Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar nr. 2019/521 um breytingu á reglugerð (EB) Evrópuþingsins og ráðsins nr. 1272/2008 um flokkun, merkingu og umbúðir efna og efnablandna í því skyni að aðlaga hana að framförum í vísindum og tækni. - 32019R0521

Commission Regulation (EU) 2019/521 of 27 March 2019 amending, for the purposes of its adaptation to technical and scientific progress Regulation (EC) No 1272/2008 of the European Parliament and of the Council on classification, labelling and packaging of substances and mixtures


iceland-flag
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/521 frá 27. mars 2019 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1272/2008 um flokkun, merkingu og pökkun efna og blandna í því skyni að laga hana að tæknilegum og vísindalegum framförum
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 02 Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun, 02.15 Hættuleg efni
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 226/2019
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Í samræmi við 6. og 7. endurskoðun sérfræðinganefndar Sameinuðu þjóðanna á GHS, samþykktar árin 2014 og 2016, eru gerðar ýmsar breytingar varðandi reglugerð (EB) nr. 1272/2008. Fela þær m.a í sér nýja hættuflokka, flokkunarviðmið og breytingar á tilteknum hættu- og varnaðarsetningum.

Nánari efnisumfjöllun

 teknir eru upp nýir hættuflokkar fyrir sprengifim efni og lofttegundir.
 teknar eru upp nýjar viðmiðanir við flokkun á efnum og blöndum sem gefa frá sér eldfimar lofttegundir í snertingu við vatn.
 breytingar verða varðandi almenn þröskuldsgildi.
 breytingar verða varðandi almenn ákvæði til að flokka blöndur undir þrýstingi.
 breytingar verða á skilgreiningum og flokkunarviðmiðum fyrir sprengifim efni, eldfimar lofttegundir, -vökva og -efni, bráð eiturhrif, húðætingu/húðertingu, alvarlegan augnskaða/augnertingu, öndunarfæra- og húðnæmingu, krabbameinsvaldandi áhrif, eiturhrif á æxlun, sértæk eiturhrif á marklíffæri og ásvelgingarhættu.
 breytingar verða á sumum hættu- og varnaðarsetningum

I., II., III., IV., V. og VI. viðauki breytist eins og tilgreint er í þessari reglugerð.

Reglugerð þessi öðlast gildi á tuttugasta degi eftir að hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins og kemur til framkvæmda frá 17. október 2020.
Þrátt fyrir ofangreint er heimilt er að flokka, merkja og pakka efnum og blöndum í samræmi við þessa reglugerð fyrir 17. október 2020

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Breyta þarf reglugerð nr. 415/2014 um flokkun, merkingu og umbúðir efna og efnablandna. Reglugerðin verður innleidd með tilvísunaraðferð. Lagastoð er að finna í efnalögum 61/2013.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Nánari útskýring á kostnaði, þ.á.m. á hvern hann fellur Enginn eða óverulegur kostnaður
Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Ábyrg stofnun Umhverfisstofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32019R0521
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 86, 28.3.2019, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 3, 5.1.2023, p. 41
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 4, 5.1.2023, p. 41