32019R1123

Commission Delegated Regulation (EU) 2019/1123 of 12 March 2019 amending Regulation (EU) No 389/2013 as regards the technical implementation of the second commitment period of the Kyoto Protocol


iceland-flag
Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1123 frá 12. mars 2019 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 389/2013 að því er varðar tæknilega framkvæmd á öðru skuldbindingartímabili Kýótóbókunarinnar
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 20 Umhverfismál, 20.03 Loft
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 157/2021
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Skráningarkerfið var stofnað með reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 389/2013 (reglugerð um skráningarkerfi). Vegna fjórða viðskiptatímabils viðskiptakerfis ESB með losunarheimildir (ETS) sem mun gilda 2021-2030 þarf að aðlaga skráningarkerfið að nýjum reglum fyrir 4. tímabilið. Reglugerð 2392/2017 og tilskipun 410/2018 breyttu tilskipun 2003/87/EB um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir sem er lagagrundvöllur skráningarkerfisreglugerðarinnar. Þessar breytingar verða að endurspeglast í þeim reglum sem gilda innan skráningarkerfisins og því verður ný skráningarkerfisreglugerð innleidd sem framseld gerð.
Þó mun reglugerð 389/2013 gilda áfram um annað skuldbindingartímabil Kýótó-bókunarinnar.

Nánari efnisumfjöllun

Sú reglugerð sem hér er til greiningar var samþykkt af Framkvæmdarstjórn ESB þann 12. mars 2019. Reglugerðin inniheldur tæknilegar reglur varðandi jöfnun (e. clearing) fyrir lok síðara skuldbindingatímabils Kýótóbókunarinnar. Ísland gerði samning við Evrópusambandið og aðildarríki þess um sameiginlegar efndir á seinna skuldbindingartímabili Kýótóbókunarinnar við Rammasamning Sameinuðu Þjóðanna um loftslagsbreytingar.
Reglugerðin hefur einungis áhrif á ríki sem taka þátt í viðskiptakerfinu en eru ekki aðilar að samningi um sameiginlegar efndir (e. joint fulfillment) vegna síðara skuldbindingatímabils Kýótóbókunarinnar, þar af leiðir að reglugerð þessi gildir einungis um Noreg og Liechtenstein.

Reglugerðin tekur gildi 20 dögum eftir að hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins, en mun ekki eiga við fyrr en ESB hefur birt í Stjórnartíðindunum að Doha breytingin við Kýótóbókunina hafi tekið gildi, sem gerist þegar 144 ríki hafa fullgilt samninginn um síðara skuldbindingatímabil Kýótó bókunarinnar (2013-2020) (Doha breytingin). Þann 8. maí 2019 höfðu 128 ríki fullgilt samninginn.

Innihald reglugerðarinnar
Reglugerðin hefur að geyma reglur varðandi uppgjör milli ESB og ríkja sem taka þátt í ETS kerfinu en eru ekki aðilar að samkomulagi um sameiginlegar efndir á síðara skuldbindingatímabili Kýótó bókunarinnar, sem í reynd eru einungis Noregur og Liechtenstein. Þessar reglur munu vera í gildi þangað til í lok viðbótartímabilsins til að uppfylla skuldbindingar samkvæmt öðru skuldbindingartímabili Kýótóbókunarinnar sem er til 1. júlí 2023.

Við reglugerð 389/2013 um skráningarkerfi fyrir losunarheimildir bætist við grein 73h sem kemur fram með reglur fyrir millifærslur (jöfnun) á Kýótó heimildum (AAU einingum) á milli ESB, Liechtenstein og Noregs. Svokallað jöfnunargildi er reiknað út sem segir síðan til um það hver þessara þriggja aðila munu millifæra Kýótó einingar til hverra. Reikniaðferðin er mismunandi eftir því hvort um er að ræða rekstraraðila í staðbundinni starfsemi eða flugrekendur.
Ef að jöfnunargildið er jákvætt þarf miðlægi stjórnandi skráningarkerfisins að millifæra samsvarandi upphæð AAU eininga á Kýótó reikning Noregs eða Liechtenstein. Ef að jöfnunargildið er neikvætt þarf landsstjórnandi skráningarkerfisins í Noregi eða Liechtenstein að millifæra samsvarandi upphæð AAU eininga yfir á aðaljöfnunarreikning ESB (ETS Central Clearing Account).

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Breyta þarf reglugerð nr. 389/2013 um skráningarkerfi. Lagastoð reglugerðarinnar er að finna í 22. gr. g laga nr. 70/2012 um loftslagsmál.
Þar sem Ísland er aðili að samningi sameiginlegum efndum á seinna skuldbindingartímabili Kýótóbókunarinnar við Rammasamning Sameinuðu Þjóðanna um loftslagsbreytingar, hefur þessi reglugerð ekki áhrif hér á landi.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Ábyrg stofnun Umhverfisstofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32019R1123
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 177, 2.7.2019, p. 63

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer C(2019)1839
Dagsetning tillögu

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 7, 25.1.2024, p. 35
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2024/138, 25.1.2024