 1178/2011 as regards the exercise of limited privileges withoutsupervision before the issuance of a light aircraft pilot licence

Framkvæmdareglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/430 frá 18. mars 2019 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 1178/2011 að því er varðar að neyta takmarkaðra réttinda án eftirlits áður en flugmannsskírteini fyrir létt loftför er gefið út
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð hefur ekki öðlast gildi þar sem hún er háð gildistöku annarra ákvarðanna sameiginlegu nefndarinnar
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.06 Almenningsflug
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 115/2023
Samþykktardagur ákvörðunar sameiginlegu nefndarinnar

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Á grundvelli reglugerðar 1178/2011 er heimilt að beita sveigjanlegri reglum um úthlutun flugmannsskírteina en kveðið er á um að öðru leyti fram til 2020. Þetta er gert í því skyni að auðvelda einstaklingum með einkaflugmannspróf að fá útgefið skírteini. Í því skyni að efla sveigjanleika fyrir almannaflug, er breytt grein 4(7) í reglugerð 1178/2011 með þeim hætti að aðildarríkjum verður heimilt að leyfa flugnemum sem eru að læra fyrir LAPL að fljúga með takmörkuðum réttindum án eftirlits. Auk þess er með reglugerðinni breytt grein 4(8) í reglugerð 1178/2011 þannig að framlengdur er frestur sem gefinn var til þess að neyta tiltekinna takmarkaðra réttinda til að fljúga flugvélum í blindflugi án þess að viðkomandi flugmaður hafi blindflugsáritun. Reglugerðin hefur afar takmörkuð áhrif hér á landi. Verið er að bregðast við aðstæðum í ákveðnum ríkjum sem höfðu leyft starfsemi á borð við þá sem mælt er um fyrir í reglugerðinni og í raun gera þeim kleift að halda slíku áfram.

Nánari efnisumfjöllun

Almennt: Í reglugerð (ESB) nr. 1178/2011 um áhöfn í almenningsflugi er meðal annars kveðið á um kröfur sem uppfylla þarf til að fá flugmannsskírteini sem gildir fyrir létt loftför, eða LAPL.
Á grundvelli 12. greinar í reglugerð (ESB) nr. 1178/2011 er aðildarríkjum heimilt að beita sveigjanlegri reglum um úthlutun flugmannsskírteina en kveðið er á um að öðru leyti í reglugerð 1178/2011 fram til 2020. Þetta er gert í því skyni að auðvelda einstaklingum með einkaflugmannspróf, og m.a. stunda flugíþróttir, að fá útgefið skírteini þótt ekki sé um eiginlegt LAPL að ræða.
Þá er kveðið á um í grein 4(7) í reglugerð (ESB) nr. 1178/2011 að aðildarríki geti heimilað flugnemum að fljúga eins hreyfils flugvél með bulluhreyfli og með hámarksflugtaksmassa 2.000 kg eða minni, án þess að vera með LAPL í gildi.
Í því skyni að efla sveigjanleika fyrir almannaflug, er með reglugerð 2019/430 breytt grein 4(7) í reglugerð 1178/2011 með þeim hætti að aðildarríkjum verður heimilt að leyfa flugnemum sem eru að læra fyrir LAPL að fljúga með takmörkuðum réttindum, exercise limited privileges, án eftirlits.
Auk þess er með reglugerðinni breytt grein 4(8) í reglugerð 1178/2011 þannig að framlengdur er frestur sem gefinn var til þess að neyta tiltekinna takmarkaðra réttinda til að fljúga flugvélum í blindflugi án þess að viðkomandi flugmaður hafi blindflugsáritun. Umrædd framlenging er nauðsynleg í tengslum við innleiðingu á basic instrument rating.
Reglugerð þessi er í samræmi við EASA Opinion nr. 8/2017.
Umsögn, helstu breytingar, mat á umfangi, og áhrif hér á landi: Reglugerðin hefur afar takmörkuð áhrif hér á landi. Verið er að bregðast við aðstæðum í ákveðnum ríkjum sem höfðu leyft starfsemi á borð við þá sem mælt er um fyrir í reglugerðinni og í raun gera þeim kleift að halda slíku áfram. Ekki líklegt að þessi úrræði verði nýtt hér á landi.
Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Reglugerðina er rétt að innleiða með stoð í 31. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998, með breytingu á reglugerð nr. 180/2014 um áhöfn í almenningsflugi.
Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitarfélaga og atvinnulífs: Kostnaður SGS við innleiðingu er óverulegur.
Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: Nei.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Reglugerðina er rétt að innleiða með stoð í 31. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998, með breytingu á reglugerð nr. 180/2014 um áhöfn í almenningsflugi.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32019R0430
Samþykktardagur hjá ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 75, 19.3.2019, p. 66
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Samþykktardagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 81, 9.11.2023, p. 75
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2023/02264, 9.11.2023