32019R0628

Commission Implementing Regulation (EU) 2019/628 of 8 April 2019 concerning model official certificates for certain animals and goods and amending Regulation (EC) No 2074/2005 and Implementing Regulation (EU) 2016/759 as regards these model certificates


iceland-flag
Framkvæmdareglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/628 frá 8. apríl 2019 um fyrirmyndir að opinberum vottorðum fyrir tiltekin dýr og vörur og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 2074/2005 og framkvæmdarreglugerð (ESB) 2016/759 að því er varðar þessar fyrirmyndir að vottorðum
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 01 Heilbrigði dýra og plantna, 01.01 Dýr
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 003/2020
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Framkvæmdagerð framkvæmdastjórnar EB nr. 2019/628 varðandi fyrirmyndir af opinberum vottorðum fyrir ákveðin dýr og dýraafurðir, breyting á reglugerð framkvæmdastjórnarinnar EC 2074/2005 og framkvæmdareglugerð framkvæmdastjórnarinnar EU 2016/759 sem varða fyrirmyndir vottorða.

Nánari efnisumfjöllun

Reglugerðin setur fram fyrirmyndir af opinberum vottorðum sem þurfa að fylgja dýrum, dýraafurðum, samsettum afurðum, kímefnum (e. Germinal products) og aukaafurðum úr dýrum, sem fluttar eru inn á evrópska efnahagssvæðið frá þriðju ríkjum skv. kröfum sem gerðar eru í eftirlitsreglugerðinni (EU) 2017/625. Einnig eru settar fyrirmyndir af vottorðum fyrir innflutning og markaðssetningu til manneldis af afurðum lifandi skordýra, spírum og fræjum sem notuð eru til þess að rækta spírur og vottorðum fyrir skoðun dýra fyrir slátrun þegar neyðarslátrun á sér stað utan sláturhúss.
Reglugerðin inniheldur fyrirmynd af vottorðum fyrir:
- Viðauki 1: Dýr, dýraafurðir, samsettar afurðir, kímefni (sæði, eggfrumur, fóstur) og aukafurðir dýra.
- Viðauki 3: Vörur sem ætlaðar eru til manneldis og eru fluttar inn í EES eða markaðssettar. Þ.e. Lifandi samlokur, skrápdýr, möttuldýr og sæsniglar (part I), fiskafurðir (part II), froskalappir (part III), sniglar (part IV), dýrafita (part V), gelatín (part VI), kollagen (part VII), hráefni til framleiðslu á kollageni og gelatíni (part VIII), meðhöndlað hráefni til framleiðslu á gelatíni og kollageni (part IX), hunang og aðrar afurðir hunangsflugna (part X), chondroitin súlfat, hýalúron sýra, önnur brjóskefni, chitosan, glucoseamine, rennet, isinglass og aminó sýrur (part XI), skriðdýrakjöt (part XII), skordýr (part XIII), aðrar dýraafurðir til manneldis sem ekki eru taldar upp í gr. 7 og 35 í framkvæmdagerð (EU) 2019/628 (part XIV), spírur og fræ til framleiðslu spíra (part XV)
- Viðauki IV: skoðanir á dýrum áður en farið er með þau til sláturhúss
- Viðauki V: vegna neyðarslátrunar utan sláturhúss í samræmi við gr. 4 í reglugerð EU 2019/624.

Breytingar:
Breytingar á fyrirmyndum vottorða og breytingar eru á skilyrðum sem vörurnar þurfa að uppfylla og staðfest er með útgáfu vottorðs í viðkomandi útflutningslandi

Reglugerð framkvæmdarstjórnarinnar EC 2074/2005, innleidd með reglugerð 104/2010, breytt þannig að ákvæði um fyrirmyndir vottorða fyrir froskalappir, snigla, gelatín, kollagen og hráefni til framleiðslu gelatíns og kollagens, falla úr gildi.
Framkvæmdareglugerð framkvæmdastjórnarinnar EU 2016/759, innleidd með reglugerð 285/2017, er breytt þannig að fyrirmynd af vottorðum fyrir froskalappir, snigla, gelatín, kollagen og hráefni til framleiðslu gelatíns og kollagens, meðhöndlað hráefni til framleiðslu gelatíns og kollagens, hunang, og ýmsum efnum s.s. brjóskefnum og aminó sýrum, falla úr gildi.
Reglugerð EU 211/2013 sem innleidd er með reglugerð nr. 234/2014 um kröfur varðandi útgáfu vottorða til innflutnings á spírum og fræjum til framleiðslu á spírum, er felld úr gildi.

Reglugerðin tekur gildi 14. desember 2019.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Reglugerðin verður sett skv. heimild í 31. gr. a laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Matvælaráðuneytið
Ábyrg stofnun Matvælastofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32019R0628
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 131, 17.5.2019, p. 101
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer D057413/04
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 13, 16.2.2023, p. 6
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 49, 16.2.2023, p. 5