32019R0897

Commission Delegated Regulation (EU) 2019/897 of 12 March 2019 amending Regulation (EU) No 748/2012 as regards the inclusion of risk-based compliance verification in Annex I and the implementation of requirements for environmental protection


iceland-flag
Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/897 frá 12. mars 2019 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 748/2012 að því er varðar að fella inn í I. viðauka áhættumiðaða sannprófun á því að tilskildar kröfur hafi verið uppfylltar og framkvæma kröfur um umhverfisvernd
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð hefur ekki öðlast gildi þar sem hún er háð gildistöku annarra ákvarðanna sameiginlegu nefndarinnar
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.06 Almenningsflug
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 115/2023

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Með breytingarreglugerð 2019/897 á að uppfæra reglur um skráningu á áhættutengdum sannprófunum. í I. viðauka og reglur um framkvæmd krafna um umhverfisvernd skv. 16. viðauka við Chicago-samninginn. Gerðar eru breytingar á I. viðauka við reglugerð (ESB) nr. 748/2012 sem snúa einkum að tæknilegum kröfum og verklagsreglum fyrir lögbær yfirvöld. Einnig eru gerðar breytingar til að auka skýrleika og lagfæra ósamræmi milli reglugerða (ESB) nr. 748/2012 og (ESB) 2018/1139 að því er varðar tegundarvottunargrunn og tilkynningaferlið. Þá eru nauðsynlegar breytingar gerðar til að endurspegla kröfur um umhverfisvernd samkvæmt 16. viðauka Chicago-samningsins. Til að auka á skýrleika er I. viðauka breytt þannig að í A-hluta eru settar fram kröfur sem eiga aðeins við um umsækjendur og handhafa skírteina útgefnum samkvæmt viðaukanum en í B-hluta reglur sem snúa að lögbærum yfirvöldum, þar á meðal Flugöryggisstofnuninni. Kostnaður við innleiðingu þessarar reglugerðar er metinn óverulegur sem enginn.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Um er að ræða reglugerð um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 748/2012 um framkvæmdarreglur varðandi lofthæfi- og umhverfisvottun loftfara og tilheyrandi framleiðsluvara, hluta og búnaðar og varðandi vottun hönnunar- og framleiðslufyrirtækja.
Með breytingarreglugerðinni á að uppfæra reglur um skráningu á áhættutengdum sannprófunum, e. inclusion of risk-based compliance verification, í I. viðauka og reglur um framkvæmd krafna um umhverfisvernd skv. 16. viðauka við Chicago-samninginn.
Gildistaka: Gerðin tók gildi 23. júní 2019. Gerðin kemur til framkvæmda 23. mars 2020 að undanskildum tilteknum ákvæðum sem komu til framkvæmda 23. júní 2019 (2. mgr. 1. gr., liðir 11, 13, 14, 23-26, 28, 30, 40 (21.B.85) og 43 í viðauka við reglugerð (ESB) nr. 748/2012).
Efnisútdráttur: Samkvæmt reglugerð (ESB) 2018/1139 annast Flugöryggisstofnun Evrópu (stofnunin) fyrir hönd aðildarríkjanna störf og verkefni hönnunar-, framleiðslu- og skráningarríkis ef þau varða hönnunarvottun.
Stofnunin skal, annað hvort sjálf eða með hjálp lögbærra landsyfirvalda eða hæfra aðila, framkvæma nauðsynlegar rannsóknir til að hún geti sinnt verkefnum sínum á sviði vottunar. Vegna slíkra rannsókna og í þeim tilgangi að draga úr öryggisáhættu og bæta skilvirkni, gegnsæi og fyrirsjáanleika vottunarferlisins, er nauðsynlegt að setja ákveðin viðmið til að ákvarða hvaða samræmisstaðfestingar, e. compliance demonstrations, skuli metnar af stofnuninni og hversu ítarlega. Þessi viðmið byggja á öryggis- og stjórnunarreglum sem fram koma í 19. viðauka Chicago-samningsins.
Með reglugerðinni eru gerðar breytingar á I. viðauka við reglugerð (ESB) nr. 748/2012 sem snúa einkum að tæknilegum kröfum og verklagsreglum fyrir lögbær yfirvöld. Einnig eru gerðar breytingar í þeim tilgangi að auka skýrleika og lagfæra ósamræmi milli reglugerða (ESB) nr. 748/2012 og (ESB) 2018/1139 að því er varðar tegundarvottunargrunn og tilkynningaferlið. Þá eru nauðsynlegar breytingar gerðar til að endurspegla kröfur um umhverfisvernd samkvæmt 16. viðauka Chicago-samningsins.
Til að auka á skýrleika er I. viðauka breytt þannig að í A-hluta eru settar fram kröfur sem eiga aðeins við um umsækjendur og handhafa skírteina útgefnum samkvæmt viðaukanum en í B-hluta reglur sem snúa að lögbærum yfirvöldum, þar á meðal Flugöryggisstofnuninni.
Umsögn: helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Hagsmunaaðilar eru annars vegar hönnunarfyrirtæki og hins vegar framleiðslufyrirtæki. Hér á landi eru engin framleiðslufyrirtæki en tvö hönnunarfyrirtæki. Þau verða þrjú innan skamms. Þau hönnunarfyrirtæki lúta eftirliti EASA og því á þessi breyting sjálfkrafa við um það óháð innleiðingu hér á landi.
Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Lagastoðin er í 7. mgr. 28. gr. og 145. gr. loftferðalaga nr. 60/1998. Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð nr. 380/2013 um lofthæfi- og umhverfisvottun loftfara og tilheyrandi framleiðsluvara, hluta og búnaðar og vottun hönnunar- og framleiðslufyrirtækja.
Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitar-félaga og atvinnulífs og almennings, ef einhver er: Kostnaður við innleiðingu þessarar reglugerðar er metinn óverulegur sem enginn.
Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: Nei.
Horizontal issues: sektir, aðrar refsingar, stofnanir, lönd utan EES: Nei.
Þörf fyrir EFTA-komment – aðlaganir sem þegar eru í gildi vegna undanfarandi gerða: Nei.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagast er í 7. mgr. 28. gr. og 145. gr. loftflalaga nr. 60/1998. Innleiðing: breyting á reglugerð nr. 380/2013 um lofthæfi- og umhverfisvottun loftfara og tilheyrandi framleiðsluvara, hluta og búnaðar og vottun hönnunar- og framleiðslufyrirtækja.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32019R0897
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 144, 3.6.2019, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 81, 9.11.2023, p. 75
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2023/02264, 9.11.2023