EMIR Refit. - 32019R0834

Regulation (EU) 2019/834 of the European Parliament and of the Council of 20 May 2019 amending Regulation (EU) No 648/2012 as regards the clearing obligation, the suspension of the clearing obligation, the reporting requirements, the risk-mitigation techniques for OTC derivative contracts not cleared by a central counterparty, the registration and supervision of trade repositories and the requirements for trade repositories


iceland-flag
Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/834 frá 20. maí 2019 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 648/2012 að því er varðar stöðustofnunarskyldu, frestun á stöðustofnunarskyldu, kröfur um skýrslugjöf, aðferðir til mildunar áhættu fyrir OTC-afleiðusamninga sem miðlægur mótaðili stöðustofnar ekki, skráningu og eftirlit með afleiðuviðskiptaskrám og kröfurnar fyrir afleiðuviðskiptaskrár
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð hefur ekki öðlast gildi þar sem beðið er afléttingar stjórnskipulegs fyrirvara
Svið (EES-samningur, viðauki) 09 Fjármálaþjónusta
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 050/2021

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Reglugerð ESB 2019/834 (EMIR Refit) felur því í sér ýmsar breytingar á reglugerð ESB 648/2012 um afleiðuviðskipti o.fl.(EMIR) sem ætlað er að viðhalda því markmiði EMIR að tryggja gagnsæi um afleiðuviðskipti og valdheimildir eftirlitsaðila en skýra kröfur og í einhverjum tilvikum slaka á þeim til að einfalda afleiðuviðskipti, tilkynningar um afleiðuviðskipti og draga úr kostnaði.

Nánari efnisumfjöllun

Hluti af mati framkvæmdastjórnar ESB á gæðum lagasetninga og hvernig þær ná markmiðum sínum er að eiga samtal við fjármálamarkinn og eftirlitsaðila. Niðurstaða þess samtals um reglugerð ESB 648/2012 um afleiðuviðskipti, miðlæga mótaðila og afleiðuviðskiptaskrár (EMIR) var sú að nauðsynlegt væri að einfalda reglugerðina og draga úr kröfum sem gerðar eru til ófjárhagslegra aðila og smærri fjárhagslegra aðila.

EMIR var veitt lagagildi með lögum um afleiðuviðskipti, miðlæga mótaðila og afleiðuviðskiptaskrár, nr. 15/2018. Veita þarf EMIR Refit lagagildi með sömu lögum til að leiða í íslenskan rétt þær breytingar sem EMIR Refit gerir á EMIR.

EMIR Refit breytir EMIR að eftirfarandi leyti:
1. Skilgreiningunni á fjárhagslegum mótaðila er breytt hvað varðar fjárfestingarsjóði og miðlæga mótaðila.
2. Lögð er til ný skilgreining á svokölluðum „litlum fjárhagslegum mótaðila“.
3. Útreikningi á viðmiðunarfjárhæðum breytt og fyrir stöðustofnarskylduna hvað varðar ófjárhagslega mótaðila.
4. Dagsetningum breytt fyrir það hvenær tilteknir aðilar eru skyldugir til að stöðustofna tiltekna afleiðusamninga.
5. Framlengir tveggja ára frestinn sem lífeyrissjóðir hafa til að stöðustofna tiltekna OTC- afleiðusamninga. Framkvæmdastjórn ESB er auk þess veitt heimild til að framlengja frestinn tvisvar um eitt ár í senn.
6. Breytir tilkynningarskyldunni hvað varðar eldri samninga og samninga innan samstæðu.
7. Skýrir hver falli undir tilkynningarskylduna við tilteknar aðstæður, dregið er úr tilkynningarbyrði þeirra ófjárhagslegu mótaðila sem ná ekki viðmiðunarfjárhæðum stöðustofnunarskyldu og setur tilkynningarskyldu á rekstrarfélög verðbréfasjóða (UCITS) og sérhæfðra sjóða (AIFMD) og rekstraraðila eftirlaunasjóða (IORPS).
8. Framkvæmdastjórn ESB er veitt heimild til að tímabundið afnema (e. suspend) stöðustofnunarskylduna.
9. Skyldar miðlæga mótaðila til veita stöðustofnunaraðilum tól til að meta fjárhæð upphaflegrar tryggingar (e. margin) sem miðlægi mótaðilinn getur krafist við stöðustofnun nýrra viðskipta.
10. Gert er skýrt að gjaldþrotalög aðildarríkja skuli ekki koma í veg fyrir að miðlægur mótaðili geti uppfyllt skyldur sínar samkvæmt EMIR.
11. Veitir Evrópsku eftirlitsstofnunum á fjármálamarkaði (ESAs) heimild til að útbúa sameiginleg drög að tæknistöðlum sem tilgreina eftirlitsferla í tengslum við áhættustýringarferla (e. risk-management procedures).
12. Skylda stöðustofnunaraðila og viðskiptavini sem veita stöðustofnunarþjónustu til að veita þjónustu samkvæmt skilmálum sem eru sanngjarnir, skynsamlegir, gangsæir og án mismunar.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Tæknilegri aðlögun, 2
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB
Sent til Alþingis
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Lagasetning/lagabreyting
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Breyta þarf lögum nr. 15/2018 um afleiðuviðskipti o.fl.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing í vinnslu

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Enginn
Mat á áhrifum og sérstökum hagsmunum Íslands Lagasetningin mun fela í sér að létt er á ýmsum kröfum til ófjárhagslegra aðila og minni fjárhagslegra aðila sem stunda afleiðuviðskipti. Þeir sem eiga afleiðuviðskipti hér á landi falla allir í annan af þeim flokkum. Breytingarnar eiga að einfalda afleiðuviðskipti, jafna samkeppnisgrundvöll og minnka viðskiptakostnað, án þess að draga úr gagnsæi hvað varðar afleiðumarkaði eða úr eftirlits- og inngripsheimildum eftirlitsaðila vegna kerfisáhættu.

Ekki er gert ráð fyrir að lagabreytingin hafi leiði til kostnaðaraukningar fyrir Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands sem hefur eftirliti með lögum um afleiðuviðskipti, miðlæga mótaðila og afleiðuviðskiptaskrár, nr. 15/2018.

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32019R0834
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 141, 28.5.2019, p. 42
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2017) 208
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Ísland)

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 3, 11.1.2024, p. 90
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2024/46, 11.1.2024