Evrópska vinnumálastofnunin - 32019R1149

Regulation (EU) 2019/1149 of the European Parliament and of the Council of 20 June 2019 establishing a European Labour Authority, amending Regulations (EC) No 883/2004, (EU) No 492/2011, and (EU) 2016/589 and repealing Decision (EU) 2016/344


iceland-flag
Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1149 frá 20. júní 2019 um að koma á fót evrópskri vinnumálastofnun, um breytingu á reglugerðum (EB) nr. 883/2004, (ESB) nr. 492/2011 og (ESB) 2016/589 og um niðurfellingu ákvörðunar (ESB) 2016/344
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð hefur ekki öðlast gildi þar sem beðið er afléttingar stjórnskipulegs fyrirvara
Svið (EES-samningur, viðauki) 05 Frjáls för launþega
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 319/2023

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Samþykkt hefur verið ný reglugerð um að setja á fót sérstaka evrópska vinnumarkaðsstofnun (European Labour Authority – ELA) sem ætlað er að tryggja á sanngjarnan, einfaldan og skilvirkan hátt að þær Evrópureglur sem gilda um frjálsa för launafólks og þjónustuveitendur séu virtar. Stofnunin hefur verið sett á fót og starfar í Bratislava. Stefnt er að því að stofnunin muni hafa 140 starfsmenn fyrir árið 2024.

Nánari efnisumfjöllun

Samþykkt hefur verið ný reglugerð um að setja á fót sérstaka evrópska vinnumarkaðsstofnun (European Labour Authority – ELA) sem ætlað er að tryggja á sanngjarnan, einfaldan og skilvirkan hátt að þær Evrópureglur sem gilda um frjálsa för launafólks og þjónustuveitendur séu virtar. Stofnunin hefur verið sett á fót og starfar í Bratislava. Stefnt er að því að stofnunin muni hafa 140 starfsmenn fyrir árið 2024.

Stofnunin hefur því hlutverki að gegna að auðvelda aðgengi einstaklinga og atvinnurekenda að upplýsingum um rétt þeirra og skyldur ásamt því að stuðla að aukinni samvinnu milli aðildarríkjanna þegar launafólk og þjónustuveitendur fara yfir landamæri til að sinna störfum sínum. Auk þess mun stofnunin styðja við samstarf ESB ríkjanna þegar kemur að framkvæmd þeirra laga sem falla undir ELA, þar á meðal að auðvelda framkvæmd sameiginlegra skoðana (joint inspections). Þá gegnir stofnunin því hlutverki að vera milliliður í lausn deilumála milli ríkja í málefnum sem varða vinnumarkaðinn.

Fulltrúar aðildarríkjanna og framkvæmdastjórnarinnar skipa sérstaka stjórn ELA og er aðilum vinnumarkaðarins einnig ætluð aðkoma að henni. Þá er skipaður framkvæmdastjóri stofnunarinnar sem fer með yfirumsjón hennar dags daglega. Auk þess er komið á fót hagsmunaráði (stakeholder group). ‚I reglugerðinni er einnig gert ráð fyrir að aðildarríkin tilnefni landsfulltrúa (national liason officers) sem muni starfa hjá stofnuninni í Bratislava fyrir þeirra hönd og hefur það hlutverk að vera upplýsingagjafi um viðkomandi land og milliliður í málum sem varða landið.

Enn fremur er gert ráð fyrir að einstök ráð og nefndir sem þegar eru starfandi og íslensk stjórnvöld hafa átt virka aðild að verði felld inn í hina nýju vinnumarkaðsstofnun, svo sem EURES – vinnumiðlun innan Evrópska efnahagssvæðisins og nefndar sem lýtur að samhæfingu almannatrygginga, þar á meðal greiðslu sjúkrakostnaðar milli landa (sjúkratryggingar).
Stofnuninni er einnig ætlað að aðstoða ríkin við að berjast við svarta vinnu (undeclared work).

Reglugerðin kallar mögulega á lagabreytingar eða verður innleidd í formi reglugerðar. Sú greiningarvinna fer fram í Félags og vinnumarkaðsráðuneytinu.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð Nei
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Efnislegri aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Lagasetning/lagabreyting
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Reglugerðin kallar mögulega á lagabreytingar, t.d. lögum um vinnumarkaðsaðgerðir eða verður innleidd í formi reglugerðar. Sú greiningarvinna fer fram í Félags og vinnumarkaðsráðuneytinu.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32019R1149
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 186, 11.7.2019, p. 21
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2018) 131
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar